Vikan


Vikan - 01.06.1939, Side 19

Vikan - 01.06.1939, Side 19
Nr. 22, 1939 VIKAN 19 Töfra-stafurinn. BARNASAGA. A llir á heimili Steingríms, skrifstofu- stjóra, hlökkuðu til komu Jörundar frænda, en samt hlakkaði Þórður lang- mest til. Það var ákaflega eðlilegt. Hvaða strákur myndi ekki hlakka til að sjá ljós- lifandi heima hjá sér æfintýramann, sem hafði ferðast um allar heimsálfur og oft komizt í lífsháska ? Og svo var þessi æfin- týramaður föðurbróðir hans. Þórður hefði verið eitthvað undarlegur, ef hann hefði blátt áfram haft nokkurn frið fyrir til- hlökkun. Faðir hans var ákaflega rólyndur mað- ur, sem reyndi eins og hann gat að stilla son sinn. — Svona Þórður, sagði hann, — þú verður að hugsa um lexíurnar þínar, en ekki Jörund frænda. Þegar ég var dreng- ur, gætti ég, fyrst og fremst, skyldu minn- ar. Ég gerði það, sem mér bar að gera, þó að til okkar kæmu skemmtilegir gestir. Já, ég fór meira að segja í skólann daginn eftir ferminguna, þó að allir aðrir tækju sér frí í tilefni hennar. Þórður tautaði eitthvað, sem faðir hans heyrði ekki, til allrar hamingju. Auðvitað var pabbi ágætur, en alltaf var hann að skella því á mann, hvað hann hefði verið góður drengur. — Hann hafði verið hrein- asta fyrirmynd og alltaf fengið ágætis- einkun. Það þýddi ekkert að reyna að komast eins langt og pabbi hafði komizt. Hann reyndi eins og hann gat að minn- ast ekki á komu Jörundar frænda. Það leið samt ekki á löngu, áður en hann varð að spyrja einhvers viðvíkjandi þessum mikla viðburði. Og þá varð pabbi reiður, og þannig hélt það áfram síðustu dagana fyrir komu Jörundar frænda.----------- Loksins kom æfintýramaðurinn. Hann kom í bíl upp að húsinu, stökk út úr hon- um með tvær töskur og gekk inn í húsið. — Þú mátt ekki kvelja hann með eilíf- um spurningum, sagði faðir Þórðar. — Þegar ég var drengur, spurðum við aldrei. Við svöruðum aðeins, þegar við vorum spurðir. Þórður kinkaði ólundarlega kolli. — Skömmu síðar sat Jörundur frændi inni í stofu. Hann var líkur pabba, en grann- vaxnari og sólbrenndari. Hann hafði einnig broshrukkur í kringum augun, en þær hafði pabbi ekki. — Jæja, þá er maður nú kominn heim aftur, sagði hann og rétti úr fótunum. — Ég þakka þér fyrir, bróðir, að þú skulir ætla að hýsa mig, þangað til að ég hefi komið mér almennilega fyrir. Já, ég hefi farið víða. Nú langar mig til að halda kyrru fyrir. Að minnsta kosti um stund- arsakir. Og þarna er sonur þinn. — Sæll, Þórður minn. Hann tók svo fast í hendina á Þórði, að það brast í henni. Þórður sá strax, að Jörundur frændi var sniðugur maður. Þegar þau höfðu lokið miðdegisverði, opnaði Jörundur frændi aðra töskuna sína. — Hér skuluð þið sjá dálítið, sem ég keypti, þegar ég var á Borneo síðast, sagði hann. — Það var erfitt að tala við Dajak- arna. En það heppnaðist. Ég komst að minnsta kosti lífs af. Jörundur frændi tók ýmsa hluti upp úr töskunni. Hann skýrði þýðingu hvers hlut- ar fyrir fjölskyldunni, sem hlustaði á hann full eftirtektar. Þarna voru vopn, eldhúsáhöld, dýrlingamyndir og fleira, og fleira. Að lokum tók hann upp lítinn, út- skorinn staf, sem var tæpir 30 cm. á lengd. — Þennan staf kölluðu Dajakarnir ,,Töfrá-stafinn“, sagði æfintýramaðurinn. — Þeir trúðu því, að ef einhver sæti á honum, yrði hann að segja sannleikann, að mninsta kosti, fyrstu tíu mínúturnar, er stafurinn lægi undir honum. Ég hefi aldrei reynt þetta, en það getur verið, að það sé satt. Jörundur frændi lagði stafinn aftur í töskuna, þegar fjölskyldan hafði skoðað hann, og brosti lymskulega. — Þá er það ekki meira, sagði hann. — Og nú getur Þórður gert mér þann greiða að fara með töskurnar mínar upp í herbergið mitt. Þórður hljóp til og greip töskurnar. — Halló, bíddu, ungi maður, hélt frændi áfram. — Þú getur opnað hina töskuna og komið með flöskuna, sem liggur efst í henni, hingað niður. Þórður þaut af stað og kom eftir dá- litla stund með stóra flösku. — Þetta er gott, sagði Jörundur frændi. — Ósvikið Jamaica-romm. Og nú skulum við, bræðurnir, fá okkur dropa og rifja upp gamlar endurminningar. — Hö-hm, sagði faðir Þórðar hæglát- lega. — Ég drekk aldrei áfenga drykki. — Hvaða vitleysa, sagði æfintýramað- urinn hlæjandi. — Við höfum ekki sézt í tuttugu ár, svo að við verðum að skemmta okkur dálítið. Skrifstofustjórinn mótmælti eindregið, en það var ekkert hér, sem hét elsku mamma. Stuttu síðar sátu bræðurnir inni í stofu með glösin fyrir framan sig. Þá var það, sem Þórði datt snjallræðið í hug. Hann gat ekki gleymt töfrastafin- um. En hvað það væri gaman að vita, hvort Dajakarnir hefðu á réttu að standa! Hann þaut aftur upp í svefnherbergi frænda síns, náði í stafinn, stakk honum undir blússuna sína og læddist niður. — Pabbi og frændi sátu í stórum, djúpum hægindastólum. Þeir voru niðursokknir í samræður sínar og dreyptu öðru hvoru á víninu. Pabbi sat í stólnum, sem sneri baki að dyrunum á milli stofanna. Þórður læddist eins gætilega og hann gat að hurðinni, opnaði hana lítið eitt, teygði hendina inn og kom töfra-stafinum á milli fjaðranna á stóli föður síns. Hann hélt niðri í sér andanum af tómum spenn- ingi. Þórður faldi sig á bak við hurðina. Hann leit á Borgundarhólms-klukkuna í borðstofunni. Hún var fimm mínútur yfir fimm. Skyldi nokkuð komast upp? Hann heyrði hvert einasta orð, sem sagt var inni í stofunni. Fyrst hafði frændi orðið. — Manstu, sagði hann, — hvað við vor- um miklir prakkarar? — Já, sagði pabbi Þórðar glaðlegar, en Þórður hafði nokkurn tíma heyrt áður. — Við þóttum verstu strákar bæjarins. — Það vorum við áreiðanlega, sagði æfintýramaðurinn hlæjandi. — En þú varst verri. Ég fer enn að hlæja, þegar mér dettur í hug, er þú skauzt í eyrað á yfirkennaranum með teygjubandi. — Það var nú ekkert, sagði skrifstofu- stjórinn og hló dátt. — Verra var, þegar ég setti kláðaduftið niður á bakið á kennslukonunni. — Það var ágætt, svaraði Jörundur frændi. — Þá fengum við aukafrí. — En þegar við strukum úr skólanum, hélt faðir Þórðar áfram, — og fórum út á sjó á litla bátnum. Þá var nú nærri farið illa fyrir okkur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.