Vikan


Vikan - 06.07.1939, Síða 16

Vikan - 06.07.1939, Síða 16
16 VIKAN Nr. 27, 1939 herbergjum í veitingahúsinu í Rue de la Huchette, hafði hún séð fólk af öllum þjóðflokkum, og hið eina, sem hún undrað- ist í Döme var Anamesi einn, sem var óvenjulega frammynntur. Næsta morgun koma þau til Basel. Allir vakna. Þau skiptast á kurteisleg- um orðum við samferðafólkið. Nú nálgast svissnesku fjöllin, en úti er rigning og þoka. Hinir snævi þöktu tindar, sem einu sinni sögðu lítilli stúlku, sem sat í hnipri, æfintýri sín um einveru og hátign, sjást ekki. Seinni hluta dagsins koma þau til Buchs, og á stöðinni, þar sem litla álfa- mærin gekk einu sinni fram hjá þremur krökkum, sem héldu á mjólkurkönnum sínum, fara Anna og faðir hennar alls ekki út. Lestirnar fara hraðar nú en þá. Þá voru þau tvo daga á leiðinni, nú eru þau aðeins hálfan annan dag. Þau koma að ungversku landamærunum um kvöld. Föður og dótt- ur langar til að gráta, en landamæraverð- irnir koma inn og biðja um vegabréfin. Því næst koma tollverðirnir og skipa þeim að opna töskurnar. Ef þessi tvö, sem koma heim úr útlegðinni, langaði til að kyssa hina helgu jörð föðurlandsins um leið og þau færu yfir landamærin, gætu þau það ekki, því að enginn má út úr lestinni fara, fyrr en rannsókninni er lokið. Ef Liiv væri hér, mundi hann áreiðanlega fræða þau um, hvaða hlutverk landamæri hefðu fyrir fjárhagslegt og pólitískt líf landanna. Síðan mundi hann brosa og segja, að póli- tíkin hefði afnumið hin eldgömlu réttindi manna til að vera viðkvæmir. 22. KAPÍTULI. I Budapest setjast þau að í Bethlengötu, vegna þess að þau eru kunnugust í þeim hluta bæjarins. Þau leggja af stað til þess að leita að gömlum kunningjum — eru fjórtán ár svo langur tími? En frú Kopp- ány er hin eina, sem þau finna í gamla húsinu við Nefelejtgötu. Grannvaxna kon- an er ekkert orðin nema skinn og bein. Hún er sjóndöpur, minnislaus, og hún er lengi að átta sig á því, hverjir gestir henn- ar eru. Síðan æpir hún upp yfir sig, glöð og hrifin. Hún trúir því ekki, að Anna sé Anna, síðan gleymir hún þeim aftur, verð- ur hugsi og fer að tauta langa sögu um dularfullan órétt, sem hún hefir orðið fyr- ir. Barabás horfir skelfdur á hana. Konan er varla eldri en hann — getur það verið ? Á hann eftir að verða jafn sljór og þessi kona ? Hann gefur Önnu merki, og hún stend- ur glaðlega upp. Konan horfir öðru hvoru tortryggnislega á klæðnað og hreyfingar Önnu. Faðir og dóttir flýta sér niður stig- ana í gamla húsinu, sem þau hafa að kalla gleymt, og þau vita, að þangað koma þau aldrei framar. Síðan hefst atvinnuleitin, sem fer yfir- leitt alls staðar eins fram í öllum heim- inum. Anna hefir ágæt meðmæli frá ma- dame Lucienne. I veski Barabásar liggja svipuð skjöl frá verkstæðunum, sem hann hefir unnið á. Þau hafa ekki heppnina með sér. Á hverjum degi leggja þau af stað í atvinnu- leit, þreyttari og þreyttari, en þau dylja hvort fyrir öðru svartsýnina, sem stöðugt eykst. I lok annarrar vikunnar fær Anna atvinnu. — Það er nú ekki eins og við bjugg- umst við, segir hún við föður sinn. — Kannske ég hefði ekki átt að taka hana. Ég hefði átt að bíða eftir betri vinnu. En ég get nú skipt seinna . . . Barabás kinkar kolli. Þar sem þau eru svo mikið saman og ein, verða þau eins greinilega vör við hugsanir hvors annars og þeim væri lýst með orðum. Barabás veit, að Anna hefir tekið þessa vinnu, vegna þess að hún kærir sig ekkert um, að hann missi kjarkinn. Nú gæti hann sagt við sjálfan sig: — Nú er Önnu borgið, næst kemur röðin að mér. Og hann gæti skrifað til Parísar: Anna hefir fengið atvinnu. Ég fæ líka áreiðanlega eitthvað að gera. — Hún er góð stúlka, hugsar Barabás, og Anna segir við sjálfa sig: — Ég er ekkert góð, en einhversstaðar verður mað- ur að byrja. Það hvetur mig, fái ég fót- festu. Ef það er líka uppörvandi fyrir aðra, er það því betra. Anna hafði áreiðanlega búizt við, að meðmæli hennar frá París og staða henn- ar sem contre-maitresse ykju álit á henni. Hér segir það forstöðukona, — það er kyn- legt, að Anna skuli aldrei hafa heyrt þetta orð í París, — og umsækjandinn verður að geta bent á marga kunningja og per- sónulega viðskiptavini. Staða Önnu í nýju atvinnunni er dálítið stopul. Hún á að sníða, en hún á líka að sauma. Hún hefir engan sérstakan titil, en það er oft talað um sníðarann frá París. Verksvið hennar er mikið, en hún fær engu að ráða. Laun hennar eru tiltölulega lág. Hún hugsar oft um Giinther, sem gagn- rýndi reglu- og skipulagsleysið í París. Nú saknar Anna agans í verzlununum í París. Hér er aginn lymskulegur. Andrúmsloftið er þvingað. Allir vinna vinnu sína, mis- munandi vel, — en þeir taka það ekki sem sjálfsagðan hlut, og þeir eru hreyknir af því, sem þeir gera. — Sérhver maður hér er einstaklingur út af fyrir sig, segir hún við föður sinn. — Ef eitthvað verður að gera, er ekki nóg að segja: Þetta verðum við að gera. Það verður að fara með sérhvern mann á sér- stakan hátt, tala við hann. I París eru ungu stúlkurnar kven-verkamenn, hér eru þær öllu heldur listamenn. Forstöðukonan er hátt yfir okkur hafin, og það er óhugs- anlegt, að nokkur ber ji að dyrum hjá henni eins og ég gerði hjá madame Lucienne. — Lýðræðið, tautar Barabás og hugsar til samræðanna í París á kvöldin. Hann er í slæmu skapi, því að hann hefir ekkert að gera enn. Ef hann væri aðeins kominn eins langt og Anna. Hann kærði sig ekk- ert um, að skipulagið væri öðruvísi, ekki heldur, að það væri verra. Anna venst þessu líka með tímanum. Anna gerir sitt bezta. Hún kemst að nokkru kynlegu. 1 Frakklandi var hún fyrirlitin til að byrja með, það var litið niður á hana, því að hún var útlendingur, en það var ávallt borin virðing fyrir stöðu hennar. Hér heima er hún alls ekki fyrir- litin, þvert á móti. Hún nýtur ákveðins, persónulegs álits vegna þess, að hún hefir verið í París. En þjóðfélagslegri stöðu hennar er engin virðing sýnd. I París var hún frá byrjun mademoiselle Anna, bæði gagnvart forstöðukonunni og viðskipta- vinunum. Hér er sagt: Sko, stúlka mín. Anna er ekkert móðguð, henni finnst þetta aðeins hlægilegt. Hún borðar morgunverð í litlu veitinga- húsi, rétt hjá verzluninni. Það er ekki ómaksins vert að hlaupa heim í Bethel- götu innan úr bænum, sérstaklega ekki, þar sem Barabás borðar þar, sem hann er af tilviljun staddur í það og það skiptið. I matmálstímanum les Anna blöðin, þegar hún er ein. Hinar stúlkurnar hafa mat með sér, og þær, sem búa rétt hjá verzluninni, fara heim. Þannig vill það til einn daginn, þegar hún hefir lokið af súpudiskinum og er að bíða eftir steikinni, að hún rekur augun í nafn Istváns í blöðunum. Hún finnur rétt snöggvast til ótta. Hvað hefir hann nú gert af sér? Síðan les hún grein- ina og verður því meira undrandi, því lengra, sem hún kemst. István hefir ekkert gert af sér. Það er aðeins viðtal við hann. István er fram- kvæmdarstjóri, það er að segja, hann er að láta útbúa kvikmynd, ungverska kvik- mynd, og nú talar hann um myndina af hrifningu í blöðunum. Hann lofsyngur hljómsveitina, leikstjórann og sérstaklega leikarana. Af því veit Anna, að István Weigand er sá sami og István Önnu. — Ég skal sýna, að ungverskar kvik- myndir geta keppt við hvaða kvikmyndir sem vera skal í heiminum, segir István. Anna les greinina aftur. Síðan borðar hún annars hugar, og gengur út úr veit- ingahúsinu í þungum þönkum. Hún nem- ur skyndilega staðar fyrir framan talsíma. Hinn mikli framkvæmdarstjóri hlýtur að hafa síma. Anna flettir upp í símaskránni. En hvað það er kynlegt, að hún skuli vera kunnugri símaskrá Parísar . . . Hér stend- ur: István Weygand, Niirnbergargötu. Að einni mínútu liðinni veit hún, að það er sá rétti István. — Halló! segir István. Það er áreiðan- lega hann. Anna fær hjartslátt. — Halló, — það er Anna . . . Anna Barabás frá París. — Hver ? Röddin er fyrst kæruleysisleg, en verður síðan fagnandi. — Það var gaman! Ágætt! Hvenær komstu? — Fyrir tveim mánuðum . . . — Og þú lætur mig fyrst nú vita af þér! Þvílík móðgun! — Ég vissi fyrst núna . . . af tómri til- viljun . . . Anna fer að segja frá, en Ist- ván grípur fram í fyrir henni.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.