Vikan - 06.07.1939, Síða 19
Nr. 27, 1939
VIKAN
19
STUNDVISI. -
BARNASAGA.
TP\óra litla hljóp upp tröppurnar heima
hjá sér og hringdi dyrabjöllunni. —
Mamma hennar lauk upp.
— Dóra, sagði hún ásakandi. — Enn
einu sinni kemur þú of seint. Pabbi þinn
er bálreiður, — og við erum byrjuð að
borða.
— Ó, fyrirgefðu, mamma, sagði Dóra.
— Ég fylgdi Grétu svolítið á leið. Ég vissi
ekkert, hvað tímanum leið.
— Jæja, seztu að borðinu, sagði mamma
hennar. — Ég verð að hita upp matinn
fyrir þig.
Dóra lagði frá sér skólatöskuna og fór
úr kápunni. Síðan fór hún inn í borðstof-
una, þar sem faðir hennar sat.
— Góðan dag, pabbi, sagði hún lágt.
— Fyrirgefðu, hvað ég kem seint.
Bjarnar fulltrúi horfði reiðilega á hana.
— Þú kemur of seint á hverjum ein-
asta degi, Dóra, sagði hann reiðilega. —
Ég vil ekki hafa þessa óstundvísi. Varstu
látin sitja eftir?
— Nei, ég fylgdi vinkonu minni og
gleymdi--------Dóra roðnaði.
— Og gleymdi matmálstímanum, hróp-
aði faðir hennar. — Það er fallegt! Móðir
þín hefir orðið að bíða með matinn og
verður nú að hita hann upp aftur, vegna
þess að þú ert að slæpast úti í stað þess
að koma beina leið heim. Þú mátt skamm-
ast þín!
Dóra leit niður fyrir sig.
— En nú ætla ég að segja þér eitt, hélt
pabbi hennar áfram, — komi þetta fyrir
einu sinni enn að ástæðulausu, ferðu ekki
eitt einasta fet í skólaferðina, sem þú hefir
hlakkað svo til að fara í. Skilur þú mig?
— Já, pabbi, tautaði Dóra. — Ég skal
gæta mín.
— Gerðu það þá, sagði' faðir hennar.
Annars kemur það sjálfri þér í koll.
Dóra gætti sín nú eins vel og hún gat.
Hún flýtti sér alltaf beint heim úr skól-
anum. Ef hún fengi nú ekki að fara í
skólaferðina, sem allir hlökkuðu svo til að
fara í. Nei, það mátti aldrei verða! Og í
rauninni sá hún, að pabbi hennar hafði á
réttu að standa. Það var það minnsta, sem
hann gat af henni krafizt, að hún væri
stundvís í matinn. Hann var alltaf svo
stundvís sjálfur. Þess vegna hafði komið
til tals, að hann yrði skrifstofustjóri í
firmanu, sem hann vann í. En það var
samt ekki áreiðanlegt. Sumir héldu, að
einhver forstjóri fyrir einu útibúi fyrir-
tækisins fengi stöðuna.
Dag einn var Dóra að flýta sér heim.
Hún hafði verið svo oheppin, að skoreim-
in hennar slitnaði, þegar hún var að fara
út úr skólanum. Þess vegna varð hún
seinni fyrir en venjulega, en til allrar ham-
ingju ekki seinni en það, að hún gat kom-
ið heim á réttum tíma, ef hún flýtti sér.
Það var ákaflega hvasst.
— Þvílík heppni, að vindurinn skuli
vera á eftir mér, hugsaði Dóra.
Á undan henni gekk roskinn maður. Um
leið og Dóra gekk fram hjá honum, fauk
•— Ég þakka þér fyrir, stúlka mín, sagði hann
vingjarnlega. -— Þetta var fallega gert.
hatturinn skyndilega af honum og valt og
valt.
— Ég má alls ekki vera að því að elta
hann, hugsaði Dóra. — Ef ég kem of seint
heim, fæ ég ekki að fara í skólaferðina.
Hatturinn valt enn og valt.
Nei, aumingja gamli maðurinn, hugsaði
Dóra. — Ég hlýt að hafa það af.
Hún hljóp eins og fætur toguðu eftir
götunni, beygði sig, tók hattinn upp, dust-
aði af honum og rétti manninum hann.
— Ég þakka þér fyrir, stúlka mín, sagði
hann vingjarnlega. — Þetta var fallega
gert. En heyrðu, ertu kunnug hér.
— Já, svaraði Dóra og var óþolinmóð
að komast leiðar sinnar.
— Jæja, það er ágætt, sagði gamli mað-
urinn. Þá veiztu, hvar Lundagata er. Ég
sé svo illa götunöfnin.
— Já, sjálfsagt, svaraði Dóra kurteis-
lega. En hún hugsaði: — Þá kem ég of
seint heim, og ekkert verður úr skólaferð-
inni.
Hún varð að ganga hægt og rólega. En
loksins komu þau inn í götuna, og Dóra
rauk af stað um leið og hún sagði:
— Hér er hún. Verið þér sælir.
Pabbi og mamma voru sezt að snæðingi,
þegar hún kom inn. Bjarnar leit grimmi-
lega á hana.
— Ég get ekkert gert að því, þó að ég
komi svo seint, stamaði Dóra . . . Ég
þurfti að fylgja gömlum manni.
— Einmitt, muldraði fulltrúinn. —
Þurftir þú að vera svo lengi að því?
— Nei, en fyrst slitnaði skóreimin mín,
og maðurinn missti hattinn.
í sama bili var dyrabjöllunni hringt.
-— Farðu til dyra, skipaði faðir hennar.
Dóra fór fram. Gamli maðurinn, sem hún
hafði hjálpað, stóð fyrir utan.
— Nei, en þetta er verndarengillinn
minn, sagði hann undrandi. — Átt þú
heima hér?
— Já, svaraði Dóra.
— Ertu kannske dóttir Bjarnars full-
trúa?
Dóra kinkaði kolli.
— Einmitt það, einmitt það. Er pabbi
þinn heima?
— Já, gjörið þér svo vel, sagði Dóra
og leiddi manninn inn í borðstofuna. Pabbi
hennar spratt upp um leið og hann sá
gamla manninn.
— Herra framkvæmdarstjóri, sagði
hann undrandi. — Hverju á ég að þakka
heimsókn yðar? Má ekki bjóða yður sæti?
— Takk, sagði gamli maðurinn og sett-
ist. Þegar hann var seztur, hélt hann
áf ram:
— Þér vitið, að skrifstofustjórastaðan
er laus? Ég hefi verið í miklum efa um,
hverjum ég ætti að veita hana — yður
eða Hólm. Þess vegna hefi ég heimsótt
ykkur báða í dag og hefi nú tekið ákvörð-
un. Maður, sem á eins kurteisa dóttur og
þér, verður heldur tekinn.
— En, en . . . stamaði faðir Dóru.
— Já, sagði gamli maðurinn, — dóttur
yðar lá mikið á heim, en samt gaf liún sér
tíma til að elta hattinn minn og fylgja
mér. Ég öfunda yður af dóttur yðar, herra
skrifstofustjóri.
— Ég þakka yður kærlega fyrir, stam-
aði Bjarnar. En þegar framkvæmdarstjór-
inn var farinn, tók hann dóttur sína upp
og sveiflaði henni í kringum sig.
— I dag hafðir þú ástæðu til þess að
koma of seint heim, góða mín, sagði hann
ánægjulega. — Þú átt sannarlega skilið
að fara í skólaferðina.
Bjössi litli: Mamma, strákurinn þarna
sagði, að ég væri dóni. Má ég spýta á hann,
mamma mín. *
— Hvað ætli klukkan sé?
— Ja — svona eitthvað á milli 3 og 5,
svo að ég sé nákvæmur.
Anna gamla: Getur maðurinn sagt mér,
hvort sama er, hvern strætisvagninn ég
tek vestur á Elliheimili.
Björn: Já, mér er nákvæmlega sama.
i