Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 7
Nr. 33, 1329 V IK A N 7 . Það vantar ekki viðskiptin á snyrtistofuna Það er gert gys að því, hvað konur eyða miklum tíma í að snyrta sig á kvöldin áður en þær fara út. En á daginn er öðru máli að gegna. Að minnsta kosti er alltaf nóg að gera á snyrtistofunni, sem er nýtekin til starfa í New York. Ungu stúlkurnar, sem vinna allan daginn og hafa nauman tíma, koma þangað í matarhléinu eða eftir skrifstofutíma til þess að láta laga sig til. Það er gengið beint af götunni inn í stofuna, setzt við borð og þar eru svo borin á mann allskonar spayrsl og duft, lagaðar neglur og augnabrýr og varir málaðar fljótt og vel. Fegurðarkröfur kvenna halda uppi miklum iðnaði hvarvetna í veröldinni. Eingöngu í Ameríku vinna 500.000 manns að þessum störfum, aðallega konur. 85% af amerískum konum telja varalitun lífsnauðsyn og eyða 100 milljónum króna árlega í varalit. Andlitsduft er keypt fyrir 300 milljónir króna, og smyrsli fyrir 400 milljónir. :

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.