Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 13

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 13
Nr. 39, 1939 VIKAN 13 Frú Vamban iðkar heimaleikfimi. Jómfrú Pipran: Ef yður langar til að grrennast, frú Vamban, ættuð þér að reyna að gera leikfimi eftir grammofóninum. Frú Vamban: Ég hefi nú aldrei botnað neitt í því. Binni: Flýttu þér! Á stað með fóninn. Komdu inn í skápinn. Við skulum segja henni til. Pinni: Ég er viss um, að mömmu finnst ágætt að fara í heljarstökk. Hún verður einhver íþróttahetjan. Grammófónninn: Hælana saman. Armana fram og beygja sig niður í gólf. Frú Vamban: Gólf? Það munar ekki um það! Binni (hvislar): Stöðvaðu fóninn, nú tökum við við. Pinni: Á bakið og upp með fætuma. Hærra — hærra og hvílið á herðunum. Frú Vamban: Aldrei hefi ég nú vitað annað eins. Kalli (hvíslar): Mér heyrist þetta vera Pinni. Pinni (skipar fyrir): Hægri hendina á gólfið! Upp með þá vinstri! Upp með vinstri fót — hátt — gerir ekkert með ljósakrónuna. Frú Vamban: Ég er nú bara að gefast upp. Pinni: Á magann. Andlitið að gólfinu. Lyftið höndunum. Nefið í gólfið. Frú Vamban: Eru það nú æfingar! Kalli: Uss, Milla. Nú tek ég við. Pinni: Nei — aftur á bak. Frú Vamban: Ég get ekki hvort tveggja. Kalli: Að skápnum og opna hann. Frú Vamban: Eruð það þið? Sagði ég ekki, að þetta væri allt gabb. Kalli: Svona — einn, tveir. Berjið. Frú Vamban: Hvað er þetta? Þetta er nú óþarfi. Milla: Þetta er ágæt æfing, frú Vamban.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.