Vikan


Vikan - 28.09.1939, Qupperneq 15

Vikan - 28.09.1939, Qupperneq 15
Nr. 39, 1939 VIKAN Flýt þér, drekk út rí ústaf Óskarsson var jarðsunginn í gær. Hann varð fyrir bíl í síðastliðinni viku og var fluttur á Landakotsspítalann. Dag- inn eftir dó hann. Við lögreglurannsóknina kom það í ljós, að hann hafði verið útúr- fullur og slangrað fyrir bílinn á öfugum kanti. Bílstjórinn fékk enga sekt, ekki svo mikið sem áminningu. Gústaf féll sem sé óbættur. — Það var landhreinsun að hon- um, sagði fólk. Allir þekktu hann. Hann var alræmdur. — Við vorum ekki margir, sem fylgd- um Gústaf til grafar, nokkrir fátækir, at- vinnulitlir strákar, fæstir gæddir trúnni á annað líf. Það var bágborin líkfylgd. En hann hafði verið eins konar foringi okkar hér fyrr meir, leiðtogi í daganna þraut, ef svo mætti segja. Það var ekki fyrr en í hitteðfyrra, sem hann byrjaði að drekka. Við sökktum kistu hans þöglir niður í moldardjúpin og bundumst fastmælum um að samansafnast við leiði hans einu sinni á ári og flytja þar ljóð okkar og sögur. Við höfðum ekki gleymt þeirri tíð, er hann töfraði okkur með hugmyndaauðlegð sinni og andríki. Við dáðumst að óstýrilæti ástríðna hans. Enginn okkar gat fullkom- lega fylgt honum eftir, hvort sem um var að ræða sorg eða gleði. Hann hafði þann hæfileika eða kannske öllu heldur þann veikleika að gefa sig óskiptan á vald til- finninga sinna, hversu fjarstæðar, sem þær kunnu að vera. Á alþýðuskólanum kynntist hann Eyju og þar með voru örlög hans ráðin. Ég vakti með honum tvær næt- ur hennar vegna, hina fyrri til þess að taka þátt í takmarkalausri hamingju hans yfir fyrsta kossinum, sem hún gaf honum, og hina seinni til þess að afstýra því, að hann grandaði sjálfum sér eftir að skólabróðir okkar, Friðjón úr Dölum, hafði tekið stúlk- una frá honum. Þetta gerðist með mánað- armillibili. Um vorið, þegar nemendurnir skildu, hvarf Eyja vestur í Dali með Friðjóni. Gústaf ók á mótorhjóli til Reykjavíkur og fékk tvær sektir fyrir yfirkeyrslur og óleyfilegan hraða. Hann hafði sem sé ekið yfir tvær kindur og einn hund á leiðinni. Ég aftur á móti fór norður í land, þar sem ég hafði fengið atvinnu. Síðan eru liðin tvö ár, og ég hefi lítið umgengizt Gústaf frá þeim degi. Við hitt- umst aðeins endrum og eins, þegar ég kom til bæjarins. Hann vissi, hvar ég var vanur að búa, og þangað heimsótti hann mig, þegar hann hafði hugmynd um, að ég væri á ferðinni. Þá sagði hann mér hrjúf æfin- týri úr einkalífi sínu, og venjulega var hann fullur. Allt tal hans var blendingur af bölsýni og kæruleysi, þó að það væri honum ekki eiginlegt eða meðfætt. Upphaf- lega var hann hvorki bölsýnn né kærulaus, en heilbrigði hans var eyðilögð og hann kvaðst raunar ekkert hafa út á lífið að setja annað en það, hvað það væri þaul- sætið í skrokknum á sér. Uppáhaldsorðtak hans var: „Flýt þér, drekk út“ — Hann dó daginn áður en ég kom síðast til bæjarins, en þegar ég gekk inn í her- bergið mitt, þá lá þar fyrir mér þunnur böggull, sem reyndist að innihalda dag- bók hans. Hún náði aðeins yfir tvo mán- uði úr æfi hans, tvo þá síðustu, og var skrifuð með feitum blýanti. Ekkert bréf fylgdi. Það var ekki einu sinni höndin hans á utanáskrift pakkans, það var kvenhönd, rithönd hjúkrunarkonu frá Landakoti. Stafagerðin bar á sér útlendingssvip og fól í sér uppfyllingu á síðustu bæn deyjandi afglappa, sem allir þekktu, allir spýttu á eftir, utan hinir tíu, sem grófu hann. — Þarna hefir þú þá þína grafskrift, Gústaf minn, hún yrði varla betri, þó að ég færi að semja hana sjálfur, hugsaði ég og byrjaði að hreinskrifa það, sem stóð á hinum velktu síðum vasabókarinnar. 1. jan. Allir kannast við, hvað morg- unmyrkrið er svart og kalt í kringum ára- mótin. Það er fullt af stynjandi svefni og drungalegum þyt fjarlægra eða nálægra hríðarbylja. Draumar, sem snúast um skemmtigöngur og kvenfólk og sumarsól, sem skín inn í drauminn og skín á bláa og endalausa þjóðvegina, sem gott er að ganga um, þarna leysast þeir upp. Þannig er maður snuðaður um allt og svikinn í hendur virkileikans, sem glymur af kátu orgi vekjaraklukku vinnukonunnar bak við næsta þil. Síðan fellur áramótamyrkrið saman yfir höfði sálarinnar eins og svart krapavatn, svo að henni liggur við drukkn- un. Það er eins og maður sökkvi — sökkvi og upp í gegnum dýpið eygir maður enn um stund, með svefndrukknum augum hið óraunverulega — drauminn, sem maður hefir misst hinstu tökin á. Svo kviknar örlítill neisti af hugsun á skari skynsem- innar. Það er meðvitundin — kvalari mannkynsins, og spyr: — Hvað gerðist í gær? Guð almáttugur, var ég fullur eins og skepna? Auðvitað, hvað annað ætti að hafa gerzt? Þrátt fyrir það strengjast minnisfrumurnar til hins ýtrasta, svo að ennishúðin hleypur í hnikla. Höfuðverkur- inn magnast við áreynsluna, og ég gefst upp við að muna nokkuð. Augun lykjast aftur á ný, og ég blunda, en hrekk upp aftur við mínar eigin hrotur. Ég rís upp við dogg og kveiki á borðlampanum. Her- bergið fyllist daufri birtu, því að peran er vafin rauðu bréfi frá því í gærkvöldi. Tóbakseitruð vetrarfluga skjögrar yfir borðplötuna og reynir að hef ja sig til flugs, en veltur á bakið og hreifir fæturna eins og hún sé að prjóna. Ég horfi í sljófri at- hugun á veslings dýrið, án meðaumkunar. Hugsanirnar sofa enn einhvers staðar dýpst inn í efninu og meðal þeirra ein, sem felur í sér spurninguna: — Hvað gerðist í gær? — Símon Pétur, gæt þú sauða minna, sagði Jesús. Því fékk hann ekki fjár- gleggri mann til þeirra hluta? Eða er ég fæddur af hinni svörtu hjörð, sem á sér engan hirði? Flugan er hætt að prjóna. Hún hefir krosslagt fæturna á kviðnum, lagt sjálfa sig til. Hún er dáin. Svo líður enn viðburðalaus stund af morgninum, nema hvað rödd vinnukon- unnar frammi í eldhúsinu raular fábreyti- legt lagbrot um heiðbláu f jóluna fríðu. Hún raular það upp aftur og aftur eins og það sé eina lagið í heiminum, eina huggunin hennar í armæðu lífsins. Það er auðheyrt á raddblænum, að hún hefir ekki enn unnið bug á næturdrunganum í sál sinni og ömur- leikanum í eldhúsinu, þar sem allt lyktar af köldum matarleifum frá því í gær. Hún heitir Eyrún og er kölluð Eyja. Hún er búin að vera hér í hálfan mánuð, og það er undarlegt, að hún skuli vera hér, því að fyrir tveim árum var hún trúlofuð Frið- jóni úr Dölum. Hann tók hana frá mér um það leytið, sem ég hætti að sjá sólina fyrir henni. Kannske hefir honum gengið gott til. Kannske hefir hann viljað koma í veg fyrir, að ég fölnaði upp í of mikilli for- sælu. Þegar kaffið er heitt, kemur Eyja. Hún fer enn hjá sér, þegar ég lít á hana og setur bakkann þegjandi á borðið eins og kostgangararnir eiga heimtingu á, að vinnukonurnar geri. — Heyrðu, segi ég og stöðva hana um leið og hún ætlar að fara. — Staldraðu ögn við, Eyja, þú skalt ekki vera hrædd um, að þú orsakir sólmyrkva lengur. — Hvað meinarðu, Gústaf? spyr hún og nemur hikandi staðar. — Ekkert, en ég er veikur, lýg ég. — Ég hefi tóbakseitrun eins og fluga. Mig dreymdi líka hásumar og sólskin. Það kvað vera fyrir dauða. — Jæja, segir hún, — þú ættir að reykja og drekka minna en þú gerir, Gústaf. Þú eyðileggur heilsu þína, eins og þú lifir. — Því fyrr, því betra. Þetta er bara allt- of seinvirk aðferð til þess að ná því marki. Ef ekki hefði verið gripið fram fyrir hend- urnar á mér hérna um árið, þú manst, þá væri þetta löngu afstaðið. Nú er ég of Smásaga eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.