Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 17
Nr. 39, 1939 VIKAN 17 5 mínútna saga: 7 Oboðinn gestur. Hann flýtti sér upp að húsinu, en forð- aðist gangstíginn. Hann kunni að hlaupa í myrkri, án þess að láta heyrast til sín. Hann skreið út undan runn- unura, flýtti sér yfir grasbalann og rann- sakaði gluggana. Það rumdi ánægjulega í honum, einn gluggi var opinn. Eins og köttur stökk hann aftur yfir grasbalann, tók vasaljós upp úr vasanum og gaf merki. Frá veginum kom svarið, samskonar Ijósmerki, og hann læddist aftur að húsinu. Hann lét góða stund líða áður en hann opnaði gluggann. Gluggatjöldin voru dregin þétt fyrir og hann faldi sig á bak við þau til að átta sig á umhverfinu. Það var niðamyrkur, nema kvað glætu lagði frá hálfkulnaðri glóð á arninum. En þá var allt í einu kveikt á öllum ljósum. Hár maður, samkvæmisklæddur, stóð hjá skrifborðinu. I birtunni frá skrifborðs- lampanum sá maðurinn á bak við tjaldið, að hann var rauðbirkinn, harðneskjulegur á svip og með stálgrá, kuldaleg augu. — Því ekki að koma inn? Röddin var róleg. — Ég hefi heyrt til yðar lengi. Maðurinn á bak við tjaldið varð hissa, en ekki nema í svip. — Upp með hendurn- ar! Hann þreif með annarri hendinni í vasann og með hinni svipti hann tjaldinu frá. Samkvæmisklæddi maðurinn brosti. — Þú lítur ekki út fyrir að vera svo mikill auli að bera á þér vopn, sagði hann. — Ef innbrotsþjófur er staðinn að verki L með vopn á sér, þá verður hegningin helm-1 ingi þyngri — það veistu eins vel og ég. í Hafðu engin brögð í tafli. f,, Óboðni gesturinn út við gluggann hló og ■ lyfti öxlum. — Þú ert kaldur, kalla ég, byrjaði hann, en hái maðurinn gekk fljótt að skrifborðinu og tók upp litla skamm- byssu. — Komdu hingað og seztu! Ég ætla að hringja á lögregluna. Gesturinn gekk einu skrefi nær. — Vilj- ið þér ekki athuga málið, lagsmaður. Ég var einmitt að hugsa------þér hafið ráð mitt alveg í hendi yðar —. — Seztu! Skammbyssukjafturinn hvik- aði ekki frá honum. — Athuga málið! Ósvífnir náungar af þinni gerð eiga hvergi heima nema í fangaklefunum. Hann leit til dyranna, en þaðan kom ung stúlka. Hún nam staðar og greip hendi til höfuðsins, síðan kom hún hægt nær. Það var undrunarsvipur í stóru, dökku augun- um hennar. — Hver er þetta? — Það er bezt, að hann segi til þess sjálfur, sagði hávaxni maðurinn. — Út með það — hvað heitirðu? — Joe, herra. — Joe, hvað?------Viljið þér ekki segja það? Ég held, að lögreglan verði ekki lengi að hafa upp á því. Hann lítur út fyrir að hafa stundað atvinnuna í mörg ár. Joe sneri sér að stúlkunni. — Ég hefi ekkert gert, fröker — ekki skapaðan hlut í heilt ár. Þetta er ekki neitt vanastarf, það get eg svarið. Hún hleypti í brýrnar og beit á vörina. — Ég veit ekki, hvað þér eruð að tala um. — Hlustaðu ekki á hann, sagði hái mað- urinn höstugur, en Joe var ákveðinn í því að útskýra málavexti. — Vasaþjófnaður, það er mín grein. Finna ríka náunga og létta á þeim — ef maður gerði það ekki, yrði einhver annar til þess. Þetta er gangurinn í veröldinni, fröken. — Joe segir satt. Hún kinkaði kolli til mannsins með skammbyssuna. Það vott- aði fyrir brosi á andliti hennar. Hún virt- ist hafa jafnað sig eftir fyrsta hræðslu- kastið. — Ef þér eruð vasaþjófur —. — Ég hefi ekki snert á því í heilt ár, fröken. Ég hefi ekkert gert. Hann svipað- ist um og varð litið á peningaskáp í einu horninu. Það er langt síðan ég hefi hætt mér út í svonalagað. Ekki svo að skilja, að ég kynni ekki tökin á því — ég gat haldið á kúbeini — nei, fröken, hvernig vitið þér það? Logsuðulampa átti ég við. En ég hætti við allt svo leiðis lagað, þegar ég tók saman við kelli mína, blessaða. — Hvað ertu þá að gera hingað ? — Erfiðir tímar fyrir mig og mína líka. Atvinnuleysi og tveir króar. Það er svo sem — —. — Þetta er nóg af svo góðu, greip hinn maðurinn fram í. — Nú hringi ég á lög- regluna. — Augnablik, bað stúlkan, — mig lang- ar til að heyra, hvað hann hefir að segja. — Það er nú ekki merkilegt, fröken, hélt Joe áfram. — Þeir segja, að það sé ekkert í hættunni, nema að láta standa sig að því. Ég hefði haldið það. Ég las um það í blöðunum, að ungi herrann ætlaði að gefa frökeninni dýrindis perluhálsband í afmælisgjöf. Það mundi vera nóg handa konu og krökkum í marga mánuði. Ef ég hefði þekkt yður, áður en ég kom hingað, fröken, þá hefðuð þér ekki séð mig hérna. Blöðin sögðu, að þér ættuð afmæli á morg- um og--------. — Það er satt. Hún gekk nær. — Ég skal segja yður, mamma heldur ball í kvöld, og við Harry stálumst af ballinu til þess að líta á perlurnar í kvöld. Við verðum að flýta okkur aftur. Nú vitið þér, hvers vegna þér voruð svona óheppnir. Allt í einu sneri hún sér að háa manninum, tók um báðar hendur hans og sagði: — Símaðu ekki til lögreglunnar, Harry. — Ætlastu til, að ég gefi innbrotsþjófi upp sakir, sem ætlaði að stela perlu----. En hann hefir játað allt saman og sér eftir því. Hann á konu og börn —. — Hann er liðugur um málbeinið, sagði hinn hörkulega. — Þetta er lygaþvætting- ur. Hann horfði á hana ganga til Joe, opna tösku sína og rétta honum peningaseðil. — Viljið þér lofa mér dálitlu, sagði hún blíðlega, — ef við símum ekki í lögregl- una, viljið þér þá ekki aðhafast neitt Ijótt í eitt ár enn? Við Harry verður gift að þeim tíma liðnum og þá megið þér koma til mín aftur á afmælisdaginn minn og fá aðra smágjöf handa konunni. Joe tók ofan og bögglaði hattinn undir handarkrikanum. Hann sléttaði seðilinn, sem hún rétti honum. — Fimm pundari, fröken. Hann blístr- aði ánægjulega. — Uss, sagði hún, — þér vekjið þjón- ustufólkið. Svona nú — farið þér. Ég reiði mig á, að þér haldið loforð yðar. — Þakka yður fyrir, fröken, — takk. Joe stakk seðlinum í vasann. — Verði yður að góðu að eiga — þennan. Hann smaug út um gluggann með ónotaglotti til manns- ins. Strax og hann var farinn dró stúlkan tjöldin aftur fyrir gluggann, en maðurinn dró verkfæratösku undan borðinu. — Við verðum að hafa hraðan á, sagði hann. — Við höfum bara tvo klukkutíma til að bjástra við þennan bölvaðan skáp. Hann vann góða stund þegjandi. Þá sagði stúlkan. — Ég held, að ég hafi séð þennan Joe áður, en ég kem honum ekki fyrir mig. — Joe Gilmour, leynilögreglumaður frá Seotland Yard, heitir hann, sagði rödd á bak við gluggatjöldin. — Því miður varð ég að kríta liðugt áðan, svo aðstoðarmenn mínir fengju tíma til að umkringja húsið. Það rumdi ánægjulega í honum. — Og þakka yður fyrir, fröken — þakka yður fyrir fimm punda seðilinn, jafnvel þó að hann væri falskur. — Hvar verður maður var við þakk- læti? — I orðabókum til dæmis. * Það er of snemmt að gifta sig, þegar maður er ungur — og það er of seint, þeg- ar maður er gamall. Ef þú skilur ekki, hvers vegna konan þín er í vondu skapi, reyndu þá að hugsa þér, hverjum hún er gift.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.