Vikan


Vikan - 28.09.1939, Side 19

Vikan - 28.09.1939, Side 19
Nr. 39, 1939 VIK A N 19 Með myndun nýrrar stjórnar í Júgó- Lítill, pólskur útflytjandi, sem er á slafíu, þar sem sæti eiga nokkrir leið til Kanada með foreldrum sínum, kroatiskir ráðherrar, hefir hin lang- gengur á land í London af gufuskip- vinna barátta á milli Serba og Króata inu ,,Warszawa“ og heldur á kaffi- verið lögð niður. Myndin sýnir for- könnu í hendinni. ingja Króatanna, Dr. Matchek, þar sem hann vinnur hollustueiðinn. — Mynd frá Varsjá, höfuðborg Póllands, Fyrir varðmanninn, sem stendur vörð þar sem allir, jafnt ungir sem gamlir, fyrir utan Marlborough House i konur og karlar, hjálpast að því að London, bústað Mary ekkjudrottning- grafa skotgrafir. ar, hefir verið reistur klefi úr stáli, sem þolir sprengju og hann getur farið inn í, ef til loftárásar kemur. lægra. — Ég hafði ekki lesið tíu línur af sögu yðar, fyrr en ég þekkti aðalpersón- una . . . Stutt þögn, síðan sagði hann viðurkenn- andi: — Hún er vel skrifuð — hnitmiðuð .. . — Hér, sagði ég við konu mína, bætti hann við, — lestu þetta. Ég les annars aldrei það, sem hann skrifar. Mér finnst skrifstofumenn eigi að láta sér nægja að skrifa í sínar skrifstofubækur, en lestu þetta . .. Ég þekki manninn, sem hann lýsir . .. Ég spurði Hansen strax, hélt Petersen áfram, — hvort hann hefði lesið söguna. Hann sagði bara: Já. Ég spurði, hvort hann kannaðist við aðalpersónuna. Nei, sagði hann. Ha, ha, hann sagði bara: Nei. Honum hefir alls ekki dottið í hug, að það er við hann, sem er átt . .. Þess vegna segi ég: Þegar öllu er á botninn hvolft, þekkja ekki allir sjálfan sig, að minnsta kosti ekki svo vel, að þeir þekki sig, ef aðrir lýsa þeim ... FLÝT ÞÉR, DREKK ÚT------------- Framh. af bls. 16. líkneskju úr vaxi. — Friðjón, hugsaði ég. — Það er hann, en ekki ég, sem þú leitaðir eftir í gærkvöldi, eða varstu á flótta frá honum ? Þegar hún opnaði augun, starði hún fyrst á mig í spenntri eftirvæntingu, og augu hennar lýstu í hálfrökkrinu. Henni var bersýnilega ekki Ijóst, hvar hún var. Hvað ég hataði hana og þennan ljóma, sem annar maður hafði tendrað fyrir löngu. — Láttu þér ekki missýnast, þetta er Gústaf Óskarsson, sagði ég biturlega. Bjarminn slokknaði í svip hennar, hann varð grár eins og tjörn undir hrönnuðum himni. — Gústaf, Gústaf, ég vissi ekki, að þú varst svona góður, andvarpaði hún von- svikin og gróf andlitið í koddann til þess að leyna því, sem hún fann, að stóð þar letrað. Hún hélt svo áfram í sömu stell- ingum: — Gústaf, taktu mig, ef þú vilt, ég vissi ekki, að þú værir svona góður. — Ég er að minnsta kosti of góður til að vera notaður sem plástur á marin fingraför Friðjóns Dalamanns, slöngvaði ég framan í hana. Hún byrjaði að gráta, hljótt og hljóðlega, án þess þó að sleppa tökum á hálmstráinu sínu, hinni f jarstæðu von um endurreisn hamingjunnar: — Gústaf, við gætum orðið hvort öðru góð, og hjálpað hvort öðru.---- — Of seint, of seint. Tveim árum of seint, greip ég fram í fyrir henni. — Við skulum gleyma því, sem hðið er. Við erum svo ung og getum byrjað lífið að nýju, hélt hún áfram, með barnslegum þráa, gegnum grátinn. — Kjaftæði. Ég vissi, að hún laug, og ég vissi líka, að hún trúði ekki sjálf á það, sem hún sagði. Hún var aðeins á örvænt- ingarfullum flótta, undan sinni eigin tor- tímingu. Sömu örlögin biðu okkar beggja, munurinn var einungis sá, að ég flýði ekki, ég hélt til móts við það, sem ég vissi, að var óumflýjanlegt. — Eyja, sagði ég. — Þegar þú komst hingað í vetur, þá flögraði gegnum með- vitund mína reikul minning um sæludraum, sem mig dreymdi endur fyrir löngu, og rétt í svip greip mig sú hugsun, að enn gæti hann átt eftir að rætast. Nú veit ég annað, og héðan af munu slíkar hillingar ekki blekkja mig eða vekja mér bráðfeig- ar vonir. Það sama lærir þú, áður en lýkur. Við gætum að vísu bundizt heitum, en aldrei náð saman, aldrei til dauðans. Þú yrðir eins og ský á himnum, en ég eins og jörðin. Skugginn þinn yrði hjá mér, en ekki þú sjálf. — Ég þagnaði, og það varð löng þögn. Senn hlaut fólkið í húsinu að fara að vakna. Loks leit hún upp, og tár hennar runnu í lýsandi straumum niður eftir vaxgulum vöngunum. — Eigum við þá aldrei að hittast meir? spurði hún eins og úti á þekju, og ég fann, mér til angurs, að henni var svo hjartan- lega sama um svar mitt, hugur hennar var allt annars staðar en hjá mér. — Nei, svaraði ég hranalega, en það gerði ekkert til, hún veitti því sjálfsagt ekki athygli. Litlu seinna klæddi hún sig í svarta pilsið sitt og grænu peysuna, og nú voru hvarmar hennar þurrir orðnir. — Þakka þér fyrir allt, Gústaf, sagði hún dapurlega og rétti mér hendina. — Ekkert að þakka, sagði ég. Svo hvarf hún út um dyrnar eins og skuggi. I bænum Lead í Suður-Dakota er strang- lega bannað að hvetja hunda til slagsmála. * Þess er krafizt í bænum Fargo í Norður- Dakota, að konur taki ofan þegar þær dansa. # ■ Kaupmaður nokkur í hinum afskekkta bæ Jordan í ríkinu Montan, U. S. A., talaði nýlega í síma í fyrsta skipti á æfinni —, en þá talaði hann við móður sína, sem býr í Hollandi, og hafði hún heldur aldrei talað í síma fyrr. * Selim Agar og kona hans, sem búa í þorpi á landamærum Persíu, halda því fram, að þau séu elztu hjón heimsins, þar sem þau hafa verið gift i 100 ár.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.