Vikan - 12.10.1939, Qupperneq 17
Nr. 41, 1939
V IK A N
17
Eigingjörn
Emile Gausette hafði alltaf staðið
stuggur af hjónabandinu. Hann var
aðeins 27 ára gamall, en hafði þó
náð sér í góða stöðu í stóru fyrirtæki.
Hann hafði 15,000 franka árslaun — það
hefði auðvitað nægt handa tveimur, en . . .
maður varð þá að neita sér um svo margt.
Hann kunni vel við sig í litlu, þægilegu,
fallegu íbúðinni sinni, þar sem hann gat
látið eins og hann vildi. Hann gat farið í
dýr veitingahús, borðað góðan mat og
drukkið góð vín.
Á sunnudögum og í frístundum sínum
iðkaði hann tennis.
Hann var ekkert gefinn fyrir bækur, leit
satt að segja aldrei í bók, en las dagblöðin.
Emile var ánægður. Hann hafði allt, sem
hann óskaði sér. En í hverri paradís er
slanga og hjá Emile voru þær fleiri en
ein. Það voru vinir hans, sem voru kvæntir.
Þeir, sem voru hamingjusamir, vildu, að
Emile væri það líka, en þeir, sem voru
óhamingjusamir, öfunduðu hann af frels-
inu. Niðurstaðan varð því sú, að allir
reyndu að koma honum í hið heilaga
hjónaband.
Emile hló aðeins að þeim og svaraði: —
Já, vinir mínir, ef þið komið með konu
við mitt hæfi, skal ég þóknast ykkur, en
fyrr ekki.
Vinirnir leituðu og leituðu, og loksins
fundu þeir hana.
Hún hét mademoiselle Roberte Macotin.
Hún var fögur, rík, skynsöm og hafði
áhuga á listum og bókmenntum. Hún vann
fyrir sér sjálf með því að skrifa greinar
í blöð, og nú var hún að vinna að annarri
skáldsögu sinni.
— Ja, hver skollinn, hrópaði Emile. —
Þetta er fyrirmyndareiginkona. Hún er
aðeins allt of vitur.
— Hvers vegna segir þú þetta? Værir
þú ekki hreykinn af því að eiga fræga
konu, sem allir dást að?
Vinimir ákváðu að halda veizlu til þess
að Emile tæki ákvörðun.
Allt gekk eins og í sögu. Emile varð
strax hrifinn af Roberte. Hún var grann-
vaxin, hafði stór, svört augu og dökkt,
liðað hár. Viku síðar opinberuðu þau trú-
lofun sína.
Ég hitti Emile, þegar hann var að koma
úr brúðkaupsferðinni. Hann sá mig ekki,
fyrr en ég kallaði til hans, vegna þess að
hann var svo annars hugar. Hann virtist
alls ekki vera ánægður.
— Halló, kallaði ég. — Hvað er að þér,
maður? Þú ættir sannarlega að vera ham-
ingjusamur.
— Haming jusamur ? endurtók hann,
utan við sig.
— Ertu það ekki?
—Jú-ú. — Það er ég í raun og veru.
um of —
^lllll■llllll■ll■■llll■■lll■■llllll■l■llll■■ll■■llllllIIIIII11111111111111111111111111 .,f
| • Smásaga. • |
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>:'
— Þú virðist ekki vera neitt hrifinn?
— Hrifinn? Jú, víst er ég hrifinn. Ég
er ákaflega hrifinn.
— Heyrðu, sagði ég. — Það er eitthvað
að þér. Segðu mér það.
— Jæja, svaraði hann, þegar hann hafði
hugsað sig lítið eitt um. — Þér get ég
sagt, að ég er hamingjusamur án þess að
vera það, ef þú skilur, hvað ég á við.
— Hvað áttu við?
— Roberte er yndisleg, dásamleg, þó að
ég verði ekki mikið var við það. Ég er blátt
áfram óhamingjusamlega ástfanginn af
konu minni. En hún sér mig alls ekki . . .
ekki eins og ég vil. Ég er eins og einka-
ritari hennar, sem verð að skrifa fyrir
— Mér datt í hug, hvort við
hefðurn lýst augum drengsins
nógu vel.
hana og hún talar við um ýms atriði, sem
koma fyrir í þessari bölvaðri skáldsögu,
sem hún er að skrifa. Það er hryllilegt. Ef
ég vil njóta náttúrunnar með henni, biður
hún mig að skrifa eftir fyrirlestri, hvaða
áhrif hún hefir á hana. En hún hugsar
ekki um mig. Það er eins og ísköldu vatni
sé hellt yfir höfuðið á mér í hvert skipti,
sem ég ætla að kyssa hana, því að hún
hrópar alltaf: — Ó, heldurðu ekki, að
José . . . eða hvern f jandann hann heitir
þarna í bókinni, hefði gert þetta? Segðu
það aftur, svo að ég muni það, og skrif-
aðu það fyrir mig.
— Hugsaði hún svona mikið um vinnu
sína í brúðkaupsferðinni7
— Guði sé lof. Það vantaði nú bara.
Var gaman í brúðkaupsferðinni ? Sástu
Neapel og Róm?
— Já, og Venesíu, Flórens, Mílanó og
allt það.