Vikan


Vikan - 12.10.1939, Side 18

Vikan - 12.10.1939, Side 18
18 VIKAN Nr. 41, 1939 — Hvort hún gerði það. Hún hugsaði yfirleitt ekki um annað. I Neapel til dæmis ætlaði hún að fara að lýsa Vesúvíusi. Hún fékk mér vasabók og ég varð að skrifa og skrifa. í Venesíu datt henni í hug að láta söguna gerast þar. I Canale Grand sagði hún: — Sjáðu, hvað þetta er fallegt umhverfi fyrir bónorð José. Þú manst, hvernig það er? Ég mundi það auðvitað ekki, þar sem ég hafði verið að hugsa um allt annað á meðan hún sagði mér það, og var svo heiðarlegur að segja það. Ó, og ég fékk að hlusta á það allt aftur og varð að skrifa það niður og þegar því var lokið, sagði hún: — Við verðum að ganga frá þessum kafla strax, annars gæti ég gleymt hon- um. Við skrifuðum og skrifuðum. Þegar því var lokið, varð hún hrædd um, að það væri ekki nógu gott, og ég varð að lesa allan kaflann fyrir hana. Þvílíkt. í Flórens vakti götustrákur einn athygli hennar. — Ó, hvað hann er sætur! hróp- aði hún. — Hann verð ég að taka. Augun! Húðin! Ég ætla að skrifa um hann strax. Um klukkan níu vorum við komin heim, og athygli hennar var beint að mér og brúðkaupsferðinni, en þá rauk hún allt í einu upp og sagði: — Mér datt í hug, hvort við hefðum lýst augum drengsins nógu vel ? Viltu rétta mér bókina. Strákskrattinn eyðilagði allt kvöldið fyrir mér. Að lokum datt henni í hug, að hún þyrfti að sjá hann aftur, og í þrjá Sonur dalsins. Eftir Gisla D. Erlendsson. Ei bókleg mennt hóf mína þrá frá jörðu — að moldarverkum bóndans orka hné. Sér vængjaþróttinn vann úr striti hörðu hver vaxtarþrá, sem yfir duftið sté. Ég deildi ei við neinn um föt né fæði, við fætur mér lá allt, sem ég hef þráð. Mér greri jörð í góðri vernd og næði og gaf að launum það, sem til var sáð. Mig leiddi barn hin ljúfa föðurhendi, sú leiðsögn gerði allt hið þunga bært. Og það, sem móðir mér í bersku kennch, er meginkjarni þess, sem ég hef lært, því fræðslu slíka fékk ég síðar hvergi. — Svo fróður er ei neinn um sannleikann sem móðurást, er finnur fræ á bergi, og föðurhönd, sem hverju barni vann. Mér þytur barst af þrasi lærðra manna, en það er gleymt og kom að notum fátt, mér sýndist hlutverk sumra kenninganna að svæfa fólksins trú á æðri mátt. En þekking mín og þrek reis aldrei hærra en þeim að lúta er var mín ævihlíf. Ég vissi fátt, og eygði ekkert stærra en anda þann, sem gaf mér þetta líf. Ég vann í trú. Á vald, sem hlut minn rétti ef væri ei maklegt tjónið, sem ég beið. Á anda þann, sem eilíft lögmál setti um ævi manna jafnt og sólnaskeið. Mér fannst án guðs ei fullnægt réttlætinu og fyrir sigri þess ei trygging nein, og list og menning líktust grárri sinu, og lífið sjálft án trúar þjáning ein. Ég fór ei neitt um fjarra þjóða vegi, af fjöllum Islands náði lengst mín sjón. Er augað greindi naumast nótt frá degi þá nægði minni útþrá gamla frón. Mér gafst að líta gróður túns og hlíða, en grun ég hafði um annan meiri þó. Mér birti gróinn bali, akra víða og birkihrísla, þúsund landa skóg. Er dundi hlíð af djörfum vatnaflaumi fór dugur nýr um bóndans þor og mátt, og hjartað fylltist heitum geislastraumi, sem himnadjúpin rann úr suður-átt. Og gervöll sveitin breytti lit og lögun, er ljóssins móða féll á kaldan svörð, er vetri lauk og dögun eftir dögun skein dýrðarbjört á þessa fögru jörð. Sig hóf með gróðri hnípin von úr dróma, er hér um dalinn vorsins andi fór. Er moldin reis í angan allra blóma, reis einnig hjartans löngun djörf og stór. Og þó af rómi þeim ég kuldann fyndi, sem þessi blóm í vetrarsvefninn kvað, mér skín í hjarta allra sumra yndi, sem yfir veg minn draup á þessum stað. Hér festi rót í frjórri mold og góðri og fylling vaxtar hlaut hver dalsins rós. Hér endurskein frá angan-ríkum gróðri í ást og fegurð, gleymdra daga ljós. Að flosi grænnar foldar hné minn tregi, er faðmur skuggans lukti um hlíð og stekk. I moldarbæ til mín að loknum degi hin mjúka hvíld frá draumsins sölum gekk. Ég unni hag hvers iðjumanns á fróni, sem andans merki hóf við lítil föng, og þekkti mína þrá í hverjum tóni, sem þaðan barst um dægrin vökulöng. Því fannst mér grimm sú fégirnd upp um heiðar, sem f jör og kraft úr menning þjóðar saug, því þeim, sem aðeins á til hnífs og skeiðar, er ekki kleift að fóðra slíkan draug. Ég dæmi ei þá, sem dal til borgar flýja, þá dreymir víst um æðri tign en mig. En örðugt mun sitt afl til starfs að knýja méð iðjulausan fjölda í kringum sig. Og ströng mun þeim, sem átök engin þoldu, og ei til fremdar verða borgar dvöl, því stofn, sem ekki unnir gljúpri moldu, mun ekki vaxa hátt úr grárri möl. daga fórum við um þveran og endilangan bæinn til þess að leita hans. — Hamingjan góða, sagði vesalings maðurinn, — hvað ég öfunda þá menn, sem eiga ekki rithöfunda fyrir konur. Ég vona, að skáldsagan hennar verði ófær. Ég held, að hún elski mig, en haldi hún þannig áfram, drepur hún ást mína og eyðileggur hjónaband okkar. Það er gamla sagan: Of mikið og of lítið eyðileggur allt! HIN MÖKGU KONUNGABÖKN I EVKÓPU. Frh. af bls. 8. þýzkir og enskir kennarar sjá um uppeldi hans. Enn ber hann nafnið Ananda, en þegar hann, að loknu námi, snýr til kon- ungshallarinnar í Bangkok, fær hann ann- að nafn. Leopold, konungur í Búlgaríu, á þrjú börn: Josephine Charlotte, prinsessu, sem er 11 ára gömul, Baudoin krónprins, sem er 8 ára, og Albert prins, sem er 4 ára. Þau búa með föður sínum og ömmu við Laeken fyrir utan Briissel, í höll, sem er þekkt fyrir hin fallegu gróðurhús, sem þar eru. Belgíubúar sjá ekki oft konungsbörn- in, því að faðir þeirra vill, að þau fái að vera í friði. Þau sjást aðeins þegar þau fara frá Laeken til stóru hallarinnar í Briissel, en þangað ganga þau í skóla ásamt nokkrum börnum frá Brussel. Simeon litli, krónprins í Júgóslafíu, fæddist 16. júní, 1937. Hann er þegar orð- inn liðsforingi. Þegar hann lá í vöggunni í konungshöllinni í Sofia, gengu nokkrir liðsforingjar inn í svefnherbergið og lásu hátt fyrir krónprinsinn, að hann væri kjör- inn liðsforingi í sjöttu liðsveit fótgöngu- liðsins, riddaraliðsins, stórskotaliðsins og verkfræðingaliðsins. Krónprinsinn hefir ekki enn komið í einkennisbúning. Michael, krónprjns í Rúmeníu, hefir þegar reynt að vera konungur. Frá sjö ára aldri til níu ára aldurs sat hann að völdum sem Michael konungur I. En árið 1930 kom faðir hans, Carol konungur II. skyndilega heim úr útlegðinni og tók við völdum. Og þá varð Michael krónprins á ný. Michael vinnur áreiðanlega meira en nokkurt annað konungsbarn. Hann hefir mikinn áhuga á vélum og hefði viljað vera liðsforingi í lofthernum, en í stað þess var hann, þegar hann varð 16 ára gamall, gerð- ur að liðsforingja í lífverðinum. Til þess að kynnast kjörum iðnaðarverkamanna hefir hann unnið í verksmiðjum í hálft ár. Nú les hann af kappi og ferðast mikið. Tvo mánuði á hverju ári dvelur hann hjá móður sinni, Helenu drottningu, sem býr í Florens. En krónprinsinn hefir ekki frí, — kennararnir fara alltaf með honum. Nú þegar Michael er orðinn nógu gamall til þess að skilja hina flóknu aðstöðu föður síns í hjúskaparmálum, er sagt, að unga krónprinsinum finnist vera kominn tími til, að Helene drottning fái að snúa á ný til Rúmeníu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.