Vikan


Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 16
16 V I K A N Nr. 45, 1939 Denry vissi, að Cregeen hefði aldrei selt honum bátinn, nema af því að hann vant- aði peninga til að kaupa ,,Mávinn“, sem var byggður til þess að fara með tíu manns í skemmtisiglingu á flóanum og Cregeen hafði lengi langað til að eiga hann. í fjörunni mætti Denry sjómanni með sítt, hvítt skegg, Simeon gamla, sem var einn þeirra, sem höfðu bjargað norska dalhnum, Hjalmar. — Allt í lagi, sagði Denry. Simeon kinkaði þegjandi kolli. — Þér fáið 30 skildinga á viku, sagði Denry. Simeon kinkaði aftur kolli. Skyndilega sagði hann hægt og rólega. — Ég sá þrjá norska áðan. Tveir þeirra geta ekki frekar talað ensku en ómálga börn og skilja ekkert heldur, þó að ég orgi upp í hlustirnar á þeim. — Jæja, sagði Denry. — Munið að koma klukkan sex í fyrramálið. — Eigum við ekki heldur að segja fimm, sagði Simeon gamli. — Þá er ró- legra hér. — Jæja, þá segjum við klukkan fimm, sagði Denry. Síðan gekk hann heim á leið. — Nú hefi ég staðið mig vel, hugsaði hann. Fyrir sjálfum sér játaði hann, að hann hefði aldrei verið vitlausari. Hann skildi alls ekki, hvers vegna hann hafði gert þetta. En hann hafði óljósa hugmynd um, að þetta stæði allt í sambandi við ævin- týrið í flutningsvagninum. Hann var svo niður sokkinn í hugsanir sínar, að hann gleymdi því, að allt líf hans var eyðilagt. Ruth hafði sent honum hring- inn. Trúlofunin hafði kostað hann offjár. Nú var draumurinn búinn. Eftir götunum á meðal hinna ánægðu baðgesta gekk von- svikinn maður, sem þekkti konur. Honum datt í hug, að það væri leiðinlegt að segja fólkinu í Bursley, að trúlofuninni væri sht- ið. Og þegar öllu var á botninn hvolft, var Ruth hreinasti gimsteinn. Komst nokkur stúlka í Bursley í hálfkvisti við hana? Síðan huggaði hann sjálfan sig með þessu: — Ég er áreiðanlega eini maðurinn, sem hefi slitið trúlofun með því að segja bara ,,Rothschild“. Næsta morgun klukkan 5,20 var glamp- andi sólskin. Björgunarbáturinn hans Denry lá, vaggandi á öldunum fyrir utan Little Orm. Áhöfnin var Simeon gamli með skeggið, þrír enskir veiðimenn, Norð- maður, sem gat sagt nokkur orð á ensku, og tveir Norðmenn, sem gátu ekkert talað nema norsku. Fyrir utan lá Hjalmar í hvíldarstellingu eins og hann vildi segja við storminn: ■—- Gerðu við mig það, sem þér sýnist! — Við komumst þangað út á tuttugu mínútum, sagði Simeon gamli, — ef straumurinn er ekki því meiri. Og til baka komumst við hvaða leið sem er. Það var enginn efi á því, að Simeon leið vel, en hann var líka stýrimaður. Ræðar- arnir voru kófsveittir og virtust vita, að báturinn var bæði stór og þungur. — Eigum við að róa þangað út? spurði Simeon og benti á skipsflakið. Denry hafði aldrei komið á sjó áður. Hann var að vísu meistari í því að stjórna flutningsvagni í skurði, en það var ekki nóg. Hánn var nú reiðubúinn til að gefa björgunarbátinn og allt, sem hann átti til þess að komast landveg heim. Heimferðin tók svo langan tíma, að hann hafði gefið upp alla von um að sjá land á ný. En loksins — um sexleytið — skreið báturinn að landi. Með fyrsta pósti klukkan hálfátta fékk hann brúnan böggul. Hann tók utan af honum og fann þar lítinn bréfmiða. — Þakka fyrir síðast. Vona, að yður líki þetta. Kær kveðja. Nellie. Hann komst við. Ef Ruth var eigingjörn og dýr í rekstri, var vinkona hennar þakk- lát. Já, hann var hrærður. Hann hafði ímyndað sér, að hann væri ómótstæðileg- ur fyrir allar mannlegar tilfinningar. En svo var ekki. I bögglinum var súkkulaði með sítrónubragði. Hann hélt, þegar hann var úti á sjónum, að hann gæti aldrei borð- að framar, en svo reyndist ekki vera. Hann borðaði súkkulaðið með beztu lyst. Síðan fór hann klukkan níu, í stað þess að bíða eftir morgunverðinum, í litla prentsmiðju, sem þar var. Rut hafði rétt fyrir sér: — Súkkulaðí hafði hressandi áhrif á mann. Klukkan tíu festu tveir sjómenn aug- lýsingu upp á staur, sem stóð rétt fyrir ofan bryggjuna, og gátu ekki svarað með öðru en brosi spurningum þeim, sem yfir þá rigndi. Auglýsingin var svo hljóðandi: Á klukkutíma fresti fer björgunarbát- urinn, sem bjargaði áhöfninni af Hjalmar út að slysstaðnum. Á bátnum er Simeon Edwards, elzti björgunarmaðurinn í Llandudno og ósviknir Norðmenn. Simeon Edwards, stýrimaður. Farseðlar fram og til baka ásamt björg- unarbeltum, ef með þarf, á 2 sh. 6 d. Sérstakt tækifæri. Sérstakt ævintýri. P. S. Frásagnir um hreysti björgunar- mannanna eru í blöðum Wales og ná- grennis. E. H. Machin. Klukkan 11 stóð hópur af óþolinmóðu fólki í fjörunni, þar sem Simeon hafði búið til landgöngubrú út í björgunarbátinn. Ræðararnir stóðu í sjóklæðum í bátnum með björgunarbelti, sem þeir buðu farþeg- unum. Báturinn tók ekki meira en 14 far- þega, en að minnsta kosti 40 vildu komast í fyrstu ferðina. — Ekki fleiri! kallaði Simeon hátíðlega, og báturinn lagði frá landi. — Farmiðana! kallaði Simeon. Hann tók við 15 pundum og stakk þeim í hægri buxnavasann. Rétt við landgöngubrúna stóð ungur maður og horfði kæruleysislega á eftir bátnum, þar til hann kom aftur að landi. Simeon steig fyrstur á land með litla öskju í hendinni og sagði alvarlega: — I sjóð björgunarbátsins! Allir farþegarnir lögðu peninga í bauk- inn um leið og þeir stigu á land. Á fimm mínútum var báturinn fullur á ný, og Simeon stakk 14 halfcrowns í vasa sinn. Ungi maðurinn í fjörunni tautaði: — Þetta gengur! Um hádegisbil gekk hann heim í St. Aspasgötu, en hann hafði enga matarlyst og tautaði í sífellu: — Þetta gengur. Eftir því sem á daginn leið varð aðsókn- in enn meiri. Að vísu fluttu aðrir bátar fólk út að slysstaðnum, en aðsóknin var lang mest að björgunarbátnum. Um kvöldið afhenti Simeon gamli Denry 12 pund og nokkur pence, sem hann stakk í vasa sinn. Síðan kom að þeim degi, þegar hann heyrði í fyrsta skipti hvíslað fyrir aftan sig: — Þarna fer sá, sem á björgunarbát- inn. Eða í styttra máli: — Þarna er hann. Þetta bar vott um, að í allri Llandudno gat „hann“ aðeins átt við einn mann. í fyrstu var hann dálítið feiminn, en það leið ekki á löngu, áður en hann bar frægð sína eins og flibbann sinn. Denry hafði verið hræddur um, að að- sóknin að björgunarbátnum stæði ekki lengi, en ótti hans var ástæðulaus. Hann óskaði þess, að Hjalmar hefði farizt mán- uði fyrr en hann fórst. Hann reiknaði út, að hann hefði tapað 400 pundum á því, hve seint hann fórst. Tekjur hans af björgunarbátnum voru samt sem áður gífurlegar. Engum manni fannst hann geta komið til Llandudno án þess að fara eina ferð með björgunarbátn- um. Hann vildi fá meiri tekjur og hækk- aði því fargjaldið síðari hluta dagana, þeg- ar aðsóknin var mest, upp í þrjá shillinga. Aðsóknin minnkaði síður en svo við þetta, en Denry varð 7—8 pundum ríkari á viku en áður. Enn var Denry ekki af baki dottinn. Næsta dag lét hann ljósmyndara taka mynd af björgunarbátnum með áhöfn og farþegum í hvert skipti sem hann lagði að landi og festi síðan myndirnar upp til sýnis. Fæstir gátu staðizt freistinguna að kaupa mynd, sem kostaði 2 shillinga. Fyrsta daginn fékk Denry 15 pund fyrir myndirnar. Sumir, sem höfðu myndazt illa, fóru aukaferð með bátnum til þess að fá betri mynd af sér. Borgarstjórinn í Ashbu de-la-Zouch bað um 200 myndir, þar sem hann sat sjálfur í miðjum björg- unarbátnum og ætlaði að hafa þær sem nýárskort. D^nry borgaði ljósmyndaranum sex pence fyrir hverja mynd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.