Vikan


Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 11
 Nr. 45, 1939 VIK A N 11 Þrjár nýjar bækur. 1Eftir s-B- Sumardagar eftir Sig. Thorlacíus. IJtgef.: Isafoldarprentsmiðja h.f. 1939. P nginn veit, eða getur leitt getur að því, hvað enn kann að koma á markað- inn af íslenzkum bókmenntum í ár og því síður, hve góðar þær kunna að verða. En af þeim nýju, íslenzku bókum, sem komið hafa út á þessu ári, finnst mér, persónu- lega, mest til um eina barnabók, en það eru Sumardagar eftir Sigurð Thorlacíus, skólastjóra. Þetta getur vel verið misskiln- ingur, en þetta er nú mitt álit. Með þessari bók sýnir Sigurður það glögglega, að hann er ekki eingöngu at- kvæðamikill maður á sviði uppeldismála þjóðarinnar, skólastjóri fjölmennasta skóla landsins og ritstjóri eina tímaritsins, sem Islendingar eiga um uppeldismál, held- ur einnig okatækur rithöfundur, sem hefir vald á ljósum og lifandi stíl og látlausum, en myndauðugum frásagnarhæfileika. Sumardagar er skrifuð fyrir börn, en bók- in er þannig skrifuð, að fullorðið fólk get- ur lesið hana sér til gleði og uppbyggingar. Efni bókarinnar er um lífsbaráttu sauð- fjár í sumarhaga, og kann það í fljótu bragði að virðast ómerkilegt yrkisefni í heila bók. En mestu veldur, hver á heldur, og Sigurði hefir tekizt vel að segja söguna af Flekku gömlu og lambinu hennar. Inn í lífsbaráttu þessarar skynlausu skepnu speglast ótal myndir úr vexti vorsins og gróðri sumarsins, sem eru þeim hugstæð- ar, sem slitið hafa barnsskónum í sveit. Fram til síðustu ára hafa öll íslenzk börn umgengizt húsdýr, að minnsta kosti í upp- vexti sínum. En nokkurt brot af þeirri kynslóð, sem nú er að alast upp, og ekki svo lítill hluti hennar, er alls kostar ófróð- ur um þau nytjadýr, sem verið hafa bú- stoðir feðra vorra frá fyrstu tíð í þessu landi. Og fyrir hana er þessi bók sérstak- lega skrifuð. Sagan er skrifuð af samúð og næmum skilningi og hvarvetna er leit- azt við að draga fram það sanna og segja það þannig, að öllum geti skilizt, að jafn- vel hin einurðarminnsta fátækt og skyn- semisskortur hefir þó sín sjónarmið til að keppa að. Bókin er skreytt fjölda mynda, sem ungfrú Valgerður Briem hefir teiknað. Ilmur skóga eftir Grétar Fells. Útgef.: Sigurður Danívalsson 1939. TVT ýlega er útkomið fyrirlestra- og rit- ’ gerðasafn eftir Grétar Fells um aust- urlenzka dulspeki. Þetta er lítil og yfir- lætislaus bók og að ytra útliti ekki að- gengileg til lestrar. En hitt dylst engum, sem ræðst til inngöngu í bókina, að höf- undurinn vill mönnum vel og leggur mikið upp úr því sjálfur, að sem flestir geti orð- ið „góðir“ menn og sem fullkomnastir og hraustastir til andlegrar heilsu. Og til þess að svo geti orðið, er Grétari það vel ljóst, að menn verða að breyta um ýms sjónar- mið og taka upp aðrar lífsvenjur en þær, sem skipað hafa virðingarsess í hugum vestrænna þjóða á liðnum öldum. Hann gerir sér og grein fyrir því, að þetta muni ekki vera neitt áhlaupaverk, og það muni taka sinn tíma. Og af því að hann er von- góður og trúir því, að senn muni renna upp öld friðar og mikillar vizku, þá vill hann ekki liggja á liði sínu. Ég er ekki dómbær um gildi neinnar trúarstefnu, enda áhugalítill um þau mál. En hitt er víst, að þetta litla kver Grétars Fells er gefið af góðum hug og þar er minna um ofstækiskenndar öfgar en mað- ur á að venjast í ýmsum trúfræðiritum. Honum er það greinilega kappsmál að segja satt. Þess vegna er hann alltaf á varðbergi að segja ekki meira en hann getur staðið við. Þetta er mikill kostur. Hvaðan eruð þér ættaður, spyrjum vér hinn unga rithöfund, Ármann Einarsson. — Ég er Árnesingur. Fæddur og upp- alinn í Neðradal í Biskupstungum. — Og gamall? — 24 ára. Fæddur 30. janúar 1915. — Hvenær byrjuðuð þér að skrifa? — Ég held, að ég hafi farið að semja sjálfur strax og ég hafði lært að draga til stafs. Annars eru mér rökkurstundirnar minnisstæðastar og hugþekkastar frá bernskuárum mínum heima. Þá skipt- umst við eldri bræðurnir á að segja hver öðrum sögur og ævintýri. Geðhrif þessara stunda búa enn í undirvitund minni. Þegar ég var um fermingu komu fyrstu smá- sögur mínar í Unga íslandi. — Hvað getið þér sagt okkur um fyrstu bókina yðar? — Það er saga að segja frá því. Ég Árbók Ferðafélags íslands — 1939. r \ rbók Ferðafélags Islands er nýkomin út, og er það myndarleg bók að vanda. I þetta skipti fjallar hún þó ekki um héraðslýsingar: fossa, fjöll, ár og óbyggð- ir, heldur um íslenzka fugla, þá, er á landi lifa. Magnús Björnsson, fuglafræðingur, hefir samið yfirlitsritgjörð þessa, sem fyllir bókina, að nokkrum auglýsingum og starfsskýrslum félagsins undanskildum. Höfundurinn tekur það rækilega fram, í inngangi að ritgjörð sinni, að ekki beri að skoða hana sem vísindarit, heldur öllu fremur sem handhægan leiðarvísi í við- kynningu ferðafólks við íslenzka fugla. Og hann um það, hvað hæft er í því. En hitt er víst, að Magnús skrifar skemmtilega um fuglana og þó án þess að svífa á vængjum háfleygra hugrenninga eða láta heim- spekina leiða sig afvega. Hann á miklar þakkir skilið fyrir þessa skemmtilegu rit- smíð um fuglalíf lands vors, og svo ber auðvitað að þakka Ferðafélaginu fyrir góða Árbók. Bókin flytur og fjölda mynda af fugl- um, hreiðrum þeirra og eggjum, og nokkr- ar myndir eru litprentaðar. var fimmtán ára gamall, þegar ég skrifaði hana. Ég varði öllum frístundum mínum til skrifta og skeytti ekki hætis hót um kalda fingur. En svo þraut bleklöggin og inni til afdala er ekki hlaupið að því að ná í blek, og sízt um hávetur. Þá fékk ég þvottabláma hjá mömmu og hrærði hann út í vatni og hélt svo áfram að skrifa. Þessi bók hefir auðvitað aldrei komið út, en handritið geymi ég. Eftir 30—40 ár ætla ég að lesa það. Fyrsta bókin, sem kom út eftir mig, hét Vonir. Það voru sex smá- sögur, sem ég skrifaði, þegar ég var 18 ára gamall. Hún hlaut allgóða dóma sem byrjendabók. En nú sé ég sjálfur margt, sem betur hefði mátt fara. — Hvaða menntun hafið þér hlotið ? — Þegar ég var 19 ára gamall var ég um tíma í íþróttaskólanum í Haukadal. Síðan fór ég í Kennaraskólann og útskrif- aðist þaðan 1937. Frh. á bis. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.