Vikan


Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 21
Nr. 45, 1939 VIK A N 21 Séra Arnór í Hvammi , Sjá forsíðumyndina. \lí yndin, sem að þessu sinni birtist á for- síðu VIKUNNAR, er af hinu ramm- íslenzkasta og fyrirmannlegasta andliti, sem getið hefir að líta í samtíð vorri, en það er andlit síra Amórs Árnasonar frá Hvammi á Skaga, sem lézt fyrir hálfu öðru ári síðan, 78 ára gamall. Hann var sonur Árna í Höfnum á Skaga. Jón Kaldal, ljósmyndari, tók myndina, og var hún ein af þeim myndum, er sýnd var á norrænu ljósmyndasýningunni í Kaupmannahöfn í sumar. Síra Arnór var með stærstu mönnum á vöxt, þótti einn hinn mesti persónuleiki sinnar tíðar, og sveitahöfðingi hinn mesti. Honum var oft líkt við fylkiskonungana fornu, — sókn hans og sveit var ríki hans, og sóknarbörnin voru þegnar hans, sem fylgdu honum óskipt að málum sem ráð- hollum og þróttmiklum foringja, er með skapfestu, dugnaði og óeigingirni þótti ráða beztum ráðum. Heimili hans var annálað fyrir gestrisni og höfðingskap, og þótti þar ganglúnum mönnum gott að koma. Vegna þessara mannkosta sinna, ásamt mikilli hreinskilni og einurð, varð síra Arnór einn þeirra manna, er mikið sópaði að, og nokkur styrr stóð um utan héraðs, enda lét hann ógjarna hlut sinn og varði skoðanir sínar af mikilli djörf- HVAR ER KVENMAÐURINN? Framh. af bls. 10. sem var í belti Thrings. Aðra stundina var Macy ofan á, en hina Thring. Andardrátt- ur þeirra og blótsyrði komu í titrandi and- köfum. Þeir spörkuðu, bitu og klóruðu. Róna horfði á viðureignina, máttvana af skelfingu. Loksins fékk Thring yfirhönd- ina. Hann hélt annarri hendinni fyrir kverkar Macy og hafði bæði hnén ofan á brjóstinu, en með hinni hendinni var hann að þreyfa eftir hnífnum. Á því augnabliki ruku trúargrillur Rónu út í viður og vind. Hún vissi aðeins, að hún elskaði Macy, og að henni var alveg sama um eiginmann sinn. Hún hljóp til hjálpar Macy. Thring sá hana nálgast og reiddi henni höfuðhögg, svo að henni lá við yfirliði. Hún féll ofan á hann rétt um leið og hann dró hnífinn úr slíðrum. Hnífurinn rakst í hálsinn á henni. Blóðgusa spýttist í augu Thrings og blindaði hann. Þetta var síðasta tæki- færi Macy. Hann vissi það og greip það. — Þegar Róna vaknaði til meðvitund- ar aftur, var Thring dauður. Macy stóð við hliðina á líkinu, með loftdæluna, sem notuð var til þess að eyða hvítmaurum, á milli fótanna. Hann hafði stungið slöng- unni ofan í kokið á líkinu, og vann að því af veikum mætti — en þó látlaust, — að blása líkið út eins og loftbelg. Warwick þagnaði. Þessi síðasta frásögn hans hafði verið löng og látlaus, og ósjálf- ung. Landsmálaskoðanir síra Arnórs þóttu mjög stinga í stúf við þá málstaði, sem þjóðin hefir skipað sér um í flokka hina síðustu áratugi. Hann var nefnilega hinn harðvítugasti sjálfstæðismaður og ákveðinn stuðningsmaður sjálfstæðis- flokksins, samfara því að vera brautryðj- andi og einn trúasti liðsmaður samvinnu- hreyfingarinnar í landinu. Báðum þessum málstöðum reyndist hann jafn trúr til dauðadags. En vegna þessarar afstöðu í landsmálaskoðunum sínum, komst hann aldrei í fylkingarbrjóst íslenzkra stjórn- málamanna, þar sem hann virðist þó hafa átt að standa, ef tekið er tillit til gáfna hans og forvígismennsku. Síra Arnór þótti frjálslyndur í trúmál- um, en ræðumaður góður. Mikinn áhuga hafði hann fyrir menntun og uppfræðslu æskufólks og bjó hann sjálfur marga pilta undir skóla. Hann stofnaði Sláturfélag Skagfirðinga, og var stjórnarformaður þess í röskan aldarfjórðung, eða meðan hans naut við. Og er hann kom hingað suður til Reykjavíkur til að sitja fundi Sambandsins sem fulltrúi þess félags, veittu Reykvíkingar honum svo mikla at- hygli, að margir námu staðar við götu hans og spurðu: Hver er maðurinn? rátt .tók hann upp tómt glasið, eins og hann ætlaði að drekka það í botn. Þetta viðbragð hans vakti mig til sjálfs mín aft- ur. Ég hringdi á þjóninn, — bjallan var til allrar hamingju rétt ofan við höfuðið á mér. Á meðan við biðum, hafði ég tíma til að tala. — Ég er búinn að heyra nóg, flýtti ég mér að segja, — nóg til að endast mér alla æfi. Mér hefir blátt áfram orðið flök- urt. En það er eitt atriði, sem mig langar til að vita um. Hvað varð um Macy. Lifði hann? Warwick kinkaði kolli. — Það er einmitt enn eitt undarlegt við þessa sögu. Hann er ennþá lifandi. Hann var ákærður fyrir að hafa myrt Thring, en það fundust ekki nægar sannanir gegn honum, og éndirinn varð, að — ja, þú get- ur ímyndað þér, hvernig hann varð. — Geðveikrahæli — æfilangt? spurði ég. Warwick kinkaði aftur kolli. Rétt í því kom þjónninn að borðinu til okk- ar. — Tvo wisky og sóda — tvöfalda, sagði ég og kveikti með skjálfandi höndum í annarri sígarettu. „ÆVINTÝRI ERU AUÐGANDI FYRIR HUGMYNDAFLUGIГ------------ Framh. af bls. 11. — Og nú sitjið þér auðvitað í ein- hverju kennaraembættinu ? — O, sussu nei. Forlögin hafa hagað því þannig til, eða réttara sagt fræðslu- málastjórnin, að mér hefir verið komið niður í farkennslu úti á landi. — Og hafið þér þá aldrei fengið tæki- færi til að sjá yður um í heiminum? — Jú, aðeins. I fyrrasumar fékk ég lítilsháttar styrk úr Sáttmálasjóði og skrapp þá til Danmerkur. Þar sótti ég kennaramótið í Askov og dvaldi þar nokk- urn tíma. Einnig skrapp ég suður yfir landamærin til Þýzkalands og kom til Sví- þjóðar. Þessi utanför mín varð til þess að æsa upp í mér ferðasult. Mig hefir lengi dreymt um að fara víða. Ef til vill kemst ég bráðum utan aftur. — Hvað sáuð þér nú merkilegast í út- landinu ? — Skógana. Það er eitthvað heillandi og dularfullt við þá eins og fjöllin hér heima. Ég notaði tímann til að kynna mér danskar barnabókmenntir og verður manni þá strax ljóst, hvernig barnaævintýrin eru bundin við skógana. — Þér eruð ævintýraskáld ? — Já, ég hefi mikinn áhuga á ævintýr- um. Og einu sinni skrifaði ég ævintýri fyrir börn: „Margt býr í fjöllunum“, sem kom út 1937 og seldist upp á hálfum mánuði. Þá var maður heppinn! — Álítið þér ævintýri börnum holl? — Já, það tel ég. Á vissu tímabili er hugmyndaflug barna draumórakennt og allt á reiki. Á því tímabili eru ævintýri auðgandi fyrir hugmyndaflugið. — Og um hvað er svo þessi nýja bók yðar, „Höllin við hamrana"? — Það er líka ævintýri, sem er prýtt mörgum, ágætum teikningum eftir Tryggva Magnússon. Fyrir nokkru hitti ég drengsnáða, sem vissi deili á mér. Sem snöggvast hætti hann leik sínum, stakk upp í sig fingrin- um, hallaði undir flatt og spurði: „Hvernig er hægt að búa til sögur?“ Ég held, að þetta sé bezta viðurkenningin, sem ég hefi hlotið fyrir ritmennsku mína. Og við þetta óx mér svo djörfung og áræði, að ég byrj- aði að skrifa langa skáldsögu um sveita- líf. Hún kemur einhvern tíma út. Prentmyndastofan LEIFTUR Hafnarstræti 17 Framleiðir fyrsta flokks prentmyndir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.