Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 3
Nr. 45, 1939
VIKAN
3
Njálu'VÍsindi hr. A.
J. Johnson.
Eftir Barða Guðmundsson.
Orein hr. A. J. Johnsons, bankagjaldkera, Þorvarður Þórarinsson og Njála,
er birtist. sem forystugrein í Vikunni 26. f. mán., hefir vakið mikið umtal
þeirra, er áhuga hafa á þessum fræðum. 1 grein sinni vill hr. Johnson sanna,
að höfund Njálu skorti staðþekkingu á Austurlandi til þess að hann geti
hafa. verið Austfirðingur, og vill hann halda því fram, að aðrir geti ekki hafa
skrifað Njálu en Oddaverjar. En þar sem þetta brýtur mjög í bága við sagn-
íræðirannsóknir Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, og það rökstudda
álit hans, að Þorvarður Þórarinsson frá Valþjófsstöðum muni vera hinn
raunverulegi höfundur Njálssögu, telur blaðið sér skylt að birta svargrein
þjóðskjalavarðar, en viil á hinn bóginn taka það fram, að frá blaðsins hálfu,
er þetta mál þar með útrætt. — Barði Guðmundsson hefir orðið:
Mér hefir borizt til eyrna, að til séur
þeir menn, sem tekið hafa mark ápí
ritsmíð hr. A. J. Johnson um stað-*
þekking Njáluhöfundar á Austurlandi.,
Þeirra vegna sé ég ástæðu til að fara
nokkrum orðum um grein þessa.
Hr. A. J. Johnson þykist sanna, að
Njáluhöfundur hafi verið bráðókunnugur
í Norður-Múlaþingi og fullyrðir það, að
hann „hafi aldrei komið austur fyrir
Breiðdalsheiði“. Þetta ræður hr. Johnson
af frásögn Njáluhöfundar um austurferð
Flosa til Vopnafjarðar eftir Njálsbrenn-
una. Dregur hr. Johnson röksemdir sínar
um ókunnugleika Njáluhöfundar saman í
málsgrein, sem hljóðar svo:
„Þetta þrennt, sem nú hefir verið talið,
í fyrsta lagi, að alveg er hætt í ferðasög-
unni að tilgreina dagleiðir og gistingar-
staði (nema hjá höfðingjum, sem Flosi
leitaði til) eftir að komið er austur í Breið-
dal; í öðru lagi, hvernig Flosi er látinn
ferðast milli bæjanna þriggja í Fljótsdaln-
um; og í þriðja lagi, hvaða leið hann er
látinn fara úr Njarðvík til Vopnafjarðar,
bendir nægilega greinilega til þess, að sá,
er ritað hefir ferðasögu Flosa í Njálu, þá,
er hér um ræðir, hafi aldrei komið aust-
ur fyrir Breiðdalsheiði, heldur hafi hann
fengið bæjarnöfnin hjá manni af Austur-
landi, og því eru þau rétt, en algerlega
ruglast i afstöðu bæjanna hvers til ann-
ars og hvemig eðlilegast væri að ferðast
milli þeirra."
Satt að segja er mér það óskiljanlegt,
hvernig nokkur heilvita maður getur dreg-
ið þá ályktun út af greindum forsendum,
að Njáluhöfundur „hafi aldrei komið ausf-
ur fyrir Breiðdalsheiði. Og víst er um það,
að með samskonar röksemdafærslu mætti
auðveldlega ,,sanna“, að Njáluhöfundur
hefði aldrei stigið fæti á Rangárvöllu. En
nú er það svo, að samkvæmt skoðunum
hr. Johnson, eiga Oddaverjar að vera höf-
undar Njáls sögu. Er mér kunnugt um,
að Johnson hefir ritað langa grein um
þetta efni, enda gefur hann það einnig í
skyn í grein sinni í VIKUNNI, að „Njálu-
höfundarnir" muni hafa búið á Keldum og
í Odda.
• Hr. Johnson undrast það, að hætt er að
greina frá dagleiðum Flosa og gistingar-
stöðum hans nema hjá höfðingjum „eftir
að komið er austur í Breiðdal". Þegar
Njáluhöfundur segir frá Alþingisreið Flosa,
sumarið eftir dráp Höskulds Hvítanes-
goða, er náið skýrt frá dagleiðum og gist-
ingarstöðum milli Svínafells og Dals undir
Eyjafjöllum, en frá náttstöðum milli Dals
og Þingvalla er ekki greint. Ef fyrra dæm-
ið sýnir, að Njáluhöfundur hafi verið
ókunnugur í Norður-Múlaþingi, svo sem
hr. Johnson vill vera láta, þá hlýtur hið
síðara að leiða í ljós hliðstæðan þekking-
arskort hjá Njáluhöfundi um staðhætti og
bæjanöfn í Rangár- og Árnesþingi.
Ekki er hr. Johnson heppnari með at-
hugasemd sína um það, að Njáluhöfundur
lætur Flosa fara frá Hrafnkelsstöðum til
Bersastaða og því næst heimsækja bónd-
ann á Valþjófsstöðum. Hr. Johnson segir
sjálfur, að fjarlægðin milli Bersastaða og
Valþjófsstaða sé aðeins 6—7 km. Það ætti
þá að skipta minnstu máli, hvorn bæinn
Flosi er látinn velja til náttstaðar, og til
beggja bæjanna átti hann erindi, að því
er sagan hermir. Ekkert er heldur í frá-
sögninni, sem bent gæti í þá átt, að Flosa
væri það óhagræði að koma fyrst til Bersa-
staða. Verður naumast séð, hvers konar
andleg forskrúfun hefir leitt greinarhöf-
und til þess að fárast um þetta.
Til samanburðar við frásögn Njáluhöf-
undar um ferð Flosa „milli bæjanna
þriggja í Fljótsdalnum" má benda á það,
sem segir í Njálssögu um ferð Skarphéð-
ins og Högna frá Hlíðarenda „til bæjanna
þriggja", Odda, Hofs og undir Þríhyrn-
ingi, er þeir hefndu Gunnars. Lætur Njálu-
höfundur þá fyrst fara í Odda. Þaðan
undir Þríhyrning og loks til Hofs á Rang-
árvöllum. Væri sannarlega meiri ástæða
til þess að gera veður út af slíkri frásögn
en lýsingunni af Austurlandsför Flosa.
Þá kemur þriðja „bomban" í röksemda-
færslu hr. Johnsons, og er hann sýnilega
ákaflega stoltur yfir sprengikrafti henn-
ar. Segir hann, að það „taki út yfir,
hvemig Njáluhöf. láti Flosa ferðast, er
hann fer frá Njarðvík norður í Vopna-
Barði Guðmundsson.
fjörð. Er sú leið Njarðvík — yfir Hróars-
tungu og Smjörvatnsheiði, Hof í Vopna-
firði — Krossavík“. Því miður finnst ekk-
ert orð um það í Njálssögu, hvaða leið
Flosi hefir farið frá Njarðvík til Vopna-
fjarðar, en látum svo vera, að hr. John-
son geti sér rétt til um hana. Ég fæ samt
ekki séð, að í þessu sé fólgin nokkur vott-
ur af sönnun fyrir því, að staðþekking
Njáluhöfundar sé bágborin á umræddum
slóðum, og á slíkt hefir enginn komið auga
nema Johnson. Á leið Flosa voru tvö ill-
fær stórfljót: Jökulsá og Lagarfljót. Við
vitum ekkert um það, hvernig til hagaði
um vöð og ferjustaði á þeim í fyrndinni,
en brú mun löngum hafa verið á Jökulsá,
einmitt þar, sem vegurinn liggur frá Hró-
arstungu til Smjörvatnsheiðar. Því má
heldur ekki gleyma, að með öllu er ókunn-
ugt um það, hvort Flosi hafi talið það
haganlegast að fara jafnan sem næst loft-
línunni á milli þeirra bæja, sem förinni var
heitið til. Njálufræðingurinn Johnson ætti
líka að vera þess minnugur, að ekki hafði
Gunnar á Hlíðarenda loftlínuna frá engj-
um sínum til Hlíðarenda að leiðarþræði, er
hann fór þar á mill. Þá lá leið hans jafnan
með Rangá, þótt miklu skemmra væri að
fara með Þverá.
Þegar þess er gætt, að hr. Johnson
hyggur, að Njála sé rituð af Rangvelling-
um, ætti öllum að vera það ljóst af fram-
annefndum dæmum, hvers virði málflutn-
ingur þessa manns er. Og kátbroslegt er
að sjá það, hvernig honum hefir orðið það
á að rífa niður sína eigin kenningu um
rangæsku höfundana með hinni vanhugs-
uðu árásargrein, sem hér er gerð að um-
ræðuefni. Þ. e. að segja, ef nokkurt vit væri
í röksemdafærslu hans um staðþekking