Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 15
Nr. 45, 1939
VIK A N
15
Þrjóturi
— Ég held, að við verðum að fara heim,
sagði hún. —
— En hvað það er leiðinlegt, sagði
Denry, og þar með var þessu skemmtilega
samtali lokið. Hún hafði búizt við, að hann
byði henni að borga allar skuldir hennar,
en það gerði hann ekki. Hann hafði aðeins
sagt:
— En hvað það er leiðinlegt!
— Já, það er það, sagði hún fyrirlitlega.
— En það er ekkert við því að gera.
— Nei, sagði Denry.
Þá fór Ruth að tala um einskisverða
hluti. Hún var undarlega léttlynd kona.
Þegar öllu var á botninn hvolft: til hvers
voru þá karlmennirnir ef ekki til að borga ?
— Ég held, að ég fari heim í kvöld,
sagði hún að dálítilli stundu liðinni.
— En hvað það var leiðinlegt, sagði
Denry.
I sama bili sló einhver á öxl hans. Það
var Cregeen, stýrimaður og eigandi gamla
björgunarbátsins.
— Ungi maður, sagði Cregeen formála-
laust. — Ég get fengið ,,Mávinn“ fyrir 25,
ef ég borga 10 út í hönd.
— Hvar get ég hitt yður eftir klukku-
tíma? spurði Denry.
— Á bryggjunni, sagði Cregreen.
— Ágætt, sagði Denry.
Ef það hefði ekki staðið þannig á, hefði
Ruth spurt Denry spjörunum úr um þetta
leynimakk, en hún gat ekki gert svo lítið
úr sér að vera forvitin. Þess vegna spurði
hún einskis. Denry hafði verið með henni
allan morguninn og ekki minnzt á morgun-
samtöl við sjómenn, en orðið tíðrætt um
grein sína í The Signal.
Um hádegið þegar þau gengu niður á
bryggju, heilsaði Ruth tötralega klæddum
manni vingjarnlega.
— Hver er þetta? spurði Denry ósjálf-
rátt.
— Maður, sem ég var einu sinni trú-
lofuð, svaraði Ruth.
Denry þótti nóg um. Það var mesta
furða, að trúlofunin skyldi haldast til
kvölds. Þögn Denrys hafði sagt það greini-
legar en nokkur orð, að hann léti ekki
undan. Ruth hafði látið í ljósi, að hún yrði
að fara heim strax um kvöldið. Ruth var
í slæmu skapi, en fór vel með það. Nellie
var líka í slæmu skapi, en hún fór ekkert
dult með það. Hún dáðist að þeim báðum,
þó að þau hefðu eyðilagt fríið hennar. Hún
vissi, að eitthvað hryllilegt var í aðsigi,
bæði af því hvað Ruth var hlægilega kur-
teis og af því, að þau höfðu ekkert verið
saman um daginn.
Miklir viðburðir ske svo fljótt, að þegar
klukkan var sex voru þau á leið til stöðv-
arinnar. Burðarkarl hafði farið með far-
angur þeirra á undan þeim. Fína fólkið,
nn.
Framhaldssaga
eftir
Arnold Bennett
I>að, sem áður er komið af sögunni:
Edward Henry Machin var fæddur árið 1867
í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir
hans var saumakona og kallaði hann Denry.
Inn í menntaskóla komst hann með klækjum.
— Þegar hann var 16 ára gamall kom móðir
hans honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf,
málafærslumanni. -— Þá var það, að greifafrú
ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Með
klækjum komst Denry inn á dansleikinn og
með klækjum útvegaði hann klæðskera sínum
og danskennara boðskort á dansleikinn. Á
dansleiknum vann Denry sér það til frægðar
að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú
Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti
við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur-
orða og varð það til þess, að hr. Duncalf
sagði Denry i reiði sinni upp atvinnunni. —
Denry náði tali af frú Codleyn og bauð sig í
þjónustu hennar sem húsaleigurukkari ....
Hann Jánaði leigjendunum peninga fyrir borg-
un. — Frú Codleyn vildi nú selja hús sín, svo
að Denry keypti af henni minnsta húsið,
sem fátæk ekkja bjó í. Síðar gaf hann ekkj-
unni húsið. — Herbert Calvert, auðugur hús-
eigandi, fékk Denry til að rukka fyrir sig.
Ruth Earp var ein af leigjendum hans. Denry
heimsótti hana því til að rukka hana, en hún
lék laglega á Denry. .. . Það endar með því,
að þau trúlofast og fara í sumarleyfi til
Llandudno, þar sem Ruth fer illa með hann
í peningamálum.
sem hafði ráð á að vera í Llandudno alla
sína ævi var á leið til að drekka te. Ruth
og Nellie leið ákaflega illa að þurfa að fara
heim, þegar allt stóð sem hæst. Ruth gerði
samt að gamni sínu eins og ekkert hefði
í skorizt. Hlæjandi sagði hún frá því, að
Nellie hefði þurft að borga fyrir sig síð-
asta sólarhringinn. Og þar sem hlátur er
afar smitandi, hlógu þau öll.
Skyndilega datt Denry í hug að taka
ofan fyrir tveim stúlkum, sem þau mættu.
Þær tóku samt hvorug undir kveðju hans.
— Hverjar voru þetta? spurði Ruth og
hafði ekki fyrr sleppt orðinu en henni datt
í hug, að það væri fyrir neðan virðingu
sína að vera forvitin.
— 5>etta er ung stúlka, sem ég var einu
sinni trúlofaður, sagði Denry.
— Hvor þeirra? spurði kjáninn hún
Nellie undrandi.
— Ég man það ekki, sagði Denry.
Nellie kunni auðvitað ekki að meta
þetta, en það gerði Ruth.
Að lokum komu þau til stöðvarinnar,
hálftíma áður en lestin kom. Denry borg-
aði burðarkarlinum.
— Eruð þið nú vissar um, að þið hafið
engu gleymt? spurði hann stúlkurnar.
— Já, sagði Ruth. — En hvar er far-
angurinn þinn?
— Ég fer ekki heim í kvöld, sagði hann.
— Eg þarf að gera dádítið áður. Ég vona,
að ykkur gangi vel.
Stuttu síðar sagði Ruth eins og það
rynni ljós upp fyrir henni. — Já, ég var
búin að gleyma því, að þú þarft að verða
eftir. Auðvitað hafði hún enga hugmynd
um það, því að hann hafði ekki minnzt á
það við hana. En Ruth hafði ákveðið að
halda virðingu sinni, hvað sem það kostaði.
Skyndilega dró blaðasalinn athygli
þeirra að sér. — Óveðrið í Llandudno í
The Signal. Denry þreif eitt blaðið. Þar
stóð með stórum stöfum á fremstu síðu
fyrirsögnin, og greinin byrjaði með þess-
um orðum:
— Við eigum þessa ágætu grein hr. E.
H. Machin, þekktum manni í Bursley, að
þakka . . .
Denry gat ekki gert að því, þó að hann
roðnaði um leið og hann rétti Ruth blaðið.
— Við getum lesið það í lestinni, sagði
hún kæruleysislega og fór að tala um eitt-
hvað allt annað.
Blaðasalinn seldi einnig alls konar gling-
ur með myndum frá Llandudno. Ruth
langaði til þess að fá eitthvað til minning-
ar um staðinn og auðvitað blaðahníf, af því
að þeir voru ekki til í svipinn.
— Gætuð þér ekki útvegað hann og sent
mér? spurði Ruth.
— Jú, sjálfsagt, ungfrú. Hvað er
nafnið ?
— Rothschild, sagði Denry.
Það þykir kannske undarlegt, að þetta
eina orð hafi slitið trúlofuninni, en það
gerði það engu að síður. Ruth var móðguð
og gekk í burtu. Nellie varð strax ljóst,
að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir, því
að lestin fór, án þess að þau töluðu saman,
þó að Denry tæki kurteislega ofan.
Næsta dag fékk Denry hring í lítilli
öskju með póstinum. Bréfmiði fylgdi og á
honum stóð: — Ég kæri mig ekkert um að
láta móðga mig.
— Eg sagði bara Rothschild, tautaði
Denry. — Má maður nú ekki einu sinni
segja ,,Rothschild“!
En innst inni var hann hreykinn af
sjálfum sér.
V. KAPÍTULI.
Þetta gerðist í „klefanum hans Johns“.
John var hinn ókrýndi konungur strand-
búanna undir Llandudnobryggjunni. Á
veggjum klefans héngu kaðalspottar og á
appelsínukassa stóð frumlegur olíulampi,
sem lýsti upp klefann. I kringum kassann
sátu Denry, Cregeen, eigandi björgunar-
bátsins, og John.
— Gjörið svo vel, sagði Denry og rétti
Cregeen blað.
—- Hvað er nú þetta? spurði Cregeen
um leið og hann tók við blaðinu. Hann
vissi vel, hvað það var. Það var ávísun
upp á 25 pund. En pundin, sem hann hafði
fengið borguð út í hönd um morguninn,
voru húsaleigupeningar Denrys. Cregeen
tók sér penna í hönd og skrifaði kvittun,
sem var vitni þess, að Denry var eigandi
björgunarbátsins með rá og reiða. Áður
hét hann Llandudno, en nú var hann nafn-
laus.