Vikan


Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 09.11.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 45, 1939 og fann til þess óréttar, sem hún hafði gjört henni og Hinnerk. Þannig hittist þá á, að Hinnerk var ný- kominn úr langri sjóferð á skipi frá Brem- en. Þegar hún frétti það, gerði hún hon- um boð, sættist við hann og gaf þeim Elku sína móðurlegu blessun. Móðir Hinnerks fyrirgaf nú hinni látnu allt, sem þeim hafði farið á milli og gladd- ist nú yfir hamingju hinna ungu. Nú var hin margþráða stund komin, er þau höfðu orðið að þola svo mikið til þess að ná, að þau gátu sameinazt í ást og friði og bjuggu nú í litla húsinu fyrir ofan flóðgarðinn, ásamt móður Hinnerks, er flutzt hafði til • þeirra. Mánuðir líða nú í friðsamri ham- ingju, en dag nokkurn býður kaupmaður einn frá Hamborg Hinnerk skiprúm, sem vænlegt var til fjár. Erfiðir tímar voru enn og fyrir daglegu brauði varð að sjá. Þau þurftu líka fé til þess að gera verzl- unina, er foreldrar Elku höfðu áður haft, samkeppnisfæra. Vegna veikinda og dauða móður Elku hafði margt verið látið sitja á hakanum, er verzlunina snerti, og erfitt var að innheimta skuldir á þessum örðugu tímum. Með vissri upphæð var hægt að kaupa nýjar vörur og auka umsetningu verzlunarinnar, og þá mundu þau Hinnerk og Elka hafa nóg til hnífs og skeiðar í landi, og þá mundi Hinnerk ekki þurfa að vera á kaupförum hingað og þangað út um heim. Verzlunin skyldi verða atvinna hans. Enn lét því Hinnerk í haf til þess að afla fjár. Seint um haustið hafði hann ráðgert að koma heim aftur — heim til Elku sinnar. Lengi stóð hún á ströndinni og veifaði, unz seglin hurfu í blámóðu fjarlægðarinnar. # Vikurnar liðu fljótt. Báðar lifðu í hugs- uninni um Hinnerk og afturkomu hans. Þær glöddust yfir því, hversu húsið var hreint og fágað, og það yrði honum einnig til ánægju og gleði. Útsprungin blóm voru í gluggunum, og snjóhvít hengi blöktu við opna gluggana. Ennþá voru sólríkir haust- dagar og jók aftanroðinn fegurð þeirra og yndi, ljómandi fagrir og blikandi, eins og þeir geta orðið við ströndina. I hinum litla, en snotra blómagarði kringum húsið þeirra glitruðu blómin í gulum og rauðum röðum. Er leið á haustið breyttist veðurfarið. Haustþokan, svala og úrga, lét ekki á sér standa. Fregnin um, að Hinnerk sé á heim- leið og muni ná höfn næsta dag, sviptir burtu öllum kvíða, sem ætíð er samfara haustþokunni. Fregnin berst óðfluga heim í litla húsið í Cuxhaven til þeirra, sem bíða — og vekur ólýsanlegan fögnuð. Ekki var sofið mikið á heimili Hinnerks nóttina áður. Slík var gleðin og tilhlökkunin um endurfundina. Móðir Hinnerks var orðin of lasburða til þess að ganga niður að ströndinni og bíða komu skipsins, en Elka fór strax um óttubil. Við vitann kúrði hún og beið þess, að við yztu rönd kæmi í ljós hið drifhvíta segl kaupfarsins. Norpandi í næturkuldanum vafði hún þríhyrnunni um herðar sér og brjóst, og beið þess, að dagur rynni. Stundirnar líða ein eftir aðra. Andvar- inn, er lék um hana, varð brátt að æðandi stormi, og samfara storminum er mikið regn. Þessu skeytti hún engu. Sat kyrr við vitann og fann hvorki til þreytu, kulda né hungurs. I augum hennar speglast ást- þrungin þrá og tilhlökkun, er hún beindi sjónum sínum í áttina þá, er hún vissi, að skipið mundi koma 1 ljós-------Allar áhyggjur hennar um Hinnerk, öll þrá hennar eftir honum, runnu nú í huga henn- ar og brenndu sig í sálu hennar.-------- Hvítfyssandi öldurnar rjúka nú um all- an sæ — og fyrir sjónir hennar ber hvítt segl, og í örhraða nálgast skip. I stafni virðist Elku, að hún sjái Hinnerk standa og veifa. Skipið nálgast óðfluga hafnar- mynnið. Elka rís á fætur og hleypur nið- ur á bryggju — en--------á sömu stundu kemur snögg vindkviða, hallar skipinu, og æðandi brotsjórinn veltur inn yfir skipið og sópar öllu lauslegu af þilfarinu. Hinn- erk hverfur í djúpið. Hún sér hina örvænt- ingarfullu og þýðingarlausu baráttu hans í öldunum, sér hann sökkva, fórnandi höndum til himins.-----Örvingluð hendir hún sér fram af bryggjunni með útbreidd- an faðminn, hrópandi nafn hans. En Ránardætur eru afbrýðisamar og miskunnarlausar og soga hana í djúpið. Á öðrum degi rak lík hennar. Það fannst í sandinum, þar sem þau höfðu leikið sér í æsku, — þar sem ást þeirra hafði fyrst vaknað, og þar sem þau sóru hvort öðru tryggðareiða. Nágrannarnir kistulögðu lík hennar og jörðuðu síðan. Enginn klerk- ur signdi né blessaði þann, er fyrirfór sér, en fiskimennirnir, nábúar hennar, spenntu greipar með hrjúfum og vinnubólgnum höndum sínum og krupu í hljóðri bæn við gröf hennar. 1 lok bænarinnar berst sú fregn, að skip það, er Hinnerk hafði verið í förum á, hefði strandað við Helgoland, og brot- sjór hefði riðið yfir skipið og hrifið Hinn- erk með sér — á sömu stundu og Elka varp sér í hina votu gröf. Eftir þessa fregn varð mikil þögn. Það var eins og kyrrð og friður skilningsins færðist yfir svip þessara látlausu og dug- miklu fiskimanna. Þeir lutu höfðum í enn dýpri lotningu en áður og réttu naumast úr sér, er þeir héldu hljóðir heimleiðis eftir sandinum. Dauðakyrrð og ró færðist yfir Ægi, er óveðrinu slotaði, og hinir dökku svipir fiskimannanna stækkuðu í haustþokunni, er fylking þessara stóru, lotnu manna færðist nær og nær litla húsinu fyrir ofan flóðgarðinn — — Þar sat móðir Hinnerks á gólfinu og hlustaði á fótatökin, þung og traust, heyrði þau nálgast — og brosti í örvílnan sinni. * Svona er sagan, — ef til vill þjóðsaga — en — þó hafði ég heyrt fótatök fiski- mannanna í þokunni. DODGE CITY. Frh. af bls. 7. nógu stóran til þess að hafa þar stöð. Bæinn átti einn maður, sem var að byggja stórt veitingahús til þess að laða útflytj- endur að sér. Til þess að komast að verzl- unarhúsi hans varð maður að fara eftir planka, sem lá yfir mýri. Blað frá 1878 segir um bæinn, Dodge City: — Fyrsti staðurinn, sem við dvöld- um á, var Dodge City — paradís falsara og þorpara. Þar eru engar byggingar, að- eins tjöld og kofar. Flestir lifa á vínsölu. Dodge City stækkaði kynlega fljótt. Mánuði eftir að járnbrautin kom þangað tók hún að líkjast bæ. Timburhús spruttu upp eins og gorkúlur. Dodge City er höfuð- borg vísundaveiðimanna. Veiðimennirnir ganga altaf með tvær skammbyssur á sér og í stórum stígvélum. — Við heimsóttum bæinn nokkru seinna og urðum undrandi á breytingunni, sem orðið hafði. Þar var komin kirkja, skólar og fallegar verzlanir. . UNDARLEG BÓK. Frh. af bls. 8. Andlitið er magurt og hárið grátt og þunnt. Hann les og skrifar í rúminu. En annars er hann vel klæddur og fer aldrei út fyrir dyr án þess að hafa göngustaf í hægri hendinni. Hann hefir gaman af fallegum hringum. — Rödd hans er mjúk og þunglyndisleg. Joyce hefir mikinn áhuga á tungumál- um. Hann talar ítölsku eins vel og ensku, og ennfremur frönsku og þýzku. Þar að auki kann hann hrafl í tíu öðrum tungu- málum. Hann hefir og sérstakan áhuga á mállýzkum, t. d. amerísku eins og hún er töluð í vesturríkjunum, ensku eins og hún er töluð í nýlendunum og blaðamanna-máli. Þó að Joyce hafi aðeins einu sinni heim- sótt fæðingareyju sína, Irland, síðan 1904, er hann alltaf írskur og fylgist með öllu, sem í Irlandi gerist. — Joyce vinnur ekki að neinni bók nú sem stendur, þó að kona hans hvetji hann til þess, því að hún segir, að hann sé beztur, þegar hann sé að vinna. I bænum Essex Fells í New Jersey er hundum stranglega bannað að gelta og hönum að gala frá kl. 22—6. * Árið 1934 fæddi sjötug kona frá Mont- errey í Mexicó tvíbura. # Bóndi einn í Caruthersville, Missouri, hefir talið f jaðrirnar á kjúklingi. Þær voru 8537. Listamaðurinn Berthold Ordner varð blindur fyrir 10 árum, en þrátt fyrir það lifir hann á því að búa til myndastyttur úr stáli og kopar. Hann selur mikið af þessum myndastyttum, og sumar kosta um 600 krónur. Hann er um 150 klukku- stundir að búa til hverja myndastyttu, en þær eru svo vel gerðar, að það er eins og hann hafi lifandi fyrirmyndir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.