Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 8
8
V IK A N
Nr. 48, 1939
Skynsamur draugur.
Smásaga eftir C. Gordon Glover.
Mér þykir leitt að þurfa að byrja á
þessari sögu með því að segja frá
f jórum mönnum, sem sitja í kring-
um arineldinn í reyksal klúbbsins og segja
draugasögur. En ég sé engin ráð til að
komast hjá því, því að þar byrjar einmitt
þessi saga mín, að minnsta kosti var hún
sögð þar.
Og hvers vegna ekki ? I klúbbum eru ein-
mitt sagðar skemmtilegustu lygasögur í
heiminúm.
Ekki svo að skilja, að þetta sé lygasaga.
Hún er heilagur sannleikur frá orði til
orðs. Milmay sagði hana við arineldinn í
klúbbnum fyrir tæpri viku.
— Hvort ég trúi á drauga? sagði Mil-
may. — Já, ég held nú það!
— Hefirðu nokkurn tíma séð draug?
spurði einhver.
— Já, ég held nú það! sagði Milmay.
— Þess vegna trúi ég á þá. Hann talaði
af mikilli sapnfæringu og leit á okkur til
skiptis. Augu hans staðnæmdust við mig.
— Það er eins gott, að þú fáir að heyra
hana, sagði hann.
— Ég? Hvers vegna?
— Af því, að þú varst ekki tvö hundruð
metra í burtu, þegar ég sá hann. Ég hefi
í mörg ár ætlað að segja þér hana — víst
ein þrjátíu ár.
— Einmitt það?
— Ég sá hann í Sevry, sagði Milmay.
— Þú manst víst eftir mánuðinum, sem
við vorum saman í Sevry.
Ég mundi það greinilega. Ég hefi þekkt
Milmay í f jölda mörg ár. Hann er einn af
beztu vinum mínum, þó að hann sé kæru-
laus og skrítinn. Við vorum saman í skóla,
og seinna í Cambridge.
Milmay var þá, eins og nú, indælis mað-
ur. Þó er nokkur munur á. Mér er ánægja
að geta sagt, að hið stjórnlausa ákaflyndi,
sem í þá daga var sí og æ að steypa hon-
um í alls konar vandræði, er nú að mestu
leyti horfið.
Sevry. Ég sé í anda staðinn. Perlugrá,
turnótt höll, umkringd dimmum skógi.
Loire rennur fram hjá í mílu f jarlægð, eins
og glitrandi stálborði, séð frá hallarglugg-
unum. Skrautlegur forgarður hallarinnar,
prýddur myndastyttum, gosbrunnum,
tjörnum með vatnaliljum og hálfri milljón
af rósum og geranúum. Og þar fyrir utan
tugir ekra af skógi með fuglum, sólskini
og skuggum.
Vanhirt vatnið með fúnum báti og
vatnaliljum, kurrandi mýrarjúpum og sef-
grónum bökkum.
Durostandhjónin, góðkunningjar mínir
og föður míns, áttu Sevry-höllina, og ég
var þar oft mánaðartíma á sumrin. Duro-
standættin var ósvikin, frönsk aðalsætt,
menntuð, aðlaðandi og einstaklega gestris-
in. Allt sumarið stóð höllin opin öllu ungu
fólki. Dóttir þeirra hét Ysabel.
Durostandhjónin höfðu boðið mér að
taka með mér einhvern kunningja minn
til mánaðardvalar hjá þeim í sumarfríi
mínu. Ég tók Milmay með mér. Það var
tilvalið fyrir hann. Það var veiði í vatninu,
iðkað sund og göngur, og auðvelt að verða
ástfanginn, en það vissi Milmay ekki fyrir
fram.
— Manstu ekki eftir Sevry? spurði Mil-
may.
Ég kinkaði kolli, og Milmay hélt áfram
frásögn sinni um það, sem skeð hafði í
Sevry. Hann lýsti ferðalagi okkar, komu
okkar til Sevry og móttökum Durostand-
f jölskyldunnar.
— Það var stúlka þar, dóttir hjónanna,
sagði Milmay, — sú indælasta stúlka, sem
ég hefi nokkurn tíma séð. Að halda í hönd
hennar var eins og að halda á blómi. Aug-
un voru eins og fjólur. Hún leið áfram
eins og engill ....
— Svona nú, Milmay, sagði ég, — haltu
áfram með draugasöguna. Við erum enn
þá vantrúaðir.
— Það verður ekki lengi, sagði Milmay.
— Ég sá drauginn, það er eins satt og ég
sit hérna. En Sleppum því; um kvöldið
þegar búið var að borða settist hún við
píanóið og fór að spila fyrir okkur. Hún
lék gömul, frönsk þjóðlög og söng vísurn-
ar með. Á meðan ég horfði á hana, fann
ég, að ég varð ástfangnari með hverju
andartaki. Einu sinni eða tvisvar leit hún
af píanóinu og augu okkar mættust. Hún
brosti til mín. Og hún söng fyrir mig.
— Daginn eftir ókum við öll í vagni —
til að skoða einhverja dómkirkju. Hún sat
við hlið mér. Ég talaði hræðilega frönsku,
og enskan hjá henni var ekki mikið betri,
og það varð okkur nægilegt hlátursefni.
Það, sem tungan gat ekki sagt, sögðu aug-
un og hláturinn fyrir hana.
— Ást við fyrstu sýn ? Auðvitað var það
ást við fyrstu sýn. Þú tókst eftir því, var
það ekki, Charles?.
Ég kinkaði kolli. Það var ekki mikill
vandi að sjá, og þó að ég hefði ekki komið
auga á það sjálfur, hefði það ekki getað
dulizt mér lengi, því að Milmay kom inn
til mín tveim kvöldum síðar og úthellti
hjarta sínu yfir sængina mína. Það hefði
aldrei verið til önnur eins stúlka, og mundi
aldrei verða, hann væri ástfanginn —
hann ætlaði að strjúka með hana og gift-
ast henni — hann ætlaði — hann ætlaði ...
Svo varð hann skyndilega alvarlegur. —
Hver er þessi greifi? spurði hann. —
Forskrúfaður uppskafningur af verstu
tegund.
Milmay hélt áfram sögu sinni. — Kvöld
eitt var haldin einskonar veizla — músik,
hljóðskraf og slúðursögur um náungann.
Á meðal gestanna var maður, sem ég hafði
andstyggð á. Einn af þessum munnskældu,
háðslegu náungum með syfjandaleg augu
og ófyrirleitna, sjálfbyrgingslega fram-
komu, sem kvenfólk dáist svo að, en flestir
karlmenn fyrirlíta. Hann var kallaður de
le Crozier — Comte de la Crozier, og átti
heima í höll, sem var í átta mílna f jarlægð
frá Sevry. Hann var ungur, tuttugu og
fimm eða sex ára, býst ég við. Foreldrar
hans voru dánir, og var hann því einráður
yfir ættaróðalinu, og það var ekkert smá-
ræði, þar á meðal stór partur af Loire.
— Ég sá, að hann þekkti Ysabel mjög
vel. Hann gekk beint til hennar, kyssti á
hönd hennar og sagði eitthvað í lágum
hljóðum, Ég veit ekki, hvað hann sagði, en
ég sá, hvernig hann sagði það — með
skökku flírubrosi og duldri ósvífni. Hún
hló og roðnaði við.
— Gamla frú Durostand kom til mín
rétt í því. — Þau eru yndisleg, bæði, finnst
yður ekki? spurði hún. Greifinn svo glæsi-
legt ungmenni, fyndinn, öruggur í fram-
komu og ríkur. Hann og Ysabel hafa
þekkzt síðan þau voru börn.
— Ég tók þetta sem bendingu, en átti
þó erfitt með að trúa því. Að Ysabel gæfi
túskilding í hann, á ég við. En hvernig
sem því var varið, þá leið mér bölvanlega
að sjá þau saman allt kvöldið. Hann stóð
fast við píanóið á meðan hún söng. Seinna
kynnti hún hann fyrir mér. — Englending-
ur? Það var gaman. Ég dáist að Englend-
ingum. Þér verðið að segja mér einhvern
tíma frá litla, kalda landinu yðar. Það er
sagt, að enskar konur beri þessi sömu ein-
kenni og landið. Er það satt?
— Ég gat varla svarað honum — svo
innilega hataði ég hann. Ég tautaði eitt-
hvað um þjóðemislega merkiseðla og þagn-
aði svo. Hann brosti sínu skælda brosi.
— En vafalaust finnst yður franskar
stúlkur fallegar og skemmtilegar ?
— Já, mjög fallegar, tautaði ég.
— Til dæmis ungfrú Durostand? Tigin-
borin og glæsileg.
— Hún er yndisleg, sagði ég.
— Hann leit á mig, hálflokuðum aug-
um. — Það finnst mér líka, sagði hann og
yppti öxlum um leið og hann fór.
— 1 eina viku hélt ég mér í skef jum. Svo
fómm við, kvöld eitt, yfir í höll de la Cro-
zier til miðdegisverðar. Ysabel sat til hægri
V
)