Vikan


Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 17
Nr. 48, 1939 VIKAN 17 Emil Björnsson, stud. jur.: Myrkravöld útkjálkans. Saga frá 18. öld. Emil Björnsson. Við vorum tveir á bátnum. Félagi minn var áttræður öldungur, en þó ern vel. Við nálguðumst Svarta-nes, en það er f jallsendinn milli Djúpaf jarðar og Lík- árvíkur. Ég var á kaupstaðarferð í Vík- ina. Það var í byrjun október. Eftir á að gizka eina stund myndi taka að bregða birtu. Við Barði gamli höfðum lagt á stað heiman úr Hamraf jöru í birtingu. En sótt- ist seint róðurinn þennan dag, man ég. Það eins og stríddi á mig óskiljanlegt magn- leysi. Auk þess er leið þessi löng, fyrir fjóra firði og víkur að fara. Og nú var aðeins fyrir síðasta nesið að fara. Það var Svarta-nes. Ég veit ekki, hvað að mér kom, svo oft sem ég hafði lagt leið mína hugsunarlaust fyrir þetta nes. En nú sótti það á mig að vita á þessari stundu alla munnmælasög- una. Ég hafði að vísu eitthvert hrafl heyrt úr henni áður, en aldrei léð því eyru. Var það nærvera Barða gamla, sem olli þessu? Að minnsta kosti sögðu allir, að enginn núlifandi Islendingur kynni honum þessa og aðrar kynjasögur betur. Ég varð að leggja að Barða gamla í þetta sinn. Þess hafði þó ekki þurft við venjulega. Hann kvaðst aldrei hafa sagt sögu Svartaness frá upphafi, enginn kynni hana nú orðið, og hún væri bezt geymd hjá sér í gröfinni. En nú espaðist löngun mín fyrst að marki, og loksins hét hann mér sögunni. Hann sagðist aðeins þurfa dálitla umhugsun. Ég lagði upp árarnar og litaðist um á meðan. Enn var hvergi farið að skyggja, nema kolamyrkur virtist jrfir Svartanessbænum, því að þar grúfði einn ægilegasti og þverhníptasti f jallsendi, sem gengur í sjó fram hér á landi. Þetta voru Hafhamrar. En skriðurnar beggja megin nessins hlutu þó að vekja enn meiri athygli, því að auðsætt var við fyrstu sýn, að engin leið var að komast lifandi að eða frá þessum bæ á landi. Um þetta var mér vel kunnugt. Allt í einu sá ég bát skammt frá okkur. Ég þekkti hann, það var presturinn í Djúpa- firði. Brátt var hann svo nærfi, að ég hafði spurnir af ferðum þeirra. Presturinn var í skírnarferð til Svarta- ness. Þeim sóttist greiðar róðurinn en mér, og ég sá þá taka land skömmu seinna. Ég leit á Barða gamla, og mér hnykkti við, hann var fölur sem nár. En rólegur hóf hann nú sögu sína, án þess ég hreyfði um það einu orði framar. Hann mælti á þessa leið: — Þú sérð klettaborgirnar þarna niður við lendinguna. Þær heita Svartiklettur og Ljósaland og eru jafn ólíkar og nöfnin bera með sér. Undir Svartakletti er urð og eilíft brim eins og þú sérð núna í logninu, en undir Ljósalandi ein hin bezta lending og uppganga skáhalt upp að bænum. Einu sinni fyrir æva-löngu geisaði óveð- ur hér með ströndinni. Þá var engin byggð á Svartanesi, því að engum þótti þar óhult vegna náttúruumbrota. En er óveðri þessu slotaði, þá kom í ljós, að ókunnur maður maður var setztur að þarna og búinn að reisa yfir sig skýli. Um þetta var mönn- um mjög tíðrætt í þá daga, enda virtist Svartanessbóndinn hafa hrapað niður úr skýjunum með rigningarflóðinu. Sjálfur kvaðst hann hafa komið af hafinu, en var fáorður um fortíð sína. En um lending- una í ofviðrinu varð honum tíðrætt. Hann hafði fyrir löngu vilzt og beið dauðans í sjónum, myrkrinu og stormin- um. En þá allt í einu brá upp ljósi í f jarska, skæru og kynlegu, því að hvort sem hann var á öldutoppi eða í bylgjudal, þá sá hann ávallt ljósið í sömu stefnu. Eins og í leiðslu stefndi hann nú beint á þetta ljós, og trúði upp frá því, að það eitt hefði getað borgið lífi sínu. Og að lokum renndi hann upp í f jöruna undir Ljósalandi, sem hann kallaði svo, og kvað þar búa ljósálfa, sem hefðu vísað leiðina til lífsins. En ljósið sá hann ekki framar. Hina klettborgina nefndi hann Svartaklett, og kvað þar búa dökkálfa eina. Sagan segir, að Svartanessbóndinn hafi kvænzt dóttur bóndans á Líká, og enn í dag búa afkom- endur þeirra á Svartanesi. En nú kemur það kynlega við þessa sögu. Svartanessbóndanum var stöðugt í minni brimgnýrinn og rótið undir Svarta- kletti frá nóttinni voðalegu. 1 hvert skipti, sem hann reri til fiskjar, ýfðist þessi minn- ing upp eins og opið sár, unz sjórinn varð honum sálarleg ofraun, því að í hvert sinn, er hann kom að í myrkri, gat hann eins búizt við að lenda undir Svartakletti, og brimgnýrinn lét eins og djöfullegur stork- unarhlátur í eyrum hans. Þá var það, að hjónin tóku upp Svarta- ness-siðinn. Þau fóru með börnin sín, eitt af öðru, og skírðu þau úr sjávarlöðrinu við Svartaklett, til þess að vingast við dökk- álfana og gera þá guðfeður barnanna, því að myrkurótti þeirra var ljóstrúnni meiri. Skírn þessi varð að fara fram í myrkri og helzt í ofviðri. Sagt var, að sogið og brim- gnýrinn lægði jafnan meðan á athöfninni stæði. Ef skírn þessi yrði vanrækt, myndi bát Svartanessættar brjóta við Svartaklett eða annað ennþá verra. Svo ríkur varð Svartaness-siðurinn, að lengi var ættliður eftir ætthð laugaður í sjávarlöðrinu, svo að lítið bar á, enginn þorði að bjóða honum byrginn. En svo bar við, að einn Svartanessbónd- inn sótti prest til að skíra, segir sagan. Og hvað ætli svo sem hafi hent, hreyta menn út úr sér glottandi. Sagnirnar eiga svar við því. Þetta kvöld voru synir Svartanessbónd- ans ekki komnir að, er presturinn fór. Þeir komu ekki að heldur um nóttina. Svarta- nessbóndinn svaf ekki vel. Þetta var ekki einleikið. En þó, veðrið var blítt og hvergi alda, nema ólátabrim undir Svartakletti að vanda. I birtingu gekk bóndinn fram á klett- inn. Þar lágu þeir f jórir með tölu og bylt- ust, sundurtættir innan um urðinaoghrasl- ið úr bátnum. Sagan segir, að bóndinn hafi misst vitið og gengið til sona sinna. Og enn leið meira en öld. En þá var aftur sóttur prestur að Svartanesi. Það mundu elztu menn, er ég var í bernzku. En er hann var nýfarinn, þá gerði það óskaplegasta fárveður, er sögur fara af hér um slóðir. Það var ekki vistlegt á Svartanesi þessa nótt. Svo mikill var stormurinn og regnið, að ekkert ljós hélzt lifandi í bænum, sem var orðinn gamall og gisinn. Og um miðnættið byrjuðu ósköp- in, fjöllin tóku að hrynja niður sunnan- megin á nesinu, því að regnið var svo stór- kostlegt, að allt losnaði og fór á stað, sem farið gat. Þá var hjónunum á Svartanesi nóg boðið. Þau lögðu á stað með ungbarn- ið í fanginu og ætluðu að komast til Lík- árvíkur. I fylgd með þeim voru synir þeirra tveir fulltíða. Þeir sluppu báðir lif- andi, en hjónin og barnið fórust þessa nótt á miðri leið, í skriðuföllum, sem nú tóku að hrynja norðan megin nessins einnig. Síðan hefir enginn lifandi maður komið til Svartaness landleiðina, því að um morguninn leit allt út eins og í dag. Fjöllin höfðu í rauninni hrapað. Seinustu orð Svartanessbóndans, sem synirnir litu hverfa í skriðuhlaupið, voru þessi: — Ef það ber við í þriðja sinn, er Svartaness-siðurinn úr sögunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.