Vikan


Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 19
Nr. 48, 1939 VIKAN 19 Það var kallað á Odette, og hún flýtti sér út að glugganum og gægðist nið- ur í garðinn. — Ó, eruð það þér, madame Martineau. Ég skal koma rétt strax niður til yðar. Andartaki síðar stóð hún niðri hjá ma- dame Martineau og las blaðagrein, sem gamla konan benti henni á með skjálfandi fingrum. Blóðið þaut fram í kinnar Odette á meðan hún las greinina. Þegar hún hafði lokið lestrinum leit hún spyrjandi á gömlu konuna. — Þetta er skrítin saga. — Skiljið þér þetta ekki? spurði ma- dame Martineau æst. — Þessi hermaður hefir verið tekinn til fanga 1914 og á skjöl- unum, sem hann hefir á sér, sést, að hann hefir verið látinn laus 1918. Síðan hefir hann verið á flækingi. Hann hefir misst minnið og hefir enga hugmynd um, hvað hann heitir eða hvaðan hann er. Ekkert! Það er álitið, að hann sé um 35 ára gamall .... Odette svaraði ekki, en starði fram fyrir sig. Hún var falleg. Sólin skein á ljóst hár hennar. Brúnu augun hennar voru stór og góðleg, en grannleita andlitið var alltof al- varlegt. — Ætli það geti verið! sagði hún lágt. — Víst getur það verið, sagði frú Mar- tineau. — Það getur ekki einungis verið, heldur er það áreiðanlegt! Það kemur oft fyrir, að menn tapi minninu, sérstaklega, ef þeir verða fyrir einhverri geðshræringu. En hvað aumingja drengurinn hlýtur að hafa liðið. Kannske hefir hann verið sleg- inn í höfuðið ... maður veit aldrei, hvað fyrir getur komið. Mér dettur Jacques í hug. Jacques minn verður einmitt 35 ára á þessu ári. Hvers vegna segið þér ekkert? Odette var náföl. Á meðan gamla konan lét dæluna ganga um son sinn, hugsaði Odette um Charles Chévalier, unnusta sinn, sem tók þátt í orustunni við Artois árið 1915 og var á meðal þeirra, sem vantaði. Var það nokkur furða, þó að henni fyndist skyndilega, að þessi hermaður og Chévali- er væri einn og sami maðurinn? Hún gat aldrei fengið af sér að trúa því, að hann væri dáinn. Hún hafði verið munaðarlaus síðan 1917, en þá hafði hún misst móður sína. Hún settist að í litlu þorpi, og madame Mar- tineau, sem einnig var einmana og bjó í sama húsi og Odette, annaðist ungu stúlk- una. Sameiginleg sorg hafði tengt þær saman. Þær hittust á hverjum degi og töl- uðu þá oftast um ástvini sína og hugguðu sig með þeirri veiku von, að þær fengju bráðlega að sjá þá aftur. En í dag var eins og eitthvað ógurlegt stæði á milli þeirra, og madame Martineau neitaði í fyrsta skipti að fara upp til hinn- ar ungu vinkonu sinnar, þó að hún brynni í skinninu eftir að tala við einhvern. Þegar Odette stóð aftur inni í herbergi sínu, starði hún lengi hugsandi fram fyrir sig. Hún var bæði æst og reið. Hvers vegna þér skylduð frétta þetta. Síðan rétti hún Odette bréf, sem hljóðaði nákvæmlega eins og bréfið, sem Odette hafði fengið. — Ó, hrópaði Odette og vissi ekki, hvað hún átti að segja, því að henni var illa við að tala um, hvers vegna hún var þar. — Ég fékk líka bréf. Madame Martineau starði undrandi á Odette. Skyndilega hrópaði hún reiðilega: — En þér eruð ekki með öllum mjalla, barn! Myndin, sem þér hafið sýnt mér af unnusta yðar, er ekki vitund lík myndinni, sem í blaðinu var ... Jacques. — Afsakið, sagði Odette og var særð. — Ég hefi borið myndirnar saman og mér finnst þær svipaðar. Stjóm sjúkrahússins ^111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111l•«llII111111111111111111lllllllllllllllIIIlllll lll■llllllllllllllll■llll■llllll■l | Smásaga etfir Joseph-Emile Poiriers IIHllllllllllllll11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111»* ætti þessi óþekkti hermaður endilega að vera sonur hennar? Það gæti alveg eins verið, að hann væri unnusti hennar . . . Eða hvorugur þeirra ... Og samt . . .! Odette gat ekki um annað hugsað allan, liðlangan daginn á meðan hún var við vinnu sína. Þegar hún hafði lokið vinnu sinni, sett- ist hún niður til að skrifa til sjúkrahúss- ins, því að í blaðinu hafði fólki verið bent á að skrifa. þangað. Hún gaf þar nánar upplýsingar um unnusta sinn og lét því næst bréfið í póst.---------- Næstu daga beið hún með mikilli eftir- væntingu eftir svari, þó að hún þættist vita, hvernig það hljóðaði. En innst inni vonaði hún, að sér skjátlaðist. Hver dag- urinn á fætur öðrum leið, án þess að hún fengi svar. í stað þess kom madame Mar- tineau. Odette tók á móti henni án sýnilegrar hrifningar, en gamla konan virtist ekkert taka eftir því. Hún var allt of niður sokkin í fyrirspumir sínar um hermanninn til þess. Nú kom hún til að kvarta yfir stjórn sjúkrahússins, sem hefði brjóst í sér til þess að láta gamla móður bíða. Hún var nú orðin enn öruggari í trú sinni um, að þessi hermaður væri sonur sinn. Blöðin höfðu flutt af honum myndir, en samt — eða kannske einmitt þess vegna — hafði madame Martineau þekkt hann aftur. Odette hlustaði á allt þetta með gremju og meðaumkun. Gamla konan talaði með svo miklum ákafa og hlýju, að Odette kom ekki upp nokkm orði. Næsta dag fékk Odette bréf. Hún opn- aði það með skjálfandi höndum. Það var frá stjórn sjúkrahússins. Hún var beðin um að koma sjálf og athuga hermanninn. Sú fyrsta, sem hún kom auga á, þegar hún steig út úr bílnum á brautarstöðinni næsta morgun, var madame Martineau. — En hvað það var fallega gert af yður að koma hingað, hrópaði gamla konan og opnaði töskuna sína. — Að hugsa sér, að hlýtur að hafa fundizt hið sama fyrst hun skrifaði mér. Á leiðinni yrtu konumar ekki hvor á aðra, en sátu í sínu horninu hvor og horfðu á landslagið út um gluggana. Nokkrum klukkustundum síðar stóðu þær fyrir framan stóra, hvíta byggingu. Þær gengu inn og þeim var vísað inn í herbergi, þar sem sátu um fimmtíu manns. Við og við kom hjúkrunarkona í gættina og kallaði upp eitt eða tvö nöfn. Eftir tvo tíma var kallað á Odette, og hún leit sigri hrósandi á madame Martine- au um leið og hún gekk út. Hún var leidd inn í bjart herbergi, þar sem þrír menn vom að skoða svipbrigði á andliti þess fjórða, sem sat á stóli. — Þekkið þér hann ? spurði eftirlitsmað- urinn. Odette horfði á manninn og um leið dó brosið á vömm hennar með voninni. Mað- urinn, sem var fölur og grannvaxinn, horfði spyrjandi með stórum, hryggum augum á hana .. . Hún spurði sjálfa sig, hvernig sér hefði getað þótt þessi maður líkur unnusta sín- um. Hún kannaðist ekki við einn einasta drátt í andliti þessa aumingja manns. Hún gat ekkert sagt. Hristi aðeins höf- uðið og flýði til þess að dylja grát sinn. Hún hafði enga hugmynd um, hvernig hún komst heim. Henni fannst hún aldrei hafa verið eins einmana áður. Hún fór ekki út næstu daga, því að hún gat ekki hugsað sér að hitta madame Martineau. Tveim dögum síðar komst hún að því, að gamla konan væri enn í París. Utan við sig af gleði hafði hún haldið, að hún þekkti son sinn, en samt hafði henni ekki verið leyft að fara með hann heim. Stjóm sjúkrahússins var ekki viss um, að hún hefði á réttu að standa. Hún vildi fá stað- reyndir, en þar sem þær voru ófullnægj- andi, áleit hún, að hún gæti ekkert að- hafzt. Odette, sem skildi, að gamla konan átti enn bágara en hún, fór til Parísar til að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.