Vikan


Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 21
Nr. 48, 1939 VIKAN 21 SKYNSAMUB DRAUGUK. Framh. af bls. 9. — Ég drap hann ekki, herra — hann drap mig. — Ég kólnaði allur upp. Tungan límd- ist við góminn, og ég gat ekkert sagt. Fæt- ur mínir voru eins og blý. Gamli maðurinn leit upp og brosti. — Það er ekkert að óttast, herra. Ég geri engum mein. Eins og í draumi tókst mér loks að stynja upp: — En — en — að vera að veiða — og svona gamall . . . — Það er refsingin, sem ég tek út fyrir vanstillingu mína og afskiptasemi. Ég hefði átt að hafa vit á að leggja ekki í einvígi við mann af de la Crozier-ættinni. ■— Þeir hafa alltaf verið beztu skilminga- menn Frakklands. Og ég hefði átt að hafa vit á að blanda mér ekki í það, sem mér kom ekkert við. -— Þau giftust sem sé og virtust eiga prýðilega saman. Og nú, herra minn, er ég hér til að læra að ástunda þolinmæði. Ég þarf að veiða vatnakarfa og verð að vera hér fram til þeirrar stundar, sem ég hefði dáið eðlilegum dauðdaga, ef ég hefði lifað, eða þangað til ég er búinn að veiða vatnakarfann, herra, þangað til ég er búinn að veiða vatnakarfann ... — Ég spratt upp og tók til fótanna. Ég brauzt í gegnum dimman skóginn, um leið og fyrstu regndroparnir komu. Þegar ég kom heim í höllina hneig ég niður. Þér, Charles, var sagt, að mér hefði orðið illt af mat. Ég kom ekki til miðdegisverðar það kvöld, og daginn eftir lagði ég af stað til Englands. Þetta er draugasagan mín, eruð þið ánægðir, herrar mínir? — Hvað varð um Ysabel? spurði ein- hver. — O, hún giftist auðvitað de la Crozier greifa — og ég býst við, að þau hafi átt prýðilega saman. Það var stundar J)ögn. Loks sagði ég: — Einn er það, sem ekki er algjörlega sannfærður, og það er ég. — Jæja, sagði Milmay. — Heldurðu, að ég hafi búið hana til? Eða heldurðu, að ég hafi séð ofsjónir — skugga eða kind? — Nei, sagði ég, —• þú sást hvorki skugga eða kind, þú sást mig. Ég var draugurinn. Þú varst svo einþykkur asni, að þú myndir hafa háð einvígið — og ég gat ekki fundið neina aðra leið til að koma í veg fyrir, að þú létir bezta skilminga- mann Frakklands reka þig í gegn, vegna kvenmanns, sem — verðskuldaði það í raun og veru alls ekki. Prentmy ndas tof a n LEIFTUR Hafnarstræti 17. Framleiðir fyrsta flokks prentmyndir | Hver verður fyrsti forseti Islands? | Við Islendingar höfum háð vopn- lausa frelsisbaráttu og beitt fyrir i j okkur skynsemi og þrautseigju í stað | i brugðinna branda og blóðsúthellinga j j til að endurheimta það stjórnarfars- [ j lega sjálfstæði, sem vér seldum í j i hendur erlends þjóðhöfðingja fyrir j j hálfri sjöundu öld. Eftir fjögur ár j \ stígum við lokasporið í þessari bar- j j áttu með uppsögn sambandslaganna i j 1943, sem þjóðin virðist einhuga um j i að slíta, eftir þeim röddum, er fram j j hafa komið. j I Því nær, sem dregur til þessara úr- j j slita, virðast margir hugsandi menn 1 j hafa mikinn áhuga á því, hvaða Is- j j lendingur muni hljóta þá virðingu að j j verða fyrsti forseti hins íslenzka lýð- j I veldis, en það stjórnarfyrirkomulag j j virðist ekki skiptar skoðanir um, að [ i bezt henti Islendingum í framtíðinni. j \ Og svo hitt, hver sé þessu virðingar- j i starfi bezt vaxinn. Um það sýnist i j auðyitað sitt hverjum. i Þar sem Vikunni er kunnugt um, að j j þetta mál er mjög rætt manna á j j meðal, þó opinberlega hafi lítið verið i j á það minnzt, hefir blaðið ákveðið að j j stofna til próf-forsetakosningar með- i i al lesenda sinna til að þreifa fyrir sér j j um áhuga þjóðarinnar á þessum mál- j j um og gefa fólki tækifæri til að láta j j áhuga sinn í ljósi á virkan hátt. j Kosningunni hefir blaðið ákveðið að i j haga þannig: j Kjósandi klippi meðfylgjandi kjör- j j seðil úr blaðinu og skrifi á púnkta- j j línuna nafn þess manns, er hann vill \ i ljá atkvæði sitt. Kjósandinn þarf ekki j j að geta nafns síns. Kjörseðilinn [ j (seðlana) skal síðan senda blaðinu í j j velluktu umslagi, greinilega auð- i j kenndu í horni: Próf-forseti. Síðan j i verða seðlarnir vikulega taldir hjá i I lögmanni, og úrslitin birt jafnóðum í j j sýningarglugga blaðsins í Austur- j i stræti 12. j j Kjörseðlarnir verða prentaðir í næstu i i 4 tölublöðum Vikunnar, og kosningar- i j frestur er útrunninn að kvöldi 10. j i jan. 1940. Fyrir þann tíma verða i i kjörseðlarnir að vera komnir til af- j j greiðslu blaðsins, og það kvöld verða j j úrslitin birt í sýningarglugganum og i i ennfremur í blaðinu, er kemur út j j 11. janúar 1940. j j Vikan væntir góðrar þátttöku og góðs j j skilnings lesenda sinna í þessari kosn- i i ingu, og fróðlegt getur það orðið fyrir j j seinni tímann að sjá, hvort tillögur j i þær, er hér kunna fram að koma, i j reynast að hafa við rök að styðjast, j j þegar til hinnar raunverulegu for- j \ setakosningar kemur. Óskar Þórðarson frá Haga: VORREGN. Yfir landsins ljósa sumar skrúð loftsins þokur drjúpa mildri úð . . . Sérhvert líf, er þráir nýjan þrótt, þokast ofar, duldu magni knúð. Þunga dropa drekkur völlur frjór, dæld og hjalli, stekkur, berjamór. Grúndir ljóma grænum klæðum í, grasið angar, þyrst í sól á ný. Falleg smáblóm fæðast jörðu úr, f jólan blá og lambagrasið smátt, til að fagna skini eftir skúr, skrautleg tákn um vorsins gróðurmátt Hraðir vængir kljúfa gráan geim, gellur við í tindi’ og klettaþröng. Þegnar loftsins hefja sigursöng, sumar ljóðið: ég er kominn heim. Heill þér regn, er vökvar vorsins reit, við þig bindur framtíð gróin sveit. Blessun þín til þúsundanna nær, þar sem líf úr dökkri moldu grær. Jón Norland, læknir. ‘Vinur sæll, ég syng þér kveðju mína, er sólin litar rauðan, víðan marinn. Þótt sértu burt af vorri foldu farinn, þá fegrar starf þitt alla vegi þína. Þótt vissulega verði menn að deyja, þá vakir sérhvert starf og endurfæðist. Með vísindunum vorhugurinn glæðist. Þú, vinur, kunnir mörgu frá að segja. Þér sækist vel, ef sál þín rís af blund, í sólarheimi, ofar dauðans fold. En sértu aðeins djúpt í móðurmold, þá minningarnar lifa alla stund. Einar Markan. Atkvæðaseðill. Próf-forsetakosningin Fyrir fyrsta forseta hins væntanlega, ís- lenzka lýðveldis kýs ég: Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Rvík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.