Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 3
3
Nr. 48, 1939___________________
ÍSLAND
I. Svo segir í fornum heimildum, að
landi því, sem við byggjum, væri til forna
valið nafnið Island, sem það hefir síðan
heitið.
Að vísu voru landinu valin fleiri nöfn,
svo sem Týli, Snæland og Garðarshólmr,
að því er Landnámabók hermir, en nafnið
Island varð það nafn, sem festist við land-
ið, og er nú fyrir löngu hefðbundið heiti
þess gegnum aldaraðir.
Fornar heimildir skýra frá því, hvernig
nafnið ísland varð til. Flóki Vilgerðarson
víkingur af Rogalandi lét í haf frá Noregi,
til þess að leita lands þess, sem fundið
hafði Naddöðr víkingur og nefnt Snæland.
Flóki þessi reyndist lítill fyrirhyggjumað-
ur um búsýslu, drap hann fénað sinn úr
hor og flosnaði síðan upp. Er frá því skýrt
í Landnámabók, a,ð áður en Flóki færi utan
gengi hann upp á fjall eitt hátt, og sá í
norðurátt fjörð fullan af hafís. Kallaði
hann þá landið Island. Er sýnilegt, að nafn
þetta er ekki valið af hlýjum hug til lands-
ins, enda bar Flóki landinu illa söguna
hvarvetna, er hann kom utan.
Það er auðséð, hvers vegna það varð ein-
mitt þetta nafn, sem festist við landið. Það
voru Norðmenn, sem festu þetta nafn
við landið, til þess að níða það niður og fá
menn til að trúa, að það væri óbyggilegt.
Það átti að stemma stigu fyrir fólksflutn-
ingum hingað, að velja landinu nógu hrak-
legt nafn. Síðar var og gripið til þess
bragðs að skattleggja og svipta eignum
þá menn, sem hingað leituðu. Það var því
ekki nema eðlilegt, að nafni Flóka yrði tek-
ið tveim höndum af óvildarmönnum lands-
ins, enda tókst þeim að festa nafnið, vegna
þess að landnámsmennirnir voru flestir frá
Noregi.
Það verður því ekki sagt, að vel hafi til
tekizt um nafngipt landsins. Munu fáir
gestir óþarfari hafa til þessa lands leitað
en búskussinn Flóki, höfundur þess ómak-
lega og skaðlega nafns, sem hann, illu
heilli og af illum hug valdi landi okkar, og
óvildarmenn þess síðan festu við það.
Islendingar sjálfir hafa ekki valið land-
inu þetta nafn, og hefðu aldrei gert, ef
þeir hefðu ráðið. Nafnið er þannig í raun-
inni ekki íslenzkt, ef svo mætti að orði
kveða. Fyrstu frumbyggjar landsins köll-
uðu land þetta Thule (Týli, Landnáma-
bók), að því er sögulegar heimildir herma,
og sem síðar verður vikið að.
Nú er það að vísu svo, að margir munu
telja, að ekki skipti miklu máli, hvað land-
ið heiti. En við nánari athugun er það þó
alls ekki svo lítilsvert atriði, sem margur
kynni að halda. Að vísu verðum við al-
mennt ekki vör við það, að nokkuð sé at-
hugavert við nafnið. Við erum vön þessu
nafni og okkur er hlýtt til þess, af því að
okkur er hlýtt til landsins, rétt eins og
VIKAN
- THULE.
Á að breyta nafni landsins?
Eftir SIGURÐ ÓLASON, lögfræðing.
okkur finnst þau nöfn falleg, sem það fólk
heitir, sem okkur fellur vel í geð. En það
verður annað uppi á teningnum þegar við
hugsum um nafn landsins, án þess að láta
kenndir okkar til landsins eða venjuhelgi
nafnsins hafa þar áhrif á. Maður þarf ekki
að hafa mikil kynni af erlendum þjóðum,
til þess að verða var við þann kuldalega,
óhugnanlega blæ, sem nafnið Island hefir
í erlendum tungum, og meðal allra þeirra,
sem ekki þekkja til landsins. Þó að nafnið
kunni að hafa einhvers konar sögulega eða
þjóðlega helgi í hugum landsmanna þá er
það einungis vegna vanans, en ekki af
öðru. Skyldum við því varast að láta það
villa okkur sýn, því ,að það er mála sann-
ast, að nafnið Island er fullkomið rang-
nefni, og auk þess svo ljótt og ómaklegt,
að tæplega má vansalaust teljast lands-
mönnum að una slíku, þegar þess er gætt
af hvaða hvötum og með hverjum hætti
það er til orðið.
Mál þetta er í sjálfu sér ekki einasta
metnaðar- og tilfinningamál, heldur og
hagsmunamál landsbúa í nútíð og framtíð,
ems og síðar verður að vikið. Virðist því
ekki úr vegi að vekja málið af þeirri þögn
og gleymsku, sem um það hefir ríkt frá
upphafi vega. Hefir um margt verið rætt
og ritað, sem minna er um vert. Er þess
og að geta, að sá tími nálgast nú (sam-
bandsslit við Dani), sem gerir það sérstak-
lega tímabært að hreyfa þessu máli opin-
berlega.
II. Ekki verður því með rökum móti
mælt, að nafnið Island sé fullkomið rahg-
nefni. Landið er ekki meira ísland en mörg
önnur norðlæg lönd hér í álfu. Pálmi rektor
segir í ágætum formála fyrir bók einni,
að Eldland væri ekki síður réttnefni en
Island. Landið hefir stundum verið nefnt
mörland í háði, og verð ég að segja, að
miklum mun væri það nafn nær sanni. En
þó að það sé þannig bæði óviðfeldið og
ómaklegt að kenna þetta fagra og góða
land við „landsins forna fjanda“, hafísinn,
þá væri í rauninni ekkert við því að segja,
ef ekki kæmi fleira til. En nafninu er auk
þess þann veg farið, að líklegt má telja,
eða víst, að það hafi valdið og muni valda
okkur tjóni, beint og óbeint, og einnig í
hagsmunalegu tilliti.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að á síðustu tímum hefir orðið meginbreyt-
ing á afstöðu okkar gagnvart umheimin-
um. Landið er nú ekki lengur svo einangr-
að, sem verið hefir á liðnum öldum. Menn-
ingarleg og f járhagsleg viðskipti okkar við
aðrar þjóðir er orðinn verulegur og sífellt
'vaxandi þáttur í tilveru þjóðarinnar. Ein-
angrun okkar á liðnum öldum hefir að
sumu leyti verið okkur vörn, en að öðru
og flestu leyti til skaða, enda því nær riðið
okkur að fullu. Vanþekking annarra þjóða
á landi okkar og högum hefir valdið hér
miklu um. Það er nú viðurkennt, einnig af
löggjafar- og stjómarvaldi landsins, að
okkur sé það ekki einasta metnaðarmál,
heldur og beint hagsmunamál, vegna við-
skipta okkar við aðrar þjóðir (afurðasölu
o. fl.), að vinna að aukinni kynningu lands
okkar og þjóðar erlendis. Við höfum í því
skyni hafið margháttaða starfsemi til land-
kynningar, sett á stofn ferðaskrifstofu,
tekið þátt í heimssýningu í New York með
ærnum tilkostnaði, reynt að auglýsa full-
veldi okkar út um heim o. s. frv. Með þessu
viljum við láta umheiminn sjá og skilja,
að við höfum landfræðileg og menningarleg
skilyrði til þess að standa jafnfætis öðrum
hvítum þjóðum um afurðir og afrek. '
En hér er við ramman reip að draga.
Þekking erlendra þjóða á landi okkar og
þjóð er mjög bágborin, svo að ekkisémeira
sagt. Verður þess sennilega langt að bíða,
að til batnaðar bregði til muna, nema það
sem við getum sjálfir til vegar komið um
þá hluti. Vanþekking umheimsins á landi
þessu og þjóð er-okkur ef til vill að sumu
leyti nokkur vörn gegn erlendri ásælni, en
það er sjónarmið, sem fullvalda þjóð getur
ekki tekið tillit til. Það er þvert á móti hin
bezta vörn fyrir sjálfstæði okkar í fram-
tíðinni, að aðrar þjóðir hætti að líta á okk-
ur sem eskimóaþjóð, og viðurkenni okkar
sögulega og mannfræðilega rétt til sjálfs-
forræðis við hlið annarra hvítra þjóða. Við
verðum því að leggja áherzlu á að uppræta
allt það, sem er til þess fallið að vekja eða
halda við vanþekkingu eða röngum og
lítilsvirðandi hugmyndum um land okkar
og þjóð. Nafnið Island er áreiðanlega eitt
af því, sem er til þess fallið að gefa slík-
um hugmyndum byr undir vængi, enda var
upphaflega svo til ætlazt.
Sannleikurinn er sá, að þekking erlendra
þjóða um land okkar og þjóð nær yfirleitt
ekki út fyrir það að þekkja eða kannast
við nafnið. Almenningur kannast við nafn-