Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 14
14
VIKAN
Nr. 48, 1939
r
Atímabilinu frá 1874 til 1918 var 2.
ágúst haldinn hátíðlegur sem mesti
merkisdagur í sjálfstæðisbaráttu
vorri til þess tíma. Þessi dagur var þjóð-
hátíðardagurinn, þegar Kristján konungur
níundi kom með „frelsisskrá í föðurhendi",
þessa stjórnarskrá, sem sagt var 30 árum
síðar, að væri orðin ,,helsisskrá“. Það kom
einnig að því, að vér uxum upp úr þeim
stakki, sem sniðinn var 1874 og 1. desem-
ber varð dagur fullveldisviðurkenningar-
innar, en 2. ágúst hvarf úr tölu hátíðis-
daga, inn í rökkur sögunnar. 1. desember
er hinn pólitíski hátíðisdagur vor á tíma-
bilinu frá 1918 til 1943, en um það bil verð-
ur hann að þoka fyrir nýjum degi. Við
skulum vona, að hátíðisdagur hins full-
komna sjálfstæðis, sem þjóðin eftir það
heldur helgan um alla framtíð, verði vor-
eða sumardagur, en ekki skammdegisdag-
ur eins og 1. desember.
Styrjöldin 1914—1918 varð Islendingum
reynsluskóli. En svo vel stóðst þjóðin í
þeirri raun, að bjargast ein í því ofviðri,
sem þá geysaði, að með því var sannaður
réttur vor til fullveldisviðurkenningarinn-
ar, þótt engu öðru hefði verið til að dreifa.
1918 var öll sambúð þjóða í deiglunni.
Örlög þeirra voru þá skorin og sköpuð,
alda áþján var létt af sumum og ný áþján
leidd yfir aðrar, en Island mun hafa verið
eina landið, sem þá fékk sjálfstæði sitt
viðurkennt, án þess að sú þjóð, sem full-
veldið játaði, væri til þess knúð vegna
beinnar þátttöku í heimsstyrjöldinni.
Á styrjaldarárunum bárum vér alla
ábyrgð á oss sjálfir. Vér sigldum um höfin
á nýfengnum skipum og sendum fulltrúa
til viðræðna við stórþjóðirnar um þau mál,
sem þá þurfti að leysa viðvíkjandi verzlun
og siglingum landsins. Sjálfstraustið óx.
Vér hættum að miða allt við Dani, eins
og títt hafði verið, en trúin á dug þjóðar-
innar fékk nýtt líf.
Þess hefir naumast verið getið, að eitt
sinn höfðu íslendingar áður komizt í svip-
aðar kringumstæður, en það var á tíma
Napoleonsstyrjaldanna, þegar hafnbönnin
á meginlandinu og við Englandsstrendur
H inn
nýi dagur
Eftir
Einar Ásmundsson, lögfræðing.
surfu fast að siglingum hingað til lands.
Urðu íslenzkir menn þá til þess að bjarga
þjóðinni frá voða með því að gera sam-
komulag við stjórn erlendrar stórþjóðar
um siglingarnar. Tíminn var þá vitaskuld
ekki fullkomnaður til þess að taka svipað
skref og varð 1918. En á árunum eftir
þennan styrjaldarkafla voru frelsiskröfur
íslendinga fyrst orðaðar og sjálfstæðisbar-
áttan hófst.
Tímabilið frá 1. desember 1918 til 1.
september 1939 er að nafni til friður og
þá býr þjóð vor við takmarkað fullveldi
og örðugan fjárhag. Þetta tímabil verður
vafalaust, er tímar líða, talinn afmarkað-
ur kafli í sögu þjóðarinnar. Ég ætla ekki
að rekja sögu þessara ára, en beini athygl-
inni að framtíðinni.
Rás viðburðanna sýnist ætla að verða
á þann veg, að lokaþátturinn í sjálfstæðis-
baráttunni verði háður á nokkuð svipuðum
tímum og var 1918. Allar líkur benda til,
að hinn nýi hátíðisdagur, sem tekur við
af 1. desember, renni upp í skugga Evrópu-
styrjaldar, líkt og var 1918. Enn á ný er
Evrópa í deiglunni og á sama tíma renn-
ur sú stund upp, að vér bindum enda á ald-
arbaráttu fyrir fullkomnu sjálfstæði.
Nú virðist svo sem vér séum komnir
að vandasamasta kaflanum og þeim, sem
mest veltur á, að vér skrifum sem giftu-
samlegast í sögu þjóðarinnar. Mönnum
hættir til að einblína á árið 1943, og tala
um úrslitastund, þing vort gefur yfirlýs-
ingar um vilja sinn í sjálfstæðismálinu,
eins og allt miðist við þetta eina ár, en hins
virðist síður gætt, að það er ekki fyrst
og fremst 1943, sem gert verður út um,
hver endalok verða á sjálfstæðisbarátt-
unni, heldur miklu fremur á árunum, sem
eftir eru, fram til þess tíma.
Stjórnin á innanlandsmálum þjóðarinnar
veldur miklu um, hve einhuga vér verð-
um um endurheimtu fulls frelsis. Þjóð, sem
stjórnað væri með hlutdrægni eða ofbeld-
iskenndum ráðstöfunum, einum til hags,
en á annarra kostnað, gæti naumast eign-
azt styrk til stórra átaka. Ef svo væri, 'að
þjóð, sem slíkt skref á að taka, tortryggði
forystu sína, er hætt við, að mikið drægi
úr þrótti hennar. En þjóð, sem á sér rétt-
láta stjórn og góðviljaða, sem reynir að
sameina krafta allra án tillits til stétta
eða flokka, á sér öruggt fylgi, þegar mikið
reynir á. Fyrsta skilyrðið fyrir því, að vér
getum öruggir horft til komandi lokaþátt-
ar í sjálfstæðisbaráttunni, er, að allt sé
reynt til þess, að landsmenn verði sem sátt-
astir innbyrðis. Hin hliðin snýr að viðskipt-
um vorum við erlendar þjóðir. í því efni get-
um vér byggt mjög á reynslunni frá styrj-
aldarárunum 1914—1918. Þótt enginn viti,
hvað ófriðurinn, sem nú stendur yfir, kann
að flytja oss af örðugleikum og ófarnaði,
þá vona allir, að engir þeir erfiðleikar rísi,
sem forystumönnum þjóðarinnar verði um
megn að leysa úr svo þolanlegt verði.
1. desember ætti að minna oss á, að sá
dagur er aðéins dagur eins tímabils, en að
nýtt á að renna upp, og vér verðum að
vera við því búnir. 1. desember ætti að
vera dagur til að minna á, að eining inn
á við og út á við er trygging vor fyrir
því, að landsmenn geti farsælir heilsað hin-
um nýja hátíðisdegi.
RÍKISLEIKHÚSIÐ I OSLÓ
FJÖRUTÍU ÁRA.
Framh. af bls. 11.
ettur og stórkostlegustu tónverk veraldar-
innar í operuformi. Birni Björnson tókst að
ná saman leikflokki úrvals leikara, hverra
nöfn hafa flogið á vængjum frægðarinnar
víða um lönd, meðal annarra má þar geta
Jóhönnu Dybwad og Ingólfs Schancke.
Margir frægir listamenn víðs vegar úr
Evrópu hafa og verið gestir þessarar
ágætu listastofnunar.
Nú er Norska ríkisleikhúsið í Osló, fyrir
löngu orðinn veigamikill þáttur í lífi Norð-
manna og ein af allra fremstu menningar-
stofnunum landsins. Þetta viðurkennir öll
hin norska þjóð. Hún elskar þjóðleikhús
sitt og er hreykin af því. — Myndastytt-
ur af Björnstjerne Björnson og Henrik
Ibsen hafa haldið vörð framan við bygg-
inguna í 40 ár, og sem táknrænt merki
þeirrar menningar, sem leikhúsið hefir
veitt inn í andlegt líf þjóðarinnar, var
„Bygmester Solness“ og „Paul Lange og
Thora Parsberg" helztu leikritin, sem sýnd
voru við hátíðahöldin í Osló í sept s. 1.
Víðs vegar um allan Noreg sátu þúsund-
ir manna, á þúsundum heimila, við út-
varpstæki sitt 1. september og hlustuðu
á leikútsendingar þessarar miklu hátíðar,
hlustuðu með hugann fullan af gleði og
þakklæti fyrir það, sem leikhúsið hefir
veitt þeim í þessi síðustu 40 ár. Þakklæti
fyrir ógleymanlegar gleðistundir, fyrir
bros og hlátur, fyrir skopleiki og litfagrar
leiksýningar — þakklæti fyrir óviðjafnan-
legar alvörustundir, og fyrir það, þegar
leikhúsið tókst það á hendur að vera hin
vakandi samvizka þjóðarinnar, sem vægð-
arlaust greip á meinsemdum þjóðfélags-
ins, og var boðberi nýrra og ágætra hug-
sjóna, sem fest hafa rætur meðal Norð-
manna, landi og lýð til blessunar.