Vikan - 30.11.1939, Blaðsíða 10
10
VIK A N
Nr. 48, 1939
Nýr kapítuli í sögu Charles Lindberghs
hófst í aprílmánuði í ár, þegar hann
sneri heim til Ameríku, þar sem
hann vinnur nú kauplaust sem ráðgjafi
flughersins í Washington. Og þar kann
hann við sig, þar sem hann getur ferðazt
innan veggja vinnustaðarins, án þess að
meira sé tekið eftir honum en öðrum. En
fyrir utan liggja fréttaritarar og ljós-
myndarar í leyni. Vopnaðir varðmenn
verða að gæta Morrow-búgarðsins í Engle-
wood, New Jersey, þar sem kona hans og
tveir synir búa.
Charles Lindbergh hefir verið hetja í
12 ár, og 12 ár eru of langur tími. Það er
áreiðanlegt, að hann stendur á tímamót-
um. Annað hvort verður hann að fá fólk
í Bandaríkjunum — en þar vill hann helzt
vera — til þess að hætta að tilbiðja sig
sem hetju, eða hann verður að loka sig
inni.
Ameríska þjóðin hefir ávallt misskilið
Lindbergh, annars hefðu engir erfiðleikar
orðið. Lindbergh er einn þeirra manna,
sem Ameríkumenn meta ósjálfrátt mikils.
Hann er hagsýnn, uppfinningasamur, f jör-
ugur, kröfulítill og óframfærinn.
Þegar hann lenti í París var honum
tekið vel. Sjálfum fannst honum, að hann
ætti hrós skilið. Hann naut þess að standa
Annað hvort verður fólk
að hætta að tilbiðja Lind-
bergh eftir 12 ár, eða
hann verður að loka sig
inni og lifa eins og munk-
ur innan fjögra veggja.
uppi á svölum við hlið ameríska sendi-
herrans og veifa til fjöldans. Þegar hann
sneri heim til Bandaríkjanna, var honum
Ijóst, að hann stæði á hátindi frægðar sinn-
ar og hann var viðbúinn að njóta þess á
meðan á því stóð. Honum datt ekki í hug,
að hann ætti að verða hetja í 12 ár.
Þegar þessi tilbeiðsla óx, fór Lindbergh
að líða illa. Fólkið vildi helzt þrýsta hon-
um að sér, en hann kærði sig ekkert um
það. Konurnar ætluðu að kyssa hann, en
hann brást reiður við. En því meira, sem
hann reyndi að forðast fólkið, því ákaf-
ara varð það. Einu sinni var hann að borða
með félögum sínum úti. Þegar snæðingn-
um var lokið, ruddust nokkrar konur inn
og slógust um sveskjusteinana, sem hann
hafði skilið eftir á diskinum sínum.
Lindbergh vissi, að hann var góður flug-
maður og honum
þótti vænt um, að
það var viðurkennt,
en þessi læti gat
hann aldrei skilið.
Honum var meinilla
við ameríska blaða-
menn, því að þeir
birtu í sífellu lyga-
sögur um hann.
Einn rigningar-
dag árið 1927 var
Lindbergh að leggja
af stað frá Wash-
ington til New
York. Um leið og
hann hóf flugvélina
til flugs, gerði hann
það viljandi að
skvetta leðju fram-
an í blaðamennina.
Barátta hans við
blaðamennina
harðnaði enn, þegar
hann kvæntist Önnu
Morrow. Ljósmynd-
arar og blaðamenn
eltu þau í brúð-
kaupsferðina.
Nokkrum vikum
síðar spurði einn
fréttaritarinn hann,
hvort konan hans
Charles litli með föður sínum fyrir 30 árum.
færi ekki að ala barn. Hann fölnaði af
reiði.
Þrem árum síðar, þegar Charles litli
Lindbergh, aðeins 20 mánaða gamall, var
myrtur, fannst amerísku blaðamönnun-
um engin ástæða til að taka tillit til til-
finninga Lindberghs. Hann bjóst heldur
ekki við því. Nóttina eftir, að hann hafði
komið líki sonar síns fyrir í líkhúsi einu,
ruddust blaðamenn inn til þess að reyna
að taka myndir af líkinu.
Desembernótt eina árið 1935 fór Lind-
bergh með konu sína og son sinn, Jón, til
Englands. Þar fékk fjölskyldan að vera í
friði. Hún gat heimsótt vini sína og farið
í leikhús án þess að vera ásótt.
Eins gátu þau verið í friði í París, en
þangað fóru þau síðar. I leikhúsinu glápti
enginn á þau nema einn amerískur ferða-
maður. Þar voru engir ljósmyndarar.
Á meðan Lindbergh vann með dr. Alexis
Carrel flaug hann til Indlands, Rússlands
og Þýzkalands. I einni ferðinni kom hann
við á íslandi. I þrjú ár fékk hann að vera
í friði.
Síðastliðið ár, þegar þessi friður var
rofinn, fékk Lindbergh ástæðu til að
kvarta yfir amerísku blaðamönnunum.
Þeir héldu því fram, að Lindbergh ætti
mikla sök á Munchen-sáttmálanum, þar
sem hann hefði gefið Englendingum upp,
hvað styrkur þýzka og rússneska lofthers-
ins væri mikill. Sagan vakti miklu meiri
eftirtekt í Bandaríkjunum en í Evrópu.
I raun og veru hefir Lindbergh ekki
mikla trú á rússneska lofthernum, en hann
segir, að Þjóðverjar eigi bezta loftherinn.
Þetta sagði hann vinum sínum.
Þá fóru blaðamennirnir af stað, þegar
Lindbergh fór skömmu síðar til Þýzka-
lands, og Göring sæmdi hann þýzku arnar-
orðunni. Vinir hans sögðu, að hann hefði
orðið að taka við henni. En það var ekki.
Hann vissi, að það átti að sýna honum
einhvern heiður, og bað um, að engin læti
yrðu. Göring rétti honum í veizlu einni
orðuna í lokaðri öskju með þessum orðum:
— Samkvæmt skipun foringjans fæ ég
yður þetta. Lindbergh segist hafa haft
jafngaman af þessu og öðrum heiðurs-
merkjum.