Vikan - 14.12.1939, Síða 3
Nr. 50, 1939
V IK A N
3
Emil Bjömsson.
— œvintýraland
— Margir útlendingar hafa fundið betur en íslendingar sjáif-
ir, hve landið er í raun réttri mikið ævintýraland. Einkum eru
það þeir, sem ferðast hafa um óbyggðirnar, er hafa kynnzt
hinum sýnilega ævintýraheim landslagsins, andstæðunum,
hrikaleiknum, blíðleikanum, segir greinarhöfundur
r
dag er 8. desember 1939. A þessu ári
hafa undur gerzt. Heilar þjóðir og
lönd hafa týnzt úr landafræði Vestur-
álfunnar; stóru ,,menningarþjóðirnar“
berjast fyrir friðnum, óðari en nokkru
sinni áður; „móti fasisma og stríði“ sést
ekki framar í Þjóðviljanum; en meginjörð
Evrópu er búin djöfullegum drápsvélum,
vötnin og höfin endalaus ógnaheimur og
loftið leikvöllur viðurstyggðarinnar, berg-
mál harmkvælanna og aðsetur eitursins.
Það væri því engin undur, þótt smæstu
smáþjóðinni féllust hendur í vargöld þess-
ari.
En svo er þó ekki. Vaxandi sameining
einkennir stjórnmálalífið í heild, hugsandi
og leiðandi menn þjóðarinnar tengjast
böndum, alþýða manna tekur þrengingum
tímans með skynsamlegri ró. Allra augu,
sem áður beindust út, beinast nú inn á
við, til landsins, til möguleika þess, til
vandamála þjóðlífsins, til úrlausnar þeirra
og til nýrra tíma frjálsrar, framleiðandi
þjóðar, í frjálsu, góðu landi.
Þjóðarandinn er á heimleið, ef svo mætti
segja, ógnaröldin úti hefir þjappað saman
þessari smáu, en sundurlyndu þjóð, og
mætti þó mun betur.
Það er æskan, sem á öllum tímum gef-
ur rúm eða stemmir stigu straumanna
nýju í þjóðlífinu.
Um alllangt skeið hafa borizt hingað
óþjóðlegir straumar og yfirborðskenndir á
öllum sviðum þjóðlífsins.
Þjóðin hefir lifað síðustu áratugina eins
og áhrifagjarn unglingur gegnt hinum
mikla heimi. En hún hefir heldur ekki allt-
af kunnað skil á að tileinka sér það eitt,
sem á hér við.
En hér koma tímamót. Þjóðin er orðin
fulltíða. Með hugalli alvöru og festu stíg-
ur hún síðasta sporið til sjálfstæðis síns
með trúnni á landið að vopni, þrátt fyfir
allt, sem er að gerast.
Daglega les Reykjavíkuræskan um Is-
land veruleikans, atvinnuháttanna, mögu-
leikanna, framfaranna, Island í dag, Island
í verki. Þessi fræðsla er nauðsynleg aldrei
fremur en nú. Hún glæðir trúna á landið.
En ísland — ævintýraland er sjaldgæf
fyrirsögn. Þó er Island að líkindum eitt
hið allra auðugasta ævintýraland heims-
ins. Þótt skömm sé að, þá hafa útlending-
ar margir fundið þetta betur en íslending-
ar sjálfir, því að glöggt er gests augað.
Einkum eru það þeir, sem hafa ferðazt um
óbyggðirnar, en þeir þekkja aðeins hinn
sýnilega ævintýraheim landslagsins, and-
stæðurnar, hrikaleikann, blíðleikann, gróð-
urlautirnar og grátt hraunið, hina enda-
lausu fjölbreytni, litbrigði og líf.
En Islendingarnir sjálfir, sem alast upp
í ævintýraheimi landsins og lita þar ímynd-
unarafl sitt, hafa öldum saman verið að
skapa þann ósýnilega ævintýraheim, sem
birtist í þjóðsagnaauði okkar og fáir út-
lendingar hafa fengið að kynnast.
I þjóðsögunum tvinnast saman veruleiki
og óveruleiki, æfintýraheimar hugans og
augans, í dásamlega auðugum og einstæð-
um skáldskap.
Megin þorri æskunnar í landinu þekkir
lítt til landsins á þessum mótum tveggja
heima. Ástæðan er sú, að þeim fækkar
stöðugt, sem fæðast og alast upp út í ís-
lenzkri náttúru, ef svo mætti segja.
En í hinni ungu þjóðarsál vakir þó
stöðugt óljós þrá inn að hjarta landsins.
Með batnandi samgöngum og vaknandi
vitund um ævintýraheim byggða og
óbyggða hefir æska Reykjavíkur sýnt á
undanförnum árum, að hún er börn þeirra
feðra, sem eftir erfiðan dag fundu hvíld
og nautn í að yrkja um ævintýraleik lands-
ins og óveruleik. Þessi æska, sem á nú að
erfa landið, vill sízt sjá af ævintýraljóma
þess, aðalmarkinu sjálfu. Hún minnist
ljóða og litbrigða fossanna við ljósorku
þeirra, hún er ef til vill fyrst hagsýn, en
ANNAÐ EFNI
BLAÐSINS:
Hinn nýi foringi „Rauðstakkanna" í
Kanada.
Minning, smásaga eftir I»orl. Ben.
Þorgrímsson.
Tyrkneska varðsveitin eftir Henry
Petersen.
Bókafregnir.
Síðasta tilraunin bennar, smásaga eftir
Marguerite Comert.
Bamasaga.
Orð í tima töluð — o. fl.
Emil Björnsson.
hún leynir aldrei, né vill leyna, einkenni
íslenzkrar þjóðar, skapandi ímyndunarafli
og ævintýraþrá.
Ævintýralandið er ekki eingöngu jörðin,
heldur og vatnið, eldurinn og loftið. Eng-
in jörð er líkari til að leysa úr læðingi
mannlegt ímyndunarafl en íslenzk jörð.
Það kemur í fyrsta lagi fram sem skáld-
skapur, en ekki sem sjúklegur heilaspuni.
Þjóðin eignaðist snemma ósýnilega kunn-
ingja út um landið. Einkum var það huldu-
fólkið. Þó fór kunningskapur þessi æði oft
út um þúfur, er álfarnir skiptu börnum
sínum fyrir mennsk börn eða ástir brugð-
ust milli álfheima og mannheima, og fleira
mætti telja.
Og þá gerðust sögurnar. En þær bera
svo viðkunnanlegan og eðlilegan blæ af
mennskum uppruna, að þær lenda aldrei
á galeiðum gráustu geminganna.
Líf þeirra líktist svo mannlífinu. Huldu-
fólkið býr í hömrum og klettum, álfarnir
í hólum, giljum, ásum og klöppum, jafn-
vel öllum mishæðum. Grásteinar og Grett-
istök urðu hin dásamlegustu hýbýli og i
„hvolnum kvað við samhljómur klukkn-
anna á kvöldin.“ Það var allajafna eitt-
hvað tígulegt við þetta fólk, og söngvið
var það og seiðfullt, ásthneigt, hefnigjarnt
og stundum undirförult. Glæsileikur álf-
anna stendur óefað í sambandi við veru-
staði þeirra, og vart á nokkur auðþjóð
heimsins stórfenglegri byggingar en ís-
lenzku hamraborgirnar og kastalana, —-
stuðlaberg og strandberg. Það er því engin
furða, þótt höfðingjaþjóð byggði hallirn-
ar, í ímyndun sinni, tígulegum og ævintýra-
legum verum.
Frá hamraborgunum er skammt niður
til hellanna. Þessir myrkrageimar eru í
senn bæði hrikalegir og hræðilegir, enda
er tröllum og óvættum ætlaður þar staður
í þjóðtrúnni. Samræmið er auðsætt. Þá
koma útilegumennimir, sem lifa líkast lífi
byggðafólksins. öldum saman hafa ís-
lenzku smalamir þekkt útilegumannadal-
inn. Hve oft herma ekki sögumar, að halli
undan fæti, og sögumaðurinn kemur nið-
ur í djúpan dal, þar sem úir og grúir af
feitum kvikfénaði, og fagrar hlíðar og