Vikan


Vikan - 01.02.1940, Side 4

Vikan - 01.02.1940, Side 4
4 VIKAN, nr. 5, 1940 með fáránlegum upptökusiðum og undar- legustu seremóníum. I félög þessi fengu ekki aðrir upptöku en velmetnir borgarar, og Bellman mun hafa fallið miður að vera ekki talinn hlutgengur í regluna Utile dulci, sem stofnuð var til eflingar listum og vís- indum. Hann tók sér þá fyrir hendur að skopast að öllu saman og stofnaði sjálf- um sér og öðrum til gamans regluna Backi orden, sem reyndar var þó aðeins til í ljóð- um hans, en átti sér ekkert fordæmi í veruleikanum. I þessa reglu Bakkusar tók hann eingöngu þá, sem lengi og dyggilega höfðu þjónað Bakkusi, það er að segja verstu fyllirafta Stokkhólms og einkenni- lega menn, sem allir borgarbúar könnuð- ust við. Þessa karla dubbaði hann til ridd- ara eða gerði þá stórriddara og jafnvel stórriddara með stjörnu eftir verðleikum hvers um sig og hollustu við vínguðinn — eða réttara sagt brennivínsguðinn, eins og sænskur fræðimaður einn hefir komizt að orði. Kvæðin voru ort undir þekktum dæg- urlögum, og sjálfur söng hann þau, lék undir á lútu sína og hermdi eftir riddur- unum, því að Bellman var mesta hermi- kráka og leikari góður. Samtíðarmönnum Bellmans þótti þessi kvæði (Handlingar rörande Backi ordenskapitel) hin bezta skemmtun, en nú á dögum falla þau mönn- um síður í geð, að nokkrum ljóðrænum smákvæðum undanteknum, enda nýtur nú ekki lengur við framsagnarlistar Bellmans, og riddarar Bakkusar eru löngu komnir imdir græna torfu. Það er annað kvæðasafn, Fredmans epistlar, sem mun um aldur og ævi halda minningu Bellmans á lofti. Eins og nafnið bendir til (sbr. bréf Páis postula), mun höfundurinn upprunalega hafa hugsað sér að láta postulann Fredman boða iærisvein- um sínum gleðiboðskap Bakkusar, en reyndin varð önnur, enda var Bellman mörg ár að yrkja þessi kvæði. Þarna urðu til hinar sígildu og ógleymanlegu myndir frá Stokkhólmi 18. aldarinnar og sumar- blíðu sveitanna við Löginn. Náttúrulýsing- ar Bellmans eru sérstæðar og nýjar í bók- menntum Svía á þessu tímabili. Hann er skarpskyggn á sérkenni hins sænska land- lags, þótt áhrifa gæti jafnframt frá til- breytingasnauðum sveitalýsingum hjarð- Ijóðanna, sem þá voru í tízku. AIls staðar kemur í ljós ást hans á náttúrunni og öllu kviku, stóru og smáu. Sú ást varð næst- um ástríðufull á efri árum hans. I faðmi sænskrar náttúru gleymdi hann fátækt sinni og raunura. Litagleði Bellmans er einnig eftirtektarverð. Það er yndi hans að mála leik sólargeislans í dökkgrænu laufinu, gulan geislastaf mámans á dökk- um borgarálum eða kolsvartan sótarann, sem ber við morgunrauðan himin. Bellman var líka tíður gestur hjá málurum og góð- kunningi hins fræga myndhöggvara, Ser- gels. Bezt tekst honum ef til vill að lýsa Stokkhólmi og borgarlífinu, götuys, áflog- um og rifrildi á brennivínsknæpum, elds- voða, brúðkaupi og jarðarförum. Allt þetta verður Ijóslifandi í huga lesandans. Þær myndir eru dregnar með alúð og ást, næm- leika skáldsins og málarans. Þetta svið fyllti hann síðan fólki. Þar eru þeir Fredman og félagar hans: Moll- berg, Movitz, fader Berg, fader Bergström o. fl., að ógleymdri sjálfri þokkagyðjunni, Ulla Winblad. Allt þetta fólk hafði verið til í Stokkhólmi, og sumum hafði brugðið fyrir áður í reglu Bakkusar. Fyrirmynd Fredmans var t. d. alþekktur drykkju- maður, Jean Fredman að nafni, fyrrum konunglegur úrsmiður, er hafði hneigzt til ofdrykkju og dáið í eymd og volæði. Ulla var í rauninni siðspillt veitingastúlka, en í kvæðunum verður hún jafnframt stúlk- an, sem Bellman unni, dís drauma hans og allar konur, sem hann hefir dáð. Og þetta fólk eru fulltrúar gleði og söngva. Þau sjást á dansleikjum á knæpum, þar sem fader Berg blæs á horn eða leikur á fiðlu, velta sér í grænu grasinu undir eik- unum í Dýragarðinum, sumarskemmtistað Stokkhólmsbúa, fara á bát frá Hessingen, þegar vatnið er spegilslétt og kirkjuturn- ar Stokkhólms glitra í geislum morgun- sólarinnar. Stundum bregður einhverju þeirra fyrir í kvæði, sem annars er í eðli sínu hrein og ómenguð náttúrulýsing, t. d. „Storm och böljor tystna ren“, þar sem Movitz stingur allt í einu upp höfðinu eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Öll eru kvæðin ort undir sérstökum lögum. Venju- lega hefir Bellman tekið lög úr einhverj- um kunnum söngleik, eða þá danslög, göngulög, þjóðlög, sálma, o. s. frv., en sjálfur samdi hann fá eða engin, breytti þeim aðeins ofurlítið, ef nauðsyn bar til. Bragarháttur hvers kvæðis er því bundinn laginu við það. Hér á landi eru mörg þessara laga al- kunn. Nægir að nefna: „Vila vid denna kálla“ (lag: Ur þeli þráð að spinna) og „Sá lunka vi sá smáningom“. Það var ætlun Bellmans að láta þetta safn koma út árið 1774, en einhverra óhappa vegna varð ekki úr því. Kvæðin bárust þó manna á milli í afskriftum, og sjálfur söng Bellman þau fyrir vini sína og kunningja, enda hafði hann mörg tæki- færi til að koma þeim þannig á framfæri. Um þessar mundir veitti Gústaf kon- ungur III. honum stöðu við happdrætti sænska ríkisins, svo að skáldið þóttist nú kominn á græna grein og lét annan sinna embættinu, en hirti sjálfur helming laun- anna. Bellman átti sannarlega skilið að fá þennan bitling, því að hann hafði ávallt verið eindreginn stuðningsmaður konungs, samið söngleiki fyrir hirðina og ort lof- kvæði um konung. Gústaf III. kunni líka vel að meta skáldskap hans og var hon- um jafnan hliðhollur. Nú þóttist Bellman svo vel stæður, að hann réðst í að gifta sig. Konan var nærri tuttugu árum yngri en hann og kunni lítt að meta skáldskap manns síns, en Bellman var ekki heimiliskær. Hann dvaldi öllum stundum á gildaskálum, og mannfagnaður og veizlur voru líf hans og yndi. Hjóna- bandið hefir því tæplega orðið hamingju- samt, auk þess sem sívaxandi fátækt varp skugga sínum á heimihslífið. Árið 1790 komu loks Fredmans epistlar út, og Bellman hlaut maklegt lof fyrir þessi kvæði, sem höfðu raunar löngu gert hann ástsælan hjá alþýðu manna. Eitt- hvert frægasta skáld Svía um þessar mundir, Kellgren, hafði ritað formála að bókinni og benti þar fyrstur manna á verð- leika Bellmans, frumlegar náttúrulýsingar og sérstöðu hans meðal sænskra skálda. Reyndar var Kellgren þarna að bæta fyrir gamlar syndir, því að hann hafði mörgum árum áður farið ómaklegum orðum um skáldskap Bellmans og bakað honum lang- varandi álitshnekki. Árið eftir kom svo Fredmans sánger, safn ýmissa kvæða. Þar eru m. a.: „Fjáriln vingad syns pá Haga“ og ,,0pp,' Amaryllis! Vakna min lilla!“ Tveim árum síðar veitti Svenska aka- demien Bellman verðlaun fyrir Fredmans epistlar og fór mjög lofsamlegum orðum um skáldskap hans, en þessi viðurkenning kom of seint. Bellman var þá bugaður maður, heilsulaus og bláfátækur, svo ör- snauður, að hann var settur í skulda- fangelsi árið eftir. Að vísu komst hann fljótlega úr fangelsinu fyrir tilstilli góðra manna, en nú var skammt að bíða lokanna. Hann dó úr tæringu árið 1795, sjúkdómn- um, sem hann hafði lýst svo meistaralega og hryllilega í kvæðinu „Drick ur ditt glas, se, döden pá dig vántar“. Gröf hans er í Klara kirkjugarði í Stokkhólmi. Þar stend- ur nú skrautlegur minnisvarði í skjóli bol- digra trjáa. Alþýðuhylli hafa kvæði Bellmans unnið fyrir ærslafullan gáska og algleymi ásta og söngva, en að baki gleðinnar dýlst and- vaka þunglyndi, hugboð og grunur um fallvelti lífsins og nálægð dauðans. „Tycker du att graven ár för djup, ná válan, sá tag dig dá en sup.“ — I þessum orðum felst uppistaðan í lífsskoðun Bell- mans. Tegner benti á þessa ásæknu ang- urværð og taldi hana sérkenni norrænna skálda. Það væri ef til vill ekki úr vegi að minnast í þessu sambandi orða íslenzka skáldsins: „Bak við mig bíður dauðinn.“ Þar er um sama geðblæ að ræða, þótt ólíku sé saman að jafna að öðru leyti. Kvæði Bellmans voru snemma þýdd á erlend mál og unnu sér víða hylli, einkum þó í Danmörku. Þaðan hefir f jöldi af Bell- manslögum borizt til íslands, en fá kvæði hans hafa verið þýdd á íslenzku, svo að íslenzk alþýða þekkir ekki skáldskap Bell- mans, þótt lögin séu á hvers manns vör- um. I Svíþjóð er fjöldi frægra Bellmans- söngvara, sem velja sér eingöngu ljóð Bell- mans til meðferðar og flytja þau með und- irleik á lútu á sama hátt og Bellman gerði sjálfur. Tveir þessara söngvara hafa kom- ið til íslands og fengið hér góðar viðtökur. * Nú mun 200 ára afmælis Bellmans minnst að verðleikum í Svíþjóð, þótt ófrið- arblikan dragi ef til vill nokkuð úr hátíða- höldunum. Það er vel farið, að hans verð-. ur einnig minnst hér á landi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.