Vikan


Vikan - 01.02.1940, Side 6

Vikan - 01.02.1940, Side 6
6 VIKAN, nr. 5, 1940 Fiðlan á veggnum. Kvenhljómsveitin spilaði á hverju kvöldi á litla kaffihúsinu. I auglýs- ingum stóð, að hún væri ungversk. Á hverju kvöld settist herra Descornet við sama borðið í nánd við hljómsveitina og brosti til stúlknanna um leið og þær sett- ust á bak við nótnastandana, fálátar og kurteisar, þrátt fyrir rauðu jakkana. Frök- en Berthe, sem enn þá var í stuttu pilsi og með fléttur, sat við píanóið. Fröken Lise stjórnaði hljómsveitinni. Fröken Berthe var frá Belgíu, fröken Lise frá Norður- Frakklandi; meðlimirnir voru úr öllum átt- um, en allir valdir eftir ströngustu kröfum borgaralegs velsæmis. Stundvíslega klukk- an hálf tólf komu feður og mæður að sækja hinar ungversku dætur sínar, sem strax drógu sig í hlé við enduróminn af síðustu fagnaðarlátum gestanna. Herra Deseomet — auðugur ekkjumað- ur um fertugt — saup þá síðasta sopann úr kaffibollanum, stóð upp og fór rauna- mæddur út. Eins og að líkindum lætur, var ástin ekki lengi að læðast inn í þetta litla kaffihús. Ásthýr augnatillit sáust ósjaldan. En herra Descomet var ekki í neinum vafa um, hverja hann ætti að velja. Feimn- in varnaði honum að líta of hátt. Honum fannst fröken Lise of glæsileg, og fröken Berthe of ung, og hinar fannst honum leika, annað hvort of kæruleysislega eða of ofsalega. Eftir var aðeins ein, sem spil- aði á fiðlu og sat aftast á pallinum rétt hjá skerminum, sem huldi hana næstum fyrir gestunum. Hún var feimin og niðurlút, og þegar hún lék, beitti hún allri athygli sinni, lagði alla sál sína í leikinn. Herra Descomet fannst hún vera eini, sanni lista- maðurinn í hópnum. Hún var lagleg stúlka með fagurlega skapað nef og alvarlegan munn. Þegar klappað var, dró hún sig feimnislega í hlé á bak við skerminn. Herra Descomet elskaði hana vegna þess, hvað hún var feimin. Hann sneri sér að þjóninum. — Segið mér, Eusébe — hvað heitir hún þessi litla, sem felur sig alltaf á bak við skerminn? — Sophie. Hinar eru alltaf að stríða henni. Hann þorði ekki að spyrja frekar. En eins og alla feimna menn dreymdi hann dásamlega drauma. Hann dreymdi um að hrifsa hana djarflega burtu af þessu kaffi- húsi og leiða hana inn á heimili sitt; hann dreymdi um löng kvöld, þrungin unaðsleg- um tónum frá fiðlu hennar. Kvöld eitt, um lokunartíma, tók herra Descomet eftir því, að rigning var úti. Hann hafði regnhlíf með sér. Þegar Sophie var að klæða sig í kápuna, yrti hann feimn- islega á hana: — Má ég fylgja yður heim, fröken? Sophie þáði það. Hún tók jafnvel undir hönd hans. Á leiðinni fór herra Descomet að tala um músik. En Sophie var þögul — minnt- ist aðeins á félagana sína. — Þær eru svo vondar við mig . .. Ef þér vissuð, hvað þær eru vondar við mig! Hann hleypti í sig kjark og þrýsti hand- Smásaga | eftir Henri Duvernois. *'/ifiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmmiiiimiiiiimmimmimmmiimiiimimiimiiin'>'* legg hennar hughreistandi. Og þá sagði Sophie honum framtíðardrauma sína. Drauminn um friðsæla hamingju, öryggi og áhyggjuleysi fyrir morgundeginum — ekki í samvistum við ungan mann, nei, vissulega ekki! — og þrá sinni eftir friði og sveitasælu. Þetta var eins og talað frá hjarta herra Descomet, og það gaf honum kjark til þess að segja við hana um leið og þau skildu: — Viljið þér leyfa mér að fylgja yður aftur heim, einhvern tíma seinna? — Með ánægju, herra. Daginn eftir var ekki um annað talað í hljómsveitinni en sigur Tag-Along. Því að svo kölluðu þær Sophie. Þetta viðurnefni þarfnast skýringar. Sophie lék ekki; hún lét aðeins sem hún gerði það. Með boganum, sem á var borin sápa í stað myrru fylgdi hún sem bezt hún gat til- burðum félaga sinna. Þegar lagið var búið, faldi hún sig, því að hún fann, að hún átti enga hlutdeild í fagnaðarlátum gestanna. Kaffihúseigandinn hafði valið hana, af því að hún var lagleg og einnig til þess að jafna tölu þeirra, sem léku — í hljóm- sveitinni hinu megin við götuna voru tólf. Félagar hennar höfðu skírt hana Tag- Along, því nafni, sem börn nota um þá, sem eru of miklir klaufar til að geta tekið gildan þátt í leikjum. Hún þráði af öllu hjarta að finna mann, sem gæti losað hana úr þessu óskemmti- lega hlutverki. Og herra Descomet virtist þannig vera uppfylling óska hennar. Dag nokkurn, þegar hann fylgdi henni heim eftir miðdegistónleika, bauð hún hon- um inn. Fölur af geðshræringu gekk hann inn í lítið herbergi baðað í gylltum geisl- um sólsetursins. Þau stóðu stundarkorn við gluggann og þögðu. Sophie stóð • svo nærri honum, að þó að hann þyrði ekki að líta á hana, gat hann samt séð fíngerð- an vangasvipinn. — En útsýnið! Hvað — hvað þér hafið dásamlegt útsýni, stamaði hann. Hann sneri sér frá glugganum. Skyndi- lega greip hann fiðlukassann, tók upp fiðl- una og bogann og rétti í áttina til Tag- Along . . . — Spilið eitthvað fyrir mig, bað hann. — Það er svo fallegt .. . í rökkrinu ... spilið fyrir mig. Stúlkan hvítnaði upp. Hún sá draum sinn verða að engu . . . Hún tók við fiðl- unni og boganum eins og í leiðslu .. . Nú myndi hún neyðast til að játa allt. Herra Descomet myndi verða reiður og vonsvik- inn. Hann myndi fara og taka með sér alla framtíð þeirrar friðsömu gleði, öryggis og þæginda, sem hún þráði svo heitt eftir mörg hamingjusnauð ár. — Spilið ,,Hvers vegna að þjást?“ Tag-Along datt skyndilega ráð í hug. — Ég vildi það gjarnan, sagði hún með skjálfandi röddu, — en 'músik vekur allt- af hjá mér daprar endurminningar, ýfir upp gömul sár. Það var fyrsti kærastinn minn, sem kenndi mér að spila. Hann var svo laglegur! I hvert skipti sem ég tek upp bogann, hugsa ég til hans! — Þér elskuðuð hann! hrópaði herra Descomet. — Ó! Já! Fullur afbrýðisemi þreif hann af henni fiðluna. — Fáið mér hana! Ég vil að minnsta kosti miklu heldur spjalla við yður. Og spjall þeirra bar þann árangur, að daginn eftir kom Tag-Along ekki til þess að spila í ungversku kvenhljómsveitinni. * Margir mánuðir eru liðnir. Sophie og herra Descomet eru gift, og hann elskar hana heitar en orð fá greint. Hún sér nú um heimili hans, í nýrri íbúð, þar sem allt er nýtt og fágað, og þaðan sem píanóið er bannlýst. Á veggnum í dagstofunni hangir boginn, sem Tag-Along notaði einu sinni, boginn, sem aldrei hefir komizt í kynni við myrru. Og þegar vinir húsbóndans spyrja hann, hvað þetta undarlega sigurverk eigi að tákna, svarar hann: — Konan mín var mikill listamaður. En hún er hætt að spila; hún spilar aldrei framar . . . Sophie lítur hæversklega niður fyrir sig: Vinirnir spyrja undrandi: — En hvers vegna, frú? Það er synd, þegar svona góð- ir hæfileikar eru látnir ónotaðir. Þá grípur herra Descomet framni í, bendir alvarlega með vísifingri upp í loft- ið og segir: — Það er refsing, refsing, sem hún hefir tekið sér á herðar af fúsum vilja.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.