Vikan


Vikan - 01.02.1940, Qupperneq 7

Vikan - 01.02.1940, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 5, 1940 7 GEFINS BARN. Smásaga eftir Snæbjörn Einarsson. E 5 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiim'>' Pað var meir en hálfrokkið október- kvöld. Strandferðaskipið var að sigla inn á höfnina í höfuðstað landsins. Farþegar voru flestir á þiljum og horfðu í land, eða þá út í bláinn. Æskufólkið, sem aldrei hafði séð dýrð þessarar borgar, starði hugfangið á ljósa- dýrðina, sem breiddi faðm sinn móti þeim, er þangað þráðu að komast. Hvað bjó und- ir fegurð þessa ljóshafs? Sennilega allur heimsins unaður, allt, sem augað girntist, allt, sem hjartað þráði. — Ljósin titruðu eins og unglingahjörtun um borð í skip- inu, sem var að koma. Sumir störðu eitt- hvað út í f jarlægðina, seiddu fram í huga sér myndir frá liðnum tímum, fjarlægum stöðum, — austan við fjall, vestur í Döl- um, suður með sjó eða jafnvel norðan úr Þingeyjarsýslu. — Nokkrir spjölluðu sam- an, reyktu, söngluðu eða hlógu, gáfu hinu kyninu hýrt auga og voru yfirleitt ánægð- ir með allt, ánægðir með lífið. Jón Steinsson hafði numið staðar út við borðstokkinn og starði á ljósin, sem titr- uðu. — Hann stóð við hliðina á konunni sinni, henni Ingunni Hafliðadóttur. Jón var búinn að vera bóndi norður á landi í 6V2 ár, og hann var líka búinn að vera í hjónabandi jafnlangan tíma. Hann hafði reynt sælu þess og unað, en aldrei gleði föðurins. En þó mátti nú nærri því segja, að hann væri búinn að reyna allt mögulegt. Fyrst hafði hann verið einn vetur á skóla, sem var þarna einhvers staðar í ljósadýrðinni. Hann hafði tekið við og búið á lítilli jörð, með stóru húsi, sem byggt var á dýrasta tíma. Hann hafði slegið og þurrkað, slegið í steikjandi hita með bit- lausum ljá og þurrkað í hinum ómerkileg- ustu flæsum. Hann hafði lifað það að hafa ekki frí einn einasta dag ársins, ekki einu sinn jóladaginn, og hann hafði lent í kreppunni. Hann hafði séð á bak jafnöldr- um og æskufélögum ásamt öðrum yngri, út úr sveitinni sinni, út í hringiðu bæjanna, inn á milli ljósanna, sem titra í október- rökkrinu. En nú var hann kominn á græna grein. Hann var sem sé búinn að fá stöðu í höfuðstaðnum, sem gaf þrefalt meiri tekj- ur en búið hans hafði gert.- Það hefir einhvers staðar verið sagt eða skrifað, að maðurinn endurnýist á hverj- um sjö árum, að minnsta kosti líkaminn, og þeir, sem halda því fram, að sálin sé ekki annað en orka frá efnasamsetningu líkamanns, trúa því þá sjálfsagt, að þeir geti orðið spánýir menn á sjö ára fresti, bæði á sál og líkama, vitanlega! En hvernig sem þetta er, þá var það áreiðanlegt, að Jón Steinsson stóð þarna á sama stað, á sama skipi, hinn sama dag, á sama tíma, eftir nákvæmlega sjö ár, og horfði á ljósin. Og nú hefst endurminning þessa nýja manns, með leifturhraða hugs- ananna. — — — Það er sem sagt fyrir sjö árum. Jón hefir horft til lands um stund á ljósin, sem titra í októberkyrrðinni, og dreymt um unaðinn og alsæluna, sem í þessari ljóssins borg hlýtur að búa. Það stendur einhver við hlið hans, og nú er eins og hann vakni af dvala. Hann lítur til vinstri og mætir tindrandi augum, sem ljós borgarinnar speglast í. Þessi augu á unglingsstúlkan, sem stendur við hlið hans. Hún er 16—17 ára, eftir því sem hún kemur honum fyrir sjónir. Líkaminn er beinn og fremur grannur, fagurlega byggður. Það er eins og eilífðin hafi ætlað þetta augnablik til þess að sameina þau, og benda þeim báð- um í einu á ljósin, sem titra. — Hvaðan ert þú, með leyfi? — Af Vestfjörðum. — Röddin er þýð og kvenleg og honum finnst nærri því, að hún óma þarna við vinstra eyrað á sér eftir sjö ár, já, sjö talsvert löng ár. — Og ert að fara á skóla? — Nei, bara í vist. En þú? — Á Ríkisskólann, eldri deild. Maður sést þá kannske einhvern tíma? — Vonandi. Og nú er raddblærinn enn þá mýkri og fegurri. Það er annars merki- legt, hvað fólk getur verið fljótt að kynn- ast, þegar sameiginlegu marki er að verða náð.---------Ókyrrð farþeganna eykst og straumur og stympingar fólksins þrýsta þessum ungmennum þéttar saman, þeim, sem eru að fara á skóla og í vist. Jón Steinsson lifir þessa sjö ára endurminn- ingu upp aftur, og það er eins og leifar af fornum unaði seitli um meðvitund hans. Hann minnist þess, er þau stigu á land, og á bryggjunni takast þau í hendur, hverfa síðan, sitt í hvorum bíl, út í ljós og myrk- ur borgarinnar. Fyrstu dagarnir líða í glaumi og hrifningu borgarlífsins, fjöl- mennum og skemmtilegum námsstundum og góðum félagsskap. Einn daginn hittast þau á götu. Eitthvað orsakar það, að hjörtu þeirra hraða slætti sínum og léttur roði leikur sem snöggvast um kinnar þeirra beggja. Ásta er snyrtilega búin og alveg í fyllsta samræmi við útlit sitt. Þau hitt- ast við og við og fara brátt að skoða hvort annað sem góðan kunningja. Þannig líður tíminn. Og loks kemur kvöldið ógleyman- lega. Það á að dansa í skólanum, og nem- endur mega bjóða með sér gestum. Ásta fær leyfi til að fara, og þau hraða göngu sinni til þess að njóta sem bezt dansins og glaumsins um kvöldið. Þau dansa fyrst einn dans saman, því þá var það ekki kom- ið í móð að dansa við sömu dömuna, þang- að til annað hvort eða bæði urðu þreytt og leið. Það er nú einhvern veginn svona, að Jón gaf því alltaf gaum, við hvern Ásta dansaði og sá, sér til ánægju, að hún fór ekkert varhluta af þeim unaði, sem dansinn veitir. Svo líður að leikslokum. Dansinn hættir, og gestir og nemendur taka að tínast burt. Þau verða samferða hann og Ásta, Og áður en þau vita af, eru þau stödd á tröppunum við húsið, þar sem Jón bjó. Aðeins leifturhratt mætast augu þeirra: Að því búnu opnast hurðin og önn- ur hurð, og þau eru stödd í herbergi hans. Þau setjast bæði á legubekkinn. Tíminn líður í óþekktum unaði, og það virðist sem eitthvert afl leynist í loftinu, sem þrýstir þeim alltaf meir og meir saman. Og loks — loks mætast varir þeirra, blóðheitar og titrandi. Hljóðlaus, máttugur koss. Einn — tveir. — Nokkru síðar standa þau fyrir framan húsið, þar sem Ásta á heima. — Hlýtt og mjúkt handtak. — Góða nótt. Eitthvað svipað endurtekur sig, við og við, yfir veturinn. Svo er allt í einu komið vor. Æskan leitar heim úr borginni. Kveðju- stund, heit og helg. — Ég verð hér í sum- ar, mamma kemur hingað, hún er svo heilsulítil. Þögn. — Eitthvað, sem er hálf sárt og þungbært. Jón fer með skipinu, sem flytur fólk heim og að heiman. I veSkinu hans eru tveir hlutir, sem hann lét máta og gera eftir tveim pappírsræmum. Og nú voru nærri 6V2 ár síðan á hvítasunnunni, þegar hann opinberaði trúlofun sína með konunni sinni.-------— Og um leið leit. Jón til vinstri, þar sem hann stóð og — þar var konan hans, hún Ingunn Hafliðadóttir, góðleg og þægileg kona, sem sagði við manninn sinn rétt í þessari andrá:

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.