Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 8

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 5, 1940 — Við erum þá bara komin alla leið. — Já, alla leið, sagði hann og horfði á ljósin í borginni. Það var þvarg á upp- fyllingunni, fólk og bílar. Eftir andartak óku hjónin suður í bæ, í bíl. Eftir stundar- kom voru þau stödd í íbúðinni, sem beið þeirra. Nýir tímar fara í hönd. En brátt var þetta heimili orðin fremur hversdags- leg nýjung. Jón vann alla daga. Ingunn kynntist nágrönnum sínum fremur seint, og oft fannst henni hún vera mjög ein- mana í borg þúsunda; það var einkenni- legt. En þannig getur þetta samt verið. Oft kom það fyrir, að Jón þurfti út eftir kvöldmat og var þá stundum úti fram eftir nóttu. Hún háttaði þá og lá vakandi og hlustaði á glaum og háreisti frá hinum íbúðunum. Stundum bárust að eyrum hennar gleðilæti og grátur barnanna. Það voru sumir svo ríkir, ríkir af hamingju, að eiga börn. — Og eitt kvöldið, þegar hún lá vakandi og hlustaði á þetta venju- lega, að lítið barn í næstu íbúð kallar: — Mamma, mamma mín, komdu! Þá var sem eitthvað leystist úr læðingi í vitund hennar, eitthvað, sem hún hefir alltaf átt, en aldrei þekkt. Afleiðing þessarar leys- ingar verður sú, að lítil tár komu vagg- andi innan úr augnakrókunum og trítluðu eftir kinnunum ofan á koddann. Samfara þessu var innileg þrá, ósegjanlegur unaður og dálítill svíðandi sársauki. Mamma, mamma mín, komdu! Einhver talaði í hálf- önugum móðurtón, svo varð þögn. Tárin voru hætt að streyma, og nú var sem engill svefnsins færi mjúkum höndum um sál hennar. Hún færði höfuðið lítið eitt til á koddanum og sofnaði. Fáum mínút- um síðar kom Jón heim. Hann fór hljóð- lega, því auðvitað vildi hann ekki raska ró konunnar sinnar. Hann virti hana fyrir sér, þessa góðlegu konu, sem svaf þama svefni hinn réttlátu. Það var eitthvað fag- urt og heillandi yfir svip hennar, eitthvað nærri því óvenjulegt, göfgi og friður sat þar að völdum. En hvaða blettur var þetta á koddanum. — Tár! Hafði hún grátið ? Það var engu líkara en honum hlýnaði snögglega vinstra megin innanbrjósts, og svo breiddist þessi ylur um líkama hans. Gamlar kenndir bærast sem snöggvast, löngun til þess að faðma þessa konu. Hann fór hljóðlega upp í rúmið, lá vakandi um stund og yfir hann færðist notaleg værð, fyrirboði svefnsins. Konan hans hreyfði sig lítilsháttar til í rúminu og greinileg orð rufu kyrrðina í herberginu: — Elskan mín! Mamma kemur. Og um leið smeigði Jón hendinni yfir höfuð henni og undir hnakkann og herðablaðið og þrýsti henni með mjúku taki að hlið sér. Svo breiddi svefninn ómynnisblæju sína yfir þetta hjónarúm. Næsti dagur hófst með venjulegu starfi. En það var eins og eitthvað hefði lítils- háttar breytzt í þessari íbúð, jæja þessu heimili. Eitthvað viðfeldið og hlýlegt hefir læðst þangað inn. Þegar Jón kom heim um hádegið, var maturinn til, hjónin settust að snæðingi, og brátt var þessu venjulega borðhaldi lokið. Ingunn fór að taka sam- an á borðinu og raulaði með mjúkri rödd. — Og hvað var það, sem hún var að fara með? Jón hlustaði. — Þetta var nærri því óvenjulegt. Nú heyrði hann niðurlag þess, sem hún var að raula: — Svipir eru á sveimi, þú sefur elsku barn. — Svipuð tilfinning og kvöldið áður gerði vart við sig. Það var sem ein- kennilegu ljósi væri brugðið yfir alla skynjun hans. Nú skildi hann konuna sína. Hurðin fram í ganginn lokaðist, og hann var einn í 'stofunni. Eftir dálitla stund kom honum í hug dagblaðið, er hann hafði keypt áðan. Hann leit yfir fyrstu síðuna, sem var þétt sett auglýsingum og þessháttar. — Hvað var nú þetta? Það var næstum því, að hann færi að stafa: Gefins barn. A. v. á. Gat þetta verið? Já, það var hárrétt lésið, og það gat áreiðanlega ekki verið um prentvillu að ræða. Jón var allt í einu staðinn á fætur úr legubekknum og far- inn að ganga um gólf. — Þetta var sann- arlega óvenjulegt. En það var þó ekki nema rétt eftir — ja — eftir hverjum, — eftir þeim, sem stunda þá atvinnu, sem einna minnst er fjallað um. Ojæja, þær máttu nú auðvitað eiga sín börn, eða þá bær- inn eða ríkið. Skeð gat, að þetta væri nú heiðvirð stúlka eða því sem næst, heilsu- lítil og fátæk. En hvernig sem nú á þessu stóð, var þetta eiginlega bara mjög merki- legt að gefa barnið sitt. Og Jón tekur síð- ustu orðin upp aftur í hug sér, og það er næstum því, að tungan og raddböndin hjálpi til. Og hver mundi nú vilja eignast þetta blessað barn? Jón nam skyndilega staðar. Endurminningin frá kvöldinu áð- ur kom með einhverjum undra krafti inn í hugskot hans. Bletturinn í koddanum, og svo þetta, já, þetta, sem hún Ingunn sagði. Hann fleygði blaðinu frá sér og gekk fram að dyrunum. A. v. á. En í sömu andránni sneri hann við, þreif blaðið og stakk því í vasann innan á jakkanum. Síðan skund- aði hann fram, og um leið og hann fór út, kallaði hann inn í eldhúsið til Ingunnar: — Vertu sæl, góða mín, það eru þau ósköp, sem maður hefir að gera, að ég má til að fara svona fljótt. Og þegar hún leit fram í forstofuna, var hann horfinn út. — Já, það er svona þetta blessað annríki. Nokkru seinna hafði Jón fengið þær upp- lýsingar, sem harrn þurfti með. Þetta var ekki löng leið, sem hann þurfti að fara. Það var réttast að ganga, það var líka mjög sennilegt, að talsvarðan tíma þyrfti til þess að athuga þetta mál, og það var heldur ekki víst, að hann kæmi til baka með þetta, — já — með þetta, sem hann var að hugsa um að sækja. Og þá gat hann gengið aft- ur heim, en hringt í bíl, ef þess þyrfti með. Hvað eftir annað var hann að því kominn að snúa við, hætta við allt saman. Víst var það nú eðlilegra að Ingunn færi. En nú vissi hún ekkert. Blaðið var í vasa hans, og ef nokkuð átti úr þessu að verða, varð það að gerast án hennar vitundar. Þetta átti að koma eins og sending af himnum. Jóni fannst þetta öðru hvoru hin mesta fjarstæða, en þrátt fyrir það, nálgaðist hann þó áfangastaðinn. Það var engu líkara en hann væri knúinn áfram af ókunnu afli, sem ekki þýddi að streyt- ast á móti. Að lokum stóð hann á ákvörð- unarstaðnum. Honum var vísað inn í rúmgóða stofu með stórum gluggum. Aðeins þrjár mann- verur voru þar: Há og tíuleg, miðaldra kona, sem leit helzt út fyrir að fást við hjúkrun eða líknarstarfsemi, lítið svein- barn í dálitlum vagni og kvenmaður, sem sat við borð, studdi hönd undir kinn og horfði út um gluggann. Jón fór að öllu gætilega. Það var eins og hann byggist við að valda stórfeldri truflun, ef hann talaði mjög hátt. Hann var næstum því vand- ræðalegur, en loks spurði hann: — Er það ekki héma, sem — sem verið var. — Allt í einu þagnar hann alveg. Kvenmaðurinn við borðið tekur snöggt viðbragð, eins og hún hafi verið vakin af draumlausum svefni. Nú stendur hún andspænis Jóni Steinssyni, — stúlkan, sem ætlar að gefa barnið sitt. Alger þögn ríkir nokkur augnablik. Ógurlegur hugsanaflaumur brauzt fram í huga Jóns. Gat þetta verið? Sjö ára gamlar endurminningar ryðja öllu öðru úr vegi. Þau horfðust í augu. Að lokum var það mjúk og lág kvenrödd, sem rauf þögnina. Aðeins tvö orð: — Jón Steinsson. — Ásta. Eitthvað yndislegt og heillandi greip Jón sem snöggvast. Eitt- hvað sérstaklega aðlaðandi hvíldi um stund yfir svip þessarar konu, sem ætlaði að gefa barnið sitt. — Allt í einu breyttist svipur hennar. Það var sem skuggi liðins tíma legðist yfir svip hennar. — Svo þú hefir komið samkvæmt þessari auglýs- ingu? Nú var raddblærinn allt annar en hann var fyrir sjö árum, allt annar en í hinum tveim síðustu orðum hennar. — Ég kom, — já — til þess að grensl- ast eftir — ég vissi ekki, gat ekki ímynd- að mér, að það værir þú. Hamingjan góða, stamar hann. — Þú ákallar hamingjuna, Jón. Hefir þú ekki fundið hana? Áttu ekki eins mikið af hamingju og þú þarf t með ? Jón vissi varla, hverju hann átti að svara, þessi maður, sem svo að segja, hafði þó reynt allt mögulegt. Eitthvað óstjórnlegt brauzt um í sál hans. I svip- inn fannst honum, að hann vildi helzt losna við allar endurminningar frá síðustu árum, vildi helzt geta troðið fótum allt frá þeim tíma, allt annað en það, sem tilheyrði þess- ari veiklulegu konu, sem stóð fyrir framan hann. Hin konan, sem inni var, var nú komin fram að dyrum og gekk hljóðlega út. — Ég á enga hamingju, sagði Jón lágt og hljómlaust. — Ég hefi aldrei fundið hana, síðan við — aldrei fundið hana síð- ustu 7 árin; og nú var röddin orðin styrk og hljómmikil. — Ég stal henni, — stal henni frá okkur báðum og seldi hana fyrir Frarnh. á bls. 16.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.