Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 5, 1940'
Smásaga
eftir DALE COLLINS.
að eiga sameiginleg áliugamál, og frúrnar
voru báðar hneigðar fyrir bridge og
hneykslissögur. Og svo var það sonur lafði
Pratt’s, kvennagullið Davíð, og dóttir frú
Greenhams, fegurðardrottningin Desiree.
Allt var þetta á góðri leið, en varla nógu
hraðfara, því bömin voru lífsleið af dálæt-
inu, taugasvekkt og tortryggin. Hálfur
Pegar Kyrrahafsnóttin skall á, lukust
upp ævintýraheimar. Götuljósin í
Samarai drápu titlinga milli þungra pálma-
viðargreina, stjörnur himinsins sökktu sér
í hafið, himinfallnar af aðdáun yfir spegil-
myndum djúpsins, rauðir blossar frá fiski-
bátum eyjaskeggja og ljósrákir frá perlu-
veiða-loggortum loguðu á kvikum bárum,
en einhvers staðar úti í myrkrinu lék á
þrem tónum reyrpípublástur.
Desdemona var gott skip, og ekki var
það lakara að nota þetta augnablik til að
gera út um kaupin. Dökkeygur Michael
Burne vissi það, og augu hans glóðu.
— Ef þið siglið með mér á þessari
skonnortu, sagði hann, — þá verður það
einstök ævintýraför. Skútan er engin
Queen Mary, en úr því að hún var dubbuð
upp fyrir vísindaleiðangur, þá tekur því
ekki að sigla henni í kaupskap. Hún er
mánuður á eyðieyju myndi hjálpa upp á.
sakirnar og gera hjónaband óhjákvæmi-
legt. Meðan svo eiginmennirnir væru að
dorga fisk, gátu þær duflað í næði við
skipstjórann.
Sir Alfred og mr. Greenham voru báðir
ráðríkir, en reynslan hafði kennt konum
þeirra, að það var vel hægt að taka af
þeim ráðin með því að stýra gætilega. Þær
höfðú skotið á þessum fundi, og þær biðu
rólegar átekta.
Töfrar næturinnar höfðu þegar haft sín
áhrif á unga fólkið. Það var nú að stinga
saman nefjum fram í stafni og féll vel á
með því. Friður ríkti þessa dýrðlegu nótt,
og það var ekkert að fara í felur með til-
finningar sínar.
— Jæja, hvað segirðu, Jim? spurði sir
Alfred.
— Ég er til, ef þú ert til, sagði gáfna-
ljósið Greenham.
— Jæja, við sláum þá til.
— Það var skynsamlegt, sagði Michael,
fullur aðdáunar. — Piltarnir eru í landi,
en við verðum að drekka ofan á þetta. Vilj-
ið þér gera svo vel að hjálpa mér, ungfrú
Brown ?
— Já, það skal ég gera, sagði Rut
Brown hæglátlega:
Rut Brown var eins og skuggi í þessum
félagsskap, eiginlega taldist hún til hóps-
ins, en stóð þó utan við hann, ávallt reiðu-
búin til þjónustu, ef kallað var. Og sir
Alfred kallaði oft á einkaritara sinn. Hann
gumaði af henni sem einskonar einkaeign
sinni, þægilegri eign, hljóðlátri veru, sem
ur á Eyjahafi. Frjálsmannlegur, djarf-eyg-
ur og þó hæverskur — líklega ævintýra-
maður.
— Bíðum við, sagði sir Alfred Pratt,
sem var svo auðugur, að hann vildi fá fullt
andvirði peninganna. — Er nokkur fiskur ?
Sækjast sér um líkir; sir Alfred var eins
og þorskur í framan.
— Hæ — kallaði
Michael — nú byrjar
ballið!
Sir Alfred steytti
hnefann: — Hvem
andskotann ertu að
þvæla maður? —
alveg tilvalin fyrir ykkur. Ég sigli meðr
ykkur um Eyjahafið í fjóra daga og skal
fara með ykkur til Michael-eyju, sem ég
á sjálfur. Þar hefir enginn maður stigið á
land, nema ég, og það er einmitt staður-
inn, sem ykkur dreymdi um, þegar þið
komuð hingað — talsvert nær aldingarð-
inum Eden, en Adamssynir hafa nokkra
von um að komast.
Kvenfólkið hreyfði ekki mótmælum.
Maðurinn var eftirsóknarverður út af fyr-
ir sig. Allt öðruvísi en allur þorrinn af
karlmönnum um þessar slóðir, sem vel
gætu verið íbúar úthverfis í stórborg. Þessi
Michael Burne var laglegur og stæltur ná-
ungi, sýnilega þaulkunnugur sjóferðamað-
Ef þér viljið draga fisk, þá þarf ekki
annað en renna línunni. Það er bara að var-
ast það, að fiskurinn dragi mann fyrir
borð.
— Nóg að drekka og því um líkt, spurði
mr. Greenham, sem hafði sogið whisky-
pela í vöggu.
— Við tökum drykkjarföngin með
okkur, og njótum Paradísarsælunnar, sem
Adam fór varhluta af.
Kvenfólkið var þegar búið að samþykkja
förina. Hún myndi áreiðanlega ýta undir
það, sem þær báðar voru áfram um. Sam-
komulag fjölskyldnanna hafði verið hið
ákjósanlegasta, þegar um borð var komið.
Húsbændumir voru nægilega vellríkir til