Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 5, 1940 hæversklega og hæg undiralda vaggaði skonnortunni inn í hvíta lónið. Allir voru hæst ánægðir. — Paradísargarðurinn Eden, sagði Michael, — blasir við ykkur. Einustu íbú- arnir eru mávar. Blóm og ávextir og lind með fersku vatni. Frægasti baðstaður. Fiskisæld og heilsusamlegt loftslag. Sælu- reitur, hundruð mílna frá byggðu bóli og fjarri öllum gufuskipaferðum. Eyjan er ekki einu sinni kortlögð. Þó þið færuð um hálfan hnöttinn fynduð þið ekki slíkan stað. Menn voru hrifnir. — Ég læt setja vistir og tjöld á land fyrst, sagði Michael og gaf Papúa-mönn- um sínum skipun. Báturinn beið þeirra. — Hvar er ungfrú Brown? spurði sir Alfred. — Ég þarf að fara aðra ferð með far- angur, og tek hana þá með. Báturinn er fullhlaðinn með ykkur sex og ég ræ sjálf- ur, þó það sé ekki fyrir hvítan mann á þessum breiddarstigum. Þau voru óvön opnum bát, en Michael tókst að koma þeim fyrir. — Hvaða skrölt er þetta? spurði frú Greenham. — Það eru Papúa-strákarnir að fikta við vélina, sagði Michael, settist undir ár- ar og reri til lands, en á leiðinni söng hann landinu lof og dýrð án afláts. Hann lagði sérstaklega áherzlu á fjarlægð eyjunnar frá mannheimi, hve friðsælt væri þar í landi og ekkert ryfi þögnina nema gargið í mávunum og brimið á kóralskerjunum. Þau áttu nú þenna nýja heim með öllum hans unaðssemdum. — Og nú er að stökkva útbyrðis! Þau stukku kannske ekki, en einhvern veginn bröltu þau á land. — Þið áttið ykkur á hlutunum á meðan ég fer seinni ferðina — út með bátinn. Michael reri bátnum frá landi og horfði á landkönnunarfólkið. Það var sjón að sjá. Einkennilegur hópur og framandi á hinni hvítu strönd. Tveir ríkisbubbar í stuttbux- um með konum og ungviði á eyðieyju. — Hæ ! hrópaði hann og hló. Þau svör- uðu ekki strax, en mávarnir görguðu eymdarlega og það þaut í pálmatrjánum, en stór krabbakvikindi skriðu upp á sand- inn. Báturinn var farinn og ósjálfrátt hóp- aðist fólkið saman niður við flæðarmálið. — Hæ, kallaði Michael aftur svo sem fimmtíu metra frá landi. — Hlustið þið nú á. Röddin var köld og ógnandi. — Nú byrjar ballið. Þau skyldu hann ekki, en fundu á sér, að alvara var á ferðum. — Engan misskilning hér, sagði hinn nýi og ægilegi skipstjóri þeirra. — Þið hafið gengið í gildruna. Vitið þið, hvað einangrun er? Þið eruð einangruð. Það sem ég hefi sagt ykkur um eyjuna er allt heilagur sannleikur. Hér fáið þið að dúsa alla ykkar ævi, nema skip hreki út af sigl- ingaleið fyrir einstaka tilviljun. Þið hafið nóg að eta og nóg að drekka, en matar- æðið verður ekki margbreytt. Tilveran verður tilbreytingarlaus að vísu, en það er þá ekki frá miklu að hverfa, þar sem er glaumur og glys veraldar! Hann þagnaði, svo að þau gætu áttað sig á paradísarástandi sínu. Sir Alfred steytti hnefann. — Hvern andskotann ertu að þvæla, maður? — Ég hélt, að það væri augljóst mál. Ég læt mér ekkert fyrir brjósti brenna. Þið eruð á Michael-eyju eins og um var samið, þið hafið borgað farseðil til Para- dísar aðra leið, en farseðill hina leiðina kostar f jörutíu þúsund pund, það er allt og sumt. Hann hvíldist fram á árarnar og glotti andstyggilega. Ógurlegt uppistand varð í landi við þessi tíðindi. Milljónerarnir ætl- uðu að ryðjast út í sjóinn, en frúrnar héldu aftur af þeim. Michael reri lengra frá landi. — Það er betra að halda sig á landi, kallaði hann hæðnislega. — Lónið er fullt af hákörlum. Það reið baggamuninn. Kyrrð komst á hópinn. — Fjörutíu þúsund er ekki mikið fyrir alla siðmen'ninguna, hélt Michael áfram í stríðnistón, — og það er ekki stórt skarð í auðlegð ykkar. — Ekki eyrir, ræningi, hrópaði mr. Greenham. — Ég skal berja þig, kvikindið þitt, grenjaði kvennagulhð Davíð. — Ég læt setja þig í tugthúsið, svínið þitt, æpti sir Alfred. — En elsku bezti — þér getið ekki gert þetta við okkur, sagði kvenfólkið. — Við treystum yður. Okkur þótti svo vænt um yður. Þér eruð að gera að gamni yðar. Það kom allt fyrir ekki. Hann lét þau hamast eins og þau vildu og hlustaði ekki einu sinni á bænarollu fegurðardrottning- arinnar. — Ég er enginn einfeldningur sagði hann, — ég hefi einkaritara yðar um borð, sir Alfred, og þegar þér viljið semja, þá er ég reiðubúinn. Þér ávísið mér fúlgunni svo hún verði greidd refjalaust. Þegar ég hefi fengið peningana í hendur geri ég ráð- stafanir til þess, að þið verðið sótt. En á meðan þið eruð að átta ykkur, þá skrepp ég með skonnortuna hérna út fyrir. Að svo mæltu seig hann á árarnar, og bráð- lega létti Desdemona akkerum og sigldi út úr lóninu. Michael sneri lyklinum í skránni og opn- að káetuhurðina. — Ég bið þig að afsaka, sagði hann og var nú hinn auðmjúkasti. Rut Brown réðist ekki á hann, ekki einu sinni með skömmum. — Hvers vegna var ég lokuð inni? spurði hún. — Ég varð að gera það. Þú vildir ekki vera kyrr, svo að ég varð að taka til minna ráða til að sjá hlut okkar borgið. — Hvers vegna er skipið komið af stað ? — Við förum hérna út fyrir. — Hvar er fólkið? — Á landi. — Hvað á það að þýða? — Ég skyldi það eftir. Horfðu ekki svona á mig, Rut, eins og ég sé eitur- slanga. Þetta er allt í lagi. Komdu upp á þilfar, og þá skal ég segja þér, hvernig í öllu liggur. — Já, gerðu það, sagði Rut, en á sinn rólega, yfirvegaða hátt. Segl vor uppi, og Desdemona seig undan hægum byr á bláu hafi í glaða sólskini. — Himnesk veröld, sagði Michael og teygði úr sér, — og loksins erum við ein laus við allt hyskið. Rut settist þegjandi á þilfarsstól. — Mér dettur ekki í hug, að þetta hafi verið til gamans gert, sagði hún. — Það var stórkostlegt grín út af fyrir sig —. — Sleppum því. Hvað ætlastu fyrir? spurði hún. — Bíddu nú við, sagði hann og leysti frá skjóðunni, hæst ánægður yfir kænsku sinni. — Þau keyptu far til Paradísar aðra leiðina, gumaði hann, — og þau eru komin þangað. Á eyjunni eru mögnuðustu blóð- sugur í heimi, það liggur við, að þær fljúgi með mann lifandi í hreiðrin til unganna. Þar eru höggormar, sporðdrekar, risa- kóneulær og krabbar. Þar er meira úrval af stingandi, bítandi og höggvandi kvik- indum en á nokkrum öðrum stað. Það er glóandi ofnhiti á daginn, en martröð á nóttunni. Þau verða að neyta brauðsins í sveita síns andlitis, þegar birgðirnar þrýt- ur, því það er mesta erfiði að opna kókos- hneturnar. — Þau verða dauðleið hvert á öðru og rífast og skammast. Það rennur upp fyrir þeim, að lífið á eyðieyju er öðru- vísi en bókmenntimar lýsa því, og þegar ég kem aftur verða hundrað þúsund smá- munir einir, bara til að sleppa úr prísund- inni. — Ég skil, sagði hún og lét sér hvergi bregða. — Það hleypur ekki í baklás, því ég læt þau skrifa undir pappírana fyrst, og svo verðum við öll á bak og burt, þegar þau verða sótt. — Við? — Þú og ég, elskan mín. Það er ákveð- ið mál, enda þótt ráðagerðin sé tilkomin áður en mér fór að lítast vel á þig. Það er nógu bölvað að vera blankur og ein- hleypur, en ótækt, þegar maður þarf að sjá fyrir öðrum. Gömlu karlarnir tveir auðguðust á fávizku annarra, nú slæ ég mér upp á þeirra kostnað. Þetta er eins og gengur og gerist í viðskiptum, og þegar það rennur upp fyrir þeim, borga þeir peningana og verða fegnir að sleppa. — Hann stökk á fætur og barði sér fyrir brjóst, sigri hrósandi. — Nú, sittu nú ekki þarna eins og drumbur, góða bezta. Hvernig lízt þér á? Hún leit á hann. — Þú ert kjáni — sagði hún — einstakur kjáni. Framh. á bls. 16.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.