Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 17

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 5, 1940 17 ■sirmi á ævinni. Þegar draumóramaður og slæpingur eins og ég tekur á sig rögg, verð- ur hann jafn slægur og samvizkulaus og stóriðjuhöldur. Ég ætla mér ekki að hlaupa frá þessu, það geturðu verið viss um. — Þú gerir það samt. — Ég geri það ekki. Ég ætlaði ekki að blanda þér inn í þetta, en þú vildir fara með. Þó þú sért sauðþrá, skal ég sýna þér, að ég er eins og staður hestur. — Sólin var horfin á bak við þrumuský. — Jæja, þá, sagði hún, — ef þú endi- lega vilt fara út á glæpastigu, þá skal ég ekki skipta mér af því. En ég tala aldrei framar við þig. Þú getur látið þjóninn færa mér matinn inn í káetu mína. Ef þú heldur, að þú getir keypt mig fyrir illa fengið lausnarfé, þá skjátlast þér herfi- lega, og það er mitt síðasta orð. — Hún stóð upp, tók stól sinn og gekk fram á skipið. Michael langaði til þess að elta hana, gefast upp, biðjast afsökunar, gera að hennar vilja, en allir þrjózkupúkar innan í honum spyrntu á móti og hann stóð þungbúinn í sömu sporum. Hún myndi sansast á þetta með tímanum. Stúlka af hennar gerð hættir ekki að vera ástfang- in, þó að svolítið sé brallað fyrir hana. Hún var ástfangin af honum. Það vissi hann. Hann var jú skáld. # Klofin kókoshneta flaut á sjónum. Að- fallið bar hana nær og nær bátnum, sem Michael stóð í, státinn og stæltur. Hann var að útskýra fyrir eyjarskeggjunum nýju, hvernig hann færi að því að selja fjörutíu þúsund punda ávísun. Áheyrend- urnir voru ekki sérlega hrifnir. Það var líka gerbreytt fólk, sem nú stóð í flæðar- málinu eftir þriggja daga útilíf í Eden. Húðin var flögnuð af sólbruna, hendurn- ar rifnar og óhreinar, fótleggir marðir og blóðrisa. Þau voru svo stungin og bitin af flugnavargi og skorkvikindum, að þau líktust einna helzt eftirlifendum á pestar- svæði. — Ef þið hafið ekki komið ykkur sam- an um þetta enn þá, þá get ég hæglega . . . Báturinn hafði legið hreyfingarlaus á lygnu lóninu, en tók nú allt í einu veltu, og Michael steyptist beint á hausinn í sjó- inn. Um leið og hann hvarf, skaut Rut Brown á snotrum sundbol upp við hinn borðstokk- inn. Hún var hin rólegasta eins og ævin- lega. Hún var enga stund að komast upp í bátinn, grípa ár og keyra hana í höfuðið á Michael um leið og honum skaut upp á yfirborðið. — Hann er vita ósyndur, kallaði hún til fólksins á eyjunni. — Éafið þið bönd tilbúin á hann, þegar ég er búin að þjarma svolítið að honum. Plýtið þið ykkur nú. Michael skaut upp öðru sinni með mikl- um bægslagangi. — Ég er að drukkna, æpti hann skelf- ingu lostinn. — Það getur meira en verið, sagði Rut og kaffærði hann með árinni. — Drukkn . .----------hvein í Michael og niður fór hann. Hún beið átekta köld og róleg, en fólk- inu á ströndinni ofbauð slíkar aðfarir og bauð henni að hætta þessum leik. Rut virt- ist ekki gefa því minnsta gaum, en einmitt þegar Michael var að sökkva í síðasta sinn, og hefði sennilega ekki skotið upp aftur, þreif hún í hann og lét hann ná haldi á borðstokknum. Maðurinn var svo dasaður, að hann gat enga björg sér veitt, og það var ekki augnabliksverk að róa bátnum upp í flæðarmál. Þá var líka öll meðaumk- un eyjarskeggja rokin út í veður og vind, og karlmennirnir réðust á sjóræningjann eins og villidýr, alvarlega áminntir af kvenfólkinu, að hlífa sér nú ekki. Þeir voru ekki svipstund að koma Michael undir og í bönd. — Þú hefir gott af þessu, sagði sir Al- fred og sparkaði í afturendann á Michael, — og svo færðu tuttugu ára tugthús, lags- maður. Þá sneri hann sér að Rut: — En hvernig gátuð þér gert þetta, góða mín? spurði hann lafmóður eftir áflogin. — Það var ákaflega auðvelt, því að ég er vön að synda í sjó. Ég vissi, að hann myndi ekki koma auga á mig í sjónum, ef ég gæti falið höfuðið með einhverju móti. Með klofinni kókoshnetu á höfðinu gat ég synt alveg að bátnum án þess hann yrði var við annað en rekald á sjónum. — En hákarlarnir? — Ég varð að hætta á það. Lafði Pratt þrýsti henni að sínum breiða barmi og kyssti hana. — Guð blessi þig, barnið mitt, hvernig fáum við launað þér þetta? — Já, það má ekki gleymast, gullu þau öll við. — Hvers óskið þér yður að launum? spurði sir Alfred. — Ég þakka yður kærlega fyrir, sagði Rut og fór hjá sér. — En ég hafði hugsað mér að segja upp vistinni og fá fyrir far- gjaldinu heim aftur. Sir Alfred þótti stórum miður, en hann varð að standa við orð sín. — Eins og yður sýnist, sagði hann. — En ég læt yður ekki frá mér fara án þess að sýna yður einhvern þakklætisvott. Dón- inn þama vissi ekki, að ég geymi fimm hundruð seðlabúnt í káetunni minni. Ég gef yður alla fúlguna með glöðu geði. O Papúa-stýrimaðurinn var einn of an þilja. Þægindin um borð í Desdemónu komu sér vel eftir hrakningana á eyjunni. Fram í stafni var lítil manneskja að bisa við þungan lás á vistarveru, sem kölluð var fangelsi, en var kolsvört hola. Þegar henni tókst loks að opna lásinn, kallaði hún niður í kompuna: — Michael! — Ert það þú? — Hár maður kom fram í stjörnubirtuna. — Hvers vegna sleppir þú mér upp úr þessum kvalastað, úr því að þú hatar mig? — Ég elska þig, sagði Rut. Góða stund bar ekki nema einn skugga á þilfarið. — Svona, þetta er nóg, sagði Rut og var nú aftur róleg og ákveðin eins og hún átti að sér. — Við verðum að vera skyn- söm. — En hvers vegna léztu mig kveljast þarna niðri? — Af því að þú áttir það skilið. — Og hvers vegna eyðilagðir þú allt fyrir mér? — Ég bjargaði öllu fyrir þér. Þú ert kjáni eins og ég sagði, hreinasta bam. Menn eins og sir Alfred og mr. Greenham hafa tök á því að ná sér niðri á þér og þínum líkum. Þetta var bara sjóræningja- leikur hjá þér, en þeir eru verri en nokkur sjóræningi, ef út í það er farið. Þeir hefðu náð til þín einhvern veginn og einhvern tíma, það máttu vera viss um. Þar að auki var það ekkert skemmtileg tilhugsun, að þú færir út á refilstigu fyrir mína sök, úr því að hægt var að ná í peningana á annan hátt. Þú átt að vinna, hvort sem þú ert skáld eða ekki. Ég hefi fargjaldið okk- ar beggja og við förum saman. Ég var ákveðin í því frá fyrstu stundu. Og þú sem varst, að tala um útlendinga akur! Fyrir svona ráðalaus börn og þig eru Kyrrahafseyjar sannarlega útlendings akur. — En hvernig þá----------? — Eftir hálftíma emm við komin svo nálægt Samarai, að við getum farið í skipsbátinn. Þú lætur stýrimanninn sigla til hafs í sólarhring eða svo. Kunningjar okkar átta sig ekkert á þessu, en við get- um róið í veg fyrir póstskipið til Ástralíu, sem tekur okkur með. Kunningjar okkar fara ekkert að kveða upp úr með heimsku sína að láta hafa sig fyrir ginningarfífl tvisvar í sömu för. Þú sérð, að ég er búin að skipuleggja þetta út í yztu æsar. Michael Burne var hás af eintómri undrun. — Skipuleggurðu alla hluti svona lag- lega? — Ég held, að það sé jafngott, að ég geri það, úr því ég hefi nú fyrir tveimur að sjá. — Rut, sagði Michael hátíðlega, — ég ætla að reyna að verðskulda þína forsjá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.