Vikan


Vikan - 18.04.1940, Qupperneq 3

Vikan - 18.04.1940, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 16, 1940 3 Sagt frá nokkrum ögurbœndum Um miðja 18. öld fluttist að Ögri Magnús Vídalín Pálsson, sonur Páls lögmanns í Víðidalstungu. Hafði hann áður lengi búið í Núpdalstungu í Miðfirði. Það er mælt, að tildrög þess, að Magnús flutti vestur í Ögur, hafi verið þau, að ráðskona hans, er hét Ingibjörg ól son, er hún kenndi honum, en Magnús vildi með engu móti gangast við, og hefir hann þá víst viljað komast hjá málarekstri með því að flytja í fjarlægt hérað. Magnús var þá aldraður orðinn, og hafði Ingibjörg verið ráðskona hans í 18 ár. — Magnús mun hafa fengið Ögur í arf eftir móður- föður sinn, Magnús digra í Vigur. Eftir að Magnús fluttist í Ögur, er sagt, að Ingibjörg kæmi þangað í orlof einu sinni á ári. Hafði Magnús þá jafnan gefið henni matvæli á hest og 6 spesíur að auki. — Sonur þeirra Ingibjargar hét Magnús, jafn- an nefndur Magnússen, hin síðari ár. Bjó hann lengstum í Magnúsarskógum í Hvammsveit. Hann var rímnaskáld allgott, og hefir ort margt rímna, sem sumt er prentað. Meðal afkomenda Magnúsar í Skógum er Torfi sýslumaður Hjartarson, sem er fimmti maður frá honum. Magnús Vídalín- hafði tekið til fósturs Sigurð, son Ólafs lögsagnara Jónssonar á Eyri í Seyðisfirði. Var Sigurður fulltíða, er þeir fluttust vestur. Magnús Vídalín lézt 1769. Hafði hann þá arfleitt Sigurð fósturson sinn að Ögri. Sigurður Ólafsson var skólagenginn, og jafnan nefndur Sig- urður stúdent. Hann var talinn mesti öðl- ingsmaður og ráðsvinnur, og mjög fyrir bændum sýslunnar um sína daga. Ekki er þó kunnugt um, að hann hafi látið neitt til sín taka utan búsýslunnar. En gamlir menn, sem uppi voru fyrir síðustu alda- mót, höfðu heyrt forfeður sína minnast hans lofsamlega. Minjar lians í Ögri eru í altarisklæði með fangamerki hans, sem hann gaf kirkjunni aldamótaárið 1800. Er það ennþá notað og ótrúlega lítið snjáð. — Sigurður stúdent var tvíkvæntur. — Fyrri kona hans hét Sigríður, dóttir séra Ásgeirs Bjarnasonar, síðast prests í Dýra- fjarðarþingum. Séra Ásgeir var langafi Jóns Sigurðs- sonar forseta. Voru tvö börn séra Ásgeirs, þau Jón prófastur í Holti, faðir Þórdísar, konu séra Sigurðar á Rafnseyri, og Sigríð- ur.— Þau Sigurður Ólafsson og Sigríður eignuðust þrjú börn: séra Jón, síðast prest í Dýrafjarðarþingum, Sæmund stúdent og Þórdísi. — Þeir bræður kvæntust báðir, en eignuðust ekki böm. Sæmundur mun lengstum hafa dvalizt í Ögri með föður sínum. — Þórdís giftist Þórami bónda Halldórssyni á Látmm í Mjóafirði. — Sonarsonur þeirra var Ásgeir Kristjáns- son, sem bjó um langan aldur að Látrum og lézt þar háaldraður um síðustu alda- Síðari grein Kristjáns Jónssonar frá Garðstöðum. mót. Afkomendur hans eru ýmsir við Djúp. Síðari kona Sigurðar stúdents var Mar- grét Þorsteinsdóttir, prestsdóttir frá Hvammi í Dölum. Einkasonur þeirra var Þorsteinn, er tók við búi í Ögri eftir föður sinn. — Sigurður Ólafsson lézt í Ögri 1817, 87 ára að aldri. Þorsteinn Sigurðsson kvæntist um líkt leyti eða litlu fyrr en faðir hans féll frá Þuríði Þiðriksdóttur frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Hún hafði flutzt vestur með Arnóri prófasti Jónssyni, er hann fékk Vatnsfjörð 1811. — Þorsteinn var talinn gæðamaður og vel látinn, én vínhneigður mjög. Hann varð skammlífur. Hann datt útbyrðis í kaupstaðarferð, að mælt er, árið 1826 og drukknaði, þá 38 ára að aldri. — Þau Þorsteinn eignuðust 3 börn, dætur tvær, Margréti og Þuríði*, og og son, er Sigurður hét. Guðrún Þuríður giftist Ara stúdent Jónssyni. Höfðust þau við á ýms- um stöðum, en lengstum á Snæf jallaströnd, og jafnan við þröngan kost. Afkomendur þeirra eru ýmsir hér við Djúp og á Isa- firði. — Þegar Sigurður Þorsteinsson var á unglingsaldri, eignaðist hann dóttur, er Bóthildur hét. Hún hafðist mörg ár við í einsetukofa á Grænagarði við Isafjörð, ásamt dóttur sinni. — Síðar fluttust þær mæðgur í Ögurnes, og lézt Bóthildur þar 1930. — Höfðu þær þá um mörg ár verið sveitarþurfar Ögurhrepps. — Bóthildur var býsna fróð um margt, en hún var örðug til sambúðar, og gat aldrei samið sig að háttum sæmilegra manna. — Sonur Sig- urðar, áður en hann giftist, var Hávarður á Grundarhóli í Bolungavík, lengi nafn- kunnur sjósóknari þar. Hann drukknaði 1915. — Sigurður Þorsteinsson var lítt að skapi móður sinnar, enda ærið brokkgeng- ur. Kom hún honum burt, er hann varð fulltíða. Kvæntist hann síðar Kristínu Ölafsdóttur, systur Þuríðar húsfreyju, er síðar getur. Sigurður bjó jafnan við fá- tækt, síðast að Hjöllum. Lézt hann 1883. Eftir lát Þorsteins Sigurðssonar fluttist Þuríður Þiðriksdóttir að Garðsstöðum, og bjó þar í eitt eða tvö ár. Árin 1828—29 er séra Hannes Amórs- son frá Vatnsfirði talinn búandi í Ögri. Mun hann þá hafa verið aðstoðarprestur föður síns og þjónað fyrir hann Ögurþing- * 1 prestsþjónustubókum er kona Ara talin heita Guðrún, og má vera, að hún hafi heitið Guðrún Þuríður. um, er Vatnsf jarðarprestur þjónaði jafn- an af og til, er prestlaust var í Ögurþing- um. — Séra Hannes fékk veitingu fyrir Stað í Grunnavík 1841. Drukknaði hann síðan fram af Arnarnesi fyrir jólin 1851. — Þeir voru á heimleið frá Isafirði, fjórir eða fimm á bát, lentu í Arnardal og þáðu beina. — Er þá mælt, að séra Hannes kast- aði fram stöku þessari um leið og hann kvaddi: „Einn guð ræður ævi minni, angurs þó ég brúki tal. Máske það verði í síðasta sinni, sem ég kem í Arnardal." Fórst báturinn síðan á boðum fram af Arnarnesinu. Séra Hannes var gáfumaður og skáldmæltur. Hann mun hafa búið í Ögri þessi tvö ár, að einhverju leyti í ábúð Þuríðar Þiðriksdóttur, og má því varla teljast til venjulegra Ögurbænda. Árið 1830 giftist Þuríður Þiðriksdóttir í annað sinn, Einari Jónssyni frá Hvítanesi. Hann var að frændsemi að öðrum og þriðja við Þorstein fyrri mann hennar. Einar bóndi gerðist brátt athafnamaður og bjó rausnarbúi í Ögri. Hann hafði margt vinnu- hjúa, lét stunda fiskveiðar og selaskutl jafnframt landbúnaði. Var hann sjálfur góður skutlari. — Afi minn, Einar Magnús- son, var á yngri árum sínum vinnumaður hjá Einari bónda. — Var hann formaður á útveg hans, stundaði fyrir hann sela- skutl, og járnaði hvali, og varð mjög fim- ur skutlari, enda karlmenni mesta að burðum. — Taldi hann Einar jafnan höfð- ingsmann um margt, en Þuríði konu hans þó fremri um heimilisstjórn. Einar bóndi var mjög hneigður til vínnautnar, og hafði jafnan mjög um hönd vín á heimili sínu. — Sagt var, að efni þeirra Þuríðar hefðu þorrið nokkuð í búskapartíð hans, þrátt fyrir mikil umsvif. — Hinn 24. nóvember 1855 var. Einar bóndi á ferð til Vatns- fjarðar með húskörlum sínum og fleirum. Þegar komið var inn á Þernuvík, féll Einar útbyrðis. Skipverjar náðu svo fljótt til hans, að hann hafði eigi náð allur að vökna. Samt var hann örendur, er í skipið kom. Einar bóndi var hálfsextugur, er hann lézt. — Þau Þuríður höfðu ekki eignazt börn, en tekið höfðu þau til fósturs Hafliða, son Halldórs bónda í Hörgshlíð Halldórs- sonar. — Bræður Hafliða voru þeir Jón á Laugabóli og Gunnar alþm. í Skálavík, al- kunnir bændaskörungar og enn Guðmund- ur smiður, lengstum í Hafnarfirði, en syst- ur Salóme, kona Haraldar Halldórssonar á Eyri í Skötufirði, og Kristín, kona Sig- urðar Hafliðasonar í Hörgshlíð. Dóttur- sonar hennar var m. a. Jón Baldvinsson alþm. Jafnframt fluttist að Ögri eftir lát Ein- ars bónda Þuríður, dóttir Ölafs hattamak-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.