Vikan


Vikan - 18.04.1940, Síða 5

Vikan - 18.04.1940, Síða 5
VIKAN, nr. 16, 1940 5 Undanfarna daga hafa Islendingar andað og hrærzt í stríðsskelfingu, en sú tegund ótta er þeim framandi eins og allt, sem að hernaði lýtur. Órói og eirðarleysi hefir einkennt mjög fas Reyk- víkinga þessa daga, og þar sem tveir menn hittast, er fyrsta spurningin ávallt þessi: — Hvernig lízt þér á veröldina? Enginn misskilur þessa spurningu, allir vita við hvað er átt. Það er auðvitað stríð- ið, og þær hörmungar, sem steðja að ná- grannaþjóðum vorum, Norðmönnum og Dönum. Aldrei fyrr hefir hætta morðtækninnar og styrjaldarbrjálæðisins staðið okkur svo nærri, og aldrei fyrr hefir nein kynslóð a þessu landi átt jafn mikið undir því komið, að siglingar til landsins stöðvuðust ekki, og að viðskiptasamvinnan mætti haldast við frændþjóðirnar á Norðurlöndum. En svo vöknum við við það einn morguninn, að sambandsríki vort, Danmörk, hefir ver- ið tekið herskildi og að þýzkur her hefir verið settur á land í Noregi í þeim tilgangi að gera því ríki sömu skil. Kvöldið áður gátum við vel ímyndað okkur, að svo mundi fara, en við vildum þó ekki trúa því. En þegar fregnirnar af þessum skelf- ingum bárust hingað, mátti finna, að Is- lendingar stóðu saman sem einn maður, þeir stóðu saman í óttanum og skelfing- unni og áttu allir sömu óskina, sömu von- ina, að enn mætti ráða fram úr þessu og senn mundi málum skipast á friðsamleg- an hátt. Menn töluðu um þann möguleika, að þetta væru flugufregnir, lítt ábyggileg- ar, og kannske lognar upp frá rótum. En svo reyndist þetta vera rétt í aðalatriðum. Frændur okkar, friðsömustu og gáfuðustu menn heimsins, höfðu glatað frelsi sínu og sjálfstæði í hendur erlendu hervaldi, og Norðmenn, sem reyndu að verjast, áttu við ofurefli liðs að etja. Það var óyggjandi staðreynd, að þannig var ástatt á Norðurlöndum fyrir hádegi 9. apríl, og þann dag var sólskin og sum- arblíða í Reykjavík. En ég býst við, að fæstir hafi veitt því athygli, að það var gott veður, því að ,,nú var ei hugurinn heima.“ I Austurstræti, framan við rit- stjórnarskrifstofu Morgunblaðsins, stóð stöðugt mikil mannþyrping, sem las fregn- spjöld, er hengd voru út. Þegar stríðið brauzt út í haust, stóð fólk einnig fyrir framan Morgunblaðs- gluggann og las fregnspjöld, en þá voru fregnirnar spennandi eins og morðkafli í leynilögreglureyfara, því að þá var þetta okkur meira óviðkomandi, en hins veg- ar þægilegt umræðuefni og skemmtileg dægurþraut til þess að spreyta sig á. — En í þetta skipti setti menn hljóða, því að nú gat okkar eigin örlagastund verið að nálgast, og þá stoðar ekki digurbarka- leg háreysti og orðafleipur. — Annars hug- ar las fólk þessar fregnir og annars hug- ar gekk það sína leið. Atvinnulausir og umkomulitlir menn gleymdu um stund sín- um persónulegu sorgum og erfiðleikum af tómum áhuga fyrir því, hvernig hér mundi skipast málum. Og hinir, sem nægum störf- um höfðu að gegna, höfðu enga eirð í sér til að sinna þeim. Hópurinn fyrir framan Morgunblaðsgluggann var sjálf Reykjavík, og þennan dag sveikst hún um að vinna. Sendisveinarnir streymdu að hvaðanæfa á reiðhjólum sínum og stilltu sér upp við hliðina á starfsfólki bankanna og annarra, er gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, og atvinnulausi Eyrarverkamaðurinn stóð þarna hjá háskólaprófessornum, sem í dag var staðráðinn í að mæta ekki í skólanum. Og þegar á allt er litið, má telja það mjög vafasamt, hver átti hér mestra hagsmuna að gæta. I Danmörku dvelja við nám eða eru búsettir yfir 1000 Islendingar. Ætt- menni þessara þúsund Islendinga eru um allt landið, en þó flestir í Reykjavík. Mörg- um mun því hafa orðið hugsað til þessara ættingja. En efst í hug flestra mun þó hafa vakað sú spurning, hvort einnig við mynd- um verða teknir herskildi og verða að lúta erlendum herjum og framandi stjórnarvöld- um. Og víst er um það, að þetta kvöld gengu margir uggandi til hvílu um það, að senn myndu taldir dagar hins íslenzka sjálfstæðis. En morguninn eftir erum við enn sjálf- stæð þjóð, og sjálfstæðari en við höfðum nokkru sinni verið. Alþingi hafði komið saman um nóttina og samþykkt bráða- birgðalög þess efnis, að vegna ástandsins í nágrannalöndunum mundu Islendingar ,,að svo stöddu“ taka í sínar hendur al- gjöra forystu þeirra mála, er við áttum áður sameiginleg með sambandsþjóðinni. Svo skjótt skipast málin, og svo hratt snýst hamingjuhjólið. Ríkisstjórnin hafði árangurslaust reynt að ná símasambandi við konung og sendi- herra sinn í Kaupmannahöfn, en átti sam- tímis fund við þjálfuðustu lögmenn þjóð- arinnar og naut leiðsögu þeirra. Síðan voru samþykkt lög. Þannig fengum við fullt og óskert sjálfforræði eftir 676 ára íhlutun og afskipti annarra þjóða af okk- ar málum. Og þetta var í apríl. Vorið byrjar í apríl á Norðurlöndum, og það bregst aldrei. Þrátt fyrir kuldana og ísa- lögin í Danmörku í vetur voru þó beyki- skógar „grænu eyjanna“ teknir að grænka og sáðlöndin búin til plægingar þegar það ,,undur“ gerðist á einni nóttu, að frjálsri og siðmenntaðri þjóð var ofaukið í sínu eigin föðurlandi. Danski bóndinn sofnaði frá því að svínin hans voru dönsk, en þegar hann vaknaði voru þau undir þýzkri vernd og vafasamt, hvort hann ætti þau! Þannig er sjálfstæði þjóða ótryggt og hverfullt eins og ástir kvenna nú á tímum. Vonandi er, að það sjálfforræði, sem að við íslend- ingar höfum nú tekið okkur sé engin ævin- týrablekking, að við vöknum ekki við það einn morguninn,........ Churchill segist þurfa að athuga málið. Annað hefir hann ekki sagt um Island, kannske aldrei minnst á það fyrr né síðar. En það kann að varða okkur miklu, að hvaða niðurstöðu hann kemst við að „athuga málið“. Verða ærnar okkar ensk- ar eða þýzkar á sauðburði í vor, og hverr- ar ,,verndar“ kunnum við að njóta, sem eigum landið og ráðum nú einir okkar mál- efnum eftir 676 ár. En hvort sem guðirn- ir eru með okkur eða ekki, verðum við að horfast í augu við ýmsa alvarlega ann- marka, sem sjálfsstjórnarævintýrið hefir í för með sér. Hafið þið athugað það, að annar hver Reykvíkingur eða meira á at- vinnu sína og framtíðarmöguleika undir því, að ekki stöðvist siglingar milli Islands og Evrópu. Sérstaklega verður Reykvík- ingum tíðrætt um Hitaveituna þessa dag- ana, hvort framkvæmdir hennar munu stöðvast að sinni. Þetta er líka mjög veiga- mikið atriði fyrir Reykjavík og þjóðina alla. I lok síðasta stríðs kostaði kolatonnið hér yfir 300 krónur, og ekkert bendir til þess að dýrtíð þessa stríðs verði minni en stríðsins 1914—1918. IJr brýnustu sigl- ingaþörfum verður reynt að bæta með við- skiptum við Ameríku, en svo kunna þau sund einnig að lokast .... Og það var þetta, sem mun hafa verið efst í huga margra þegar þeir drógu sig hljóðir út úr mannþrönginni framan við ísafold, fremur en óttinn við bitur vopn og blóðsúthellingar. Okkar bezta öryggi er fólgið í því, að við eigum engin vopn og kunnum ekkert með þau að fara En sömu dagana og tvísýnast horfir um framtíð lands og þjóðar hefir ástin hvatt nokkrar ungar stúlkur hér í Reykjavík til sinna vígvalla, — til þess að trúlofast er- lendum skipbrotsmönnum, er dvalið hafa hér á götunum í nokkrar vikur og borist mikið á. Og þær eru hamingjusamar, þess- ar litlu stúlkur. Þær eiga sínar framtíðar- vonir í útlandinu. En þeir, sem ekki vilja falla fyrir vopnum erlendra manna, ættu heldur ekki að falla fyrir ástum þeirra! Og svo gæti farið, að sú blóðtaka, sem erlendu skipbrotsmennirnir hafa lagt sig eftir, meðan þeir hafa haft hér viðdvöl, yrði íslenzka kynstofninum dýr fórn, ef stríðið stæði lengi og mörg erlend skip brotnuðu hér við landL S. B.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.