Vikan


Vikan - 18.04.1940, Page 17

Vikan - 18.04.1940, Page 17
VIKAN, nr. 16, 1940 17 Móg-ilshöfðar. Helliskvísl. Sáta. Sauðleysur, séð frá Hellisfjalli. baðaði sig tárhrein í sólargeislunum allan þann tíma, sem við sáum til hennar. Við fórum nú að ríða hart, því reiðvegur er prýðilegur norðvestur að Sauðleysum. Vestan undan þeim er farið yfir Hellis- kvísl, sem þar er á leið norður í Tungnaá, og svo með fram henni að vestanverðu á móts við Hrafnabjörg, sem er bratt fell keilumyndað. Leiðin beygist nú meira til vesturs, og yfir hraunið, sem rann í gos- inu 1913.. Eru eldvörpin stutt frá vegin- um, nokkuð hærri en hraunið, og mjög rauð á lit. Þegar yfir nýja hraunið er komið, liggur vegurinn yfir eldri hraun og sanda að Vala- hnjúkum — sem standa stakir eins og „klettar úr hafinu“ (hraunhafinu) — og fram með þeim, og þá á ný yfir gróðurlausa sanda og hraun niður í Sölvahraun. Þar er mik- ið graslendi og fagurt um að litast. Er venjulega áð hjá miklum f járbyrgjum, sem þar eru, og notuð eru til að geyma í safn- ið af Landmannaafrétt nóttina áður en það er rekið niður í Réttanes, þar sem hinar landskunnu Landréttir eru, en leitarmennirnir hafast við þessa nótt í tjöldum í Áfangagili svo nefndu, sem er vestarlega í fögru fjalli, algrónu, sem heitir Valafell. Er það á hægri hönd við veginn. Fjárbyrgin eru einhlaðin úr hraungrjóti. Haustið 1896, eftir jarðskjálftana miklu, var ekki við öðru búist en að byrgin hefðu hrunið til grunna, því niður á Landi var jarðhrist- ingurinn svo ógurlegur, að heilar torfur féllu úr Skarðsfjalli, en vegalengdin milli Sölvahrauns og Skarðsfjalls er ekki nema rúmir 30 km. Þegar í leitir var farið þetta haust, var farið með aukamenn, sem áttu að hlaða upp byrgin. En þegar að þeim var komið, brá svo undarlega við, að úr þeim hafði ekki fallið nema steinn og steinn alveg eins og venjulega. Þótti öll- um þetta undrum sæta. — Frá byrgjunum niður í Rangárbotna (ytri Rangár) er stutt leið og greiðfær, enda var sprett úr spori. Hestunum og okkur var mál á að komast í Rangárbotna til að svala þorstanum, því enginn dropi af vatni er til á leiðinni þang- að, alla leið austan frá Helliskvísl. I Rang- árbotnum er alveg sams konar vatn og það, sem við notum hér daglega úr Gvend- arbrunnum, tárhreint og ískalt. Fróðlr menn ætla, að jökulinn á Heklu leggi það til — og jafnvel Þjórsá að einhverju leyti, — en það hreinsist svona og kólni á leið sinni í gegnum jarðlögin, sem að mestu leyti eru hraun. Manni finnst það dásam- legt af forsjóninni, að hafa hagað því svo til, að jökulvatnið frá Heklu skuli spretta upp tært og hreint á þessari eyðimörk úr svalandi lindum, til að svala sárum þorsta hundruðum manna, og þúsundum dýra (sauðfjár, hesta og hunda), er þarna fara um árlega, um aldaraðir. IJr Rangárbotnum liggur leiðin niður á Rjúpnavelli. Þar er graslendi dálítið, og mörgum þykir þar hlýlegt, og þá ekki síð- ur nokkru neðar með Rangá, á Merkihvoli. Flestir gera þann krók á leiðina milli Rang- árbotna og Rjúpnavalla, að skreppa að Tröllkonuhlaupi í Þjórsá (sem áður er getið), og gerðum við það einnig. Á Merkihvoli var bær fram á nítjándu öld. Þar hefir verið þá mikill skógur, og í nágrenninu, eins og víðar með Rangá, þó eigi sízt fyrir sunnan hana, en hefir orðið að lúta í lægra haldi fyrir uppblæstri eins og víðar. Þó eru þar dálitlar skógarleifar enn, sem nauðsyn er að girða af og friða — og það sem fyrst. Á Merkihvoli áðum við í síðasta sinn milli byggða. Nú voru eftir aðeins 6 km. að Galtalæk, efsta bæ á Landi. Þó að við hefðum svalað þorsta okkar í tví eða þrígang úr Rangá, vorum við yfirkomnir af þorsta, er við ltomum að Galtalæk, því þurrkurinn var mikill, og rykið frá lausu hestunum, er við rákum, settist í kverkarnar. Það fyrsta, sem við beiddum Finnboga bónda á Galtalæk um, eftir að við vorum sestir inn í stofu hjá lionum, var sýrudrykkur. Hanii fór strax að ná í hann, en við Högni sátum eftir. Allt í einu hriktir og'brakar í öllu, og allt lauslegt fór á stað. Jarðskjálfti, varð okkur báðum að orði. Ég fann, að ég fölnaði upp, því ekkert finnst mér eins voðalegt og það ógurlega náttúruafl síðan í jarðskjálftun- um miklu 1896, en þá var það hulinn verndarkraftur, sem forðaði mér frá því að verða undir bæjardyragöngunum í Marteinstungu í Holtum. Þau féllu öll á hælum mér, og það svo, að sums staðar voru stórir undirstöðusteinar ofan á þak- inu. — Ég fór út og jafnaði mig,, og þegar ég kom inn í stofuna aftur, var Finnbogi kominn með sýrublönduna. Við fórum nú að ræða um, hvort gos mundi vera í nánd, og hvar það mundi vera, en eftir örfáar mínútur kemur annar jarðskjálftakippur, og engu vægari en sá fyrri. Fór okkur nú ekki að lítast á blikuna, og fórum allir út, og varð fyrst litið til Heklu. En þar var ekkert að sjá óvenjulegt. Hét ég nú enn á Strandarkirkju, að hún skyldi fá nokkrar krónur í viðbót, ef ég yrði ekki var við fleiri kippi. Og enn varð hún við áheitinu. Bráðlega fórum við inn aftur, og drukk- um kaffi, en hálfgerður geigur var í öll- um, og um ekkert var talað nema jarð- skjálftana, og hvort þeir hefðu ekki ein- hversstaðar gert skaða. Ferð okkar var Framh. á bls. 19. Landmannahellir. Lifrafjöll. Helliskvisl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.