Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 19

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 19
VTKAN, nr. 16, 1940 19 Tröllkonuhlaup í Þjórsá. I SUMAKSÓL. Framh. af bls. 17. lieitið um kvöldið að Fellsmúla. Þar ætl- uðum við að gista hjá gömlum vinum mín- um frá bemskuárunum, Ófeigi prófasti og konu hans. Á Fellsmúla var fyrsta síma- stöð á leið okkar. Á leiðinni á milli Galta- lækjar og Fellsmúla, vorum við á milli von- ar og ótta um, hvaða fregnir síminn færði og þá ekki sízt frá Reykjavík. Og þegar við komum að Fellsmúla, voru fréttirnar talsvert alvarlegar, þó þær hefðu vitan- lega getað verið miklu verri. En þær voru, að þetta væri mesti jarðskjálfti sem komið hefði í Reykjavík, og talsverðar skemmdir hefðu orðið þar. Þessi jarðskjálfti varð til þess, að vekja nokkra — en því miður allt of fáa Reykvíkinga til umhugsunar um það, hver hætta höfuðstað landsins getur stafað af þessu ægilega náttúruafli, og fóru þeir að leita fyrir sér um tryggingu á húsum sínum gegn jarðskjálfta. Og jafn- vel vakti hann bæjarstjórnina — en aðeins um stundarsakir. Eitt félag erlent er hafði hér umboðsmann, vildi taka slíkar trygg- ingar og það með góðum kjörum. Ég borga engin útgjöld með betra geði en þær 38 krónur, sem ég borga árlega fyrir 45 þús. kr. jarðskjálftatryggingu á húsi mínu. Annars er alveg furðulegt tómlæti for- ráðamanna bæjarins í þessu máli. Að þeir skuli ekki hafa tryggt bæinn fyrir hættu af I Tilkynning. 1 jþeir kaupendur Vikunn- 1 | ar, sem skulda 2 níán- i | uði eða meira, verða að § greiða til innheimtumanna \ I eða semja um greiðslu á | afgreiðslu blaðsins, því að jj annars verður hætt að i I senda þeim blaðið. j 1 Úty á^ustjóhnin. { \ Afgreiðsla: í = Austurstræti 17. I *V<iiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiii,,lll,lll,llllllll|lllllllllllllllllllllllllllkv> jarðskjálftum, um leið og hann var tryggð- ur fyrir eldshættu. Hvar stæðu íbúar Reykjavíkur, lánsstofnanirnar, — og land- ið, ef Reykjavík félli að meira eða minna leyti, eða stórskemdist af jarðskjálfta? Og þetta getur skeð á einni mínútu! Þó er alltaf verið að minna á þetta. Hinir ægilegu jarðskjálftar í Tyrklandi í vetur eru síðasta áminningin frá náttúr- unnar hálfu. Og fyrir skömmu birtist í einu dagblað- anna prýðileg ritgerð um þessa hættu, eftir ungan, efnilegan jarðfræðing, Sigurð Þór- arinsson. Honum lízt ekki vel á „horn- gluggahúsin í Reykjavík" til að standast jarðskjálfta, og hann fullyrðir, að mörg hús í sveitum landsins séu „svo frá gengin, að þau þola ekki meðal jarðskjálftakipp, hvað þá meira.“ Ekki hefi ég orðið þess var, að ritgerð Sigurðar hafi vakið neina eftirtekt. Hér er flotið sofandi að feigðarósi, og fyrst rumskað, þegar skaðinn er skeður. Jú, eftir á að hyggja. Einn af starfs- mönnum útvarpsins gat um hana í útvarp- inu, og las upp úr henni stuttan kafla, þó ekki þann — ef ég man rétt — sem mest þörf var á að lesa og var um það, hvaða varúðarreglur fólk á að viðhafa þegar jarðskjálfta ber að höndum. Annars hefði átt að lesa alla ritgerðina upp í útvarpið. Hún átti meira erindi til landsmanna en margt af því, sem þar er flutt. Þarna var nú einn útúrdúrinn enn þá, en þeim fer nú að fækka, því nú er sagan rétt á enda. Eftir ágæta hvíld á Fellsmúla og lang- an og rólegan svefn — sem varla hefði orðið, hefði ég ekki treyst á áheitið sí§- asta á Strandarkirkju — héldum við Högni daginn eftir niður að Marteinstungu í Holt- um. Þar býr systir mín og maður hennar á óðali foreldra okkar. (Sagnir segja, að Marteinstunga hafi áður fyrr heitið Sótt- artunga. Þá á kirkjan að hafa verið í „gömlu Pulu“ — orðið Pula kvað vera írskt og þýða Tjörn, — sem nú er í eyði, og var norðvestan við Köldukinn. En reim- leikar í Pulu áttu að hafa verið þess vald- andi, að flytja varð kirkjuna, og segja sagnirnar að Marteinn biskup Einarsson — þetta á að hafa verið í hans biskups- tíð — hafi fyrirskipað að flytja kirkjuna á þann bæ í sókninni, sem eigi yrði komist heim að, nema eftir brú — upphleyptum vegi, en sá bær var Sóttartunga. Jafnframt á hann að hafa gefið skipun um, að breyta bæjarnafninu í Marteinstunga (þ. e. fyrri hlutan af nafninu í höfuðið á sjálfum sér). — í Marteinstungu gistum við síðustu nóttina í ferðinni, og þar skildum við hest- ana eftir til að hvíla sig og taka sig eftir ferðalagið. En morguninn eftir fórum við niður á vegamót Landbrautar og Suður- landsbrautar, móts við Meiri-Tungu, og tókum okkur far með Fljótshlíðarbíl frá B.S.R. til Reykjavíkur. Höfðum við þá ver- ið 14 daga í burtu, og í 12 daga í röð hafði aldrei dregið fyrir sólu, eins og áður er getið. Er þetta önnur skemmtilegasta ferð, sem ég hefi farið. Hin var fyrsta hring- ferð Ferðafélags Islands 1936. Um þá ferð ritaði Árni Óla ágæta ferðasögu. í Lesbók Morgunblaðsins s. á. „Höfum vér nú hér lok þessarar frá- sagnar, ok þakki nú hverr, sem vert þykkir.“ Ráðningar á þrautum á bls. 4. Lausn á 1. þraut: 775 33 2325 2325 25575 ~ Lausn á 2. þraut: Lausn á dæmi 2: Það má auðveldlega sjá, að þessir þrír fletir A, B og C, eru alMr jafn stórir (hafa sama flat- armál). Lausn á 3. þraut: • • • • Mynd 1 sýnir upphaflega • • • • pyramídann. Mynd 2 sýn- • • • • ir af stöðuna, þegar enda- punktarnir í neðstu röð- inni á mynd 1 hafa verið fluttir hvor sínu meginn við topppunktinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.