Vikan


Vikan - 11.07.1940, Page 3

Vikan - 11.07.1940, Page 3
Rúmenskir bændur eru fátækir. Þeir fá aðeins lítið fyrir vörur sínar, og þeir furða sig á hvernig hægt sé að byggja skýjakljúfana i Búkarest. Það er mikið djúp staðfest á milli bændastéttar- innar og hinna menntuðu stétta, sem þessi maður er einkennandi fyrir. „Hundrað manna konan“: Þegar bændurnir koma til Búkarest til að leita sér að vinnu um stundar- sakir, búa þeir hjá konum í fátækrahverfunum. Enginn veit með vissu, hve mikil olía er í Rúmeniu. Sérfræðingar gizka á, að þær olíulind- ir, sem nú eru starfræktar, muni aðeins geta enzt í tíu ár enn með þeirri sex milljón tonna ársframleiðslu, sem nú er — og bæta því við, að þá sé Rúmenía búin að vera sem olíuland. En Þjóðverjar, sem eru nú meira olíuþurfi en nokkru sinni fyrr, minnast sögunnar um Bahmin í Pers- neska flóanum. Þar hafði stóri enski olíuhring- urinn fengið tilboð um olíusvæði, sem þeir neit- uðu að taka, af því að rannsóknir leiddu í ljós, að olian var ekki nóg, til þess að vinnslan borg- aði sig. Tveim árum síðar hafði amerískur oliu- hringur gert þær að auðugustu olíulindum í öll- um- Austurlöndum. Gæti ekki eins farið í .Rúmeníu? Að minnsta kosti er hafin leit — með alveg nýjum aðferðum — að nýjum olíulindum, þó að hætta sé á, að olíulindir landsins verði orðnar þurrar eftir fimm ár. Rúmenía hefir mörg fleiri viðfangsefni að glíma við. Hún fékk miklar landa-aukningar eftir heimsstyrjöldina, sem hún nú ef til vill óskar, að aldrei hefði orðið. 1 þess- um héruðum eru 5 milljónir manna, sem telja sig eiga annað föðurland en Rúmeniu. Nú hefir líka sá nágranninn, sem voldugastur er heimt aftur sinn hlutá og ögn betur. Rússar hafa tekið Bessarabíu, sem áður tilheyrði þeim og ennfrem- ur Búkovínu, sem áður heyrði undir Austurríska- úngverska keisaradæmið. Ungverjar og Búlgarar hafa líka sínar landakröfur á hendur Rúmenum, en hafa ekki enn haft bolmagn til að knýja þær fram, hvað sem síðar kann að verða. Kirkjan er valdamikil og styður stjórnina. Hér eru þjónar hennar að leggja blessun sina yfir æskulýðsmót. Börnin, sem eru afleiðing af þessari sambúð, lifa við sult og seyru og flækjast um úthverfin, þangað til þau eru tekin og sett á barnaheimili. Búkarest er fjörug borg með Zigeunamúsik og fallegum stúlkum. En allsstaðar eru umræðuefn- ið: stríð eða friður? Rúmenskur liðsforingi. Rúmenski herinn hefir tekið sér enska herinn til fyrirmyndar í einu og öllu. Rúmensku smalarnir eru hvorki læsir né skrif- andi, en þeir geta orðið góðir hermenn. Aðeins yngsta kynslóðin hefir nasasjón af bóknámi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.