Vikan


Vikan - 11.07.1940, Qupperneq 7

Vikan - 11.07.1940, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 28, 1940 7 Ferðir yfir Sprengisand Lögðu þeir Jón og Þórður svo af stað með féð, en ég varð eftir og skyldi ég sjá um allan útbúning. Ég byrjaði á því að skoða í búrið, og var þar allgott um að litast. Tók ég nú að raða niður í koffort og kassa blóðmörskeppum, kjöti og brauði og jólakökum og ýmsu góðgæti fleiru. Þótti húsfreyjunni ég vera allharður í kröfum, en við skildum þó sátt, að ég hygg. Ég lagði svo af stað og náði brátt í rekst- urinn. Ég sagði Þórði, að ég hefði sópað innan búrið, en hvort það yrði nóg, vissi ég ekki, því að margt gæti komið fyrir á langri leið. En það fór svo, að nestið varð nóg. Fyrsta daginn fórum við suður á Koll- múladal, sem liggur að Skjálfandafljóti að austanverðu. Við höfðum ekki tjald okkar, sem var geymt við Kiðagil, og lágum því úti um nóttina. Að morgni skyldi svo fara vestur yfir Fljótið, en það var orðið held- ur vatnsminna en í byggð, en samt sund á fénu. Við höfðum góða forustuá, sem lagði strax út í og gekk þetta allt slysa- laust. Var svo haldið að vestan upp með fljótinu, sem er venjulega leíðin, og nátt- uðum við okkur í svokölluðum Kvíum fyrir norðan Kiðagil. Þá höfðum við náð í tjald- ið. Næsta dag var farið fram í Tjarnar- drög. Er það fremsti haginn norðan við Sandinn, en hann var nú mjög lélegur, en það varð að stytta næsta áfanga eins og hægt var, því að nú var langur áfangi í vændum. Næst skyldi hafa áfangastað í Jökuldal. Eins og fyrr segir er Jökuldalur, öðru nafni Nýidalur, norðvestan í Tungna- fellsjökli, austan við Sandinn, og er það mikill krókur af venjulegri leið, að koma í dahnn, en sé verið með fé verður að hafa þar áfangastað, með því móti má skipta Sandinum í tvo áfanga. Ég gat þess að framan, að við höfðum forustuá. Það virð- ist í fljótu bragði, að þess mundi ekki hafa þurft á auðri jörð, en það kom að góðu gagni. Hún fór alltaf á undan og var oft löng halarófan, líkt og þegar fé rennur í sporaslóð í ófærð. Við áðum nokkrum sinn- um til að hvíla féð, lagðist það þá í hnapp, því að ekkert var að kroppa, hvergi sting- andi strá. Eitt lamb fundum við á leiðinni, var það að norðan og tókum við það með. 12 tíma vorum við úr Tjarnardrögum suð- ur í dal, og var þá skepnunum mál á að fá björg. — Dalurinn er lítill, líklega svo sem hálftíma gangur á lengd. 1 brekkunum er mikið af hvönn. Niður við kvíslina er dálítið valllendi, var þar góður hestahagi, en lítið pláss. Daginn eftir vorum við um kyrrt í dalnum, til að lofa fénu að jafna sig. Ég tók að mér að leita þarna fyrir Bárð- dælinga í þetta sinn. Leitaði ég svo með fram kvíslinni (Fjórðungskvísl) og dálítið út á Sandinn, og fann aðeins 2 lömb, sem ENDURMINNINGAR Ásgeirs Ásmundssonar frá Haga. ------- NIÐURLAG. ------------- við fórum með suður. Við fundum einnig rytjur af tveimur lömbum í Jökuldalnum. Svo var lagt af stað að nýju, og gerði ég ráð fyrir að stefna í fremsta hornið á Hofsjökli með féð, en ég fór aðra leið. Það kom til orða áður en ég fór að sunn- an, að ég leitaði að högum á stóru svæði, suður með Tungnafellsjökli, sem enginn maður kemur. Veður var gott og heiðríkt, en ég fann enga haga, og enga skepnu. Tók svo loks stefnu út að Þjórsá. Hitti félagana í Háumýrum, þar sem nú átfi að hafa náttstað. — Þeir höfðu verið sjö klukkustundir úr Jökuldalnum í Háumýr- ar, og mátti það kallast stuttur áfangi. En í Eyvindarver var 10 stunda ferð, og þar eru hagar betri, og það var venja að hafa þar náttstað, eins og fyrr um getur, en það þótti fulllangt að þessu sinni, að strekkja við að komast þangað. Háumýrar eru nokkuð stórt pláss, og er sandur allt í kring. Þær eru mjög blaut- ar, ófærar fyrir hesta, en utan með jöðr- unum er þurrara. Þar var töluvert gras, en hestarnir létu illa við því, og voru óró- legir. Kindurnar kroppuðu á smáhólum, sem eru þarna hér og þar. Kvöldið, sem við vorum á Háumýrum, sást kólgubakki koma upp í norðri, og innan skamms sáum við að snjóa tók á norðanverðan Sand- inn, og skafrenning á jöklana. Ekki náði úrkoman þó til okkar, en það hvessti og kólnaði mjög. Breytist oft um veður á Sandinum, því að þar er hæðin mest yfir sjávarmál. Tírkoma af norðri nær oft ekki lengra, og sömuleiðis ekki frá suðri. Þarna á Háumýrum fundum við rytjur af tveimur lömbum, og þegar við komum fram að Tungná, höfðum við fundið 10 rytjur á allri leiðinni. Þá voru fráfærur hér sunnan lands, en að mestu hætt við þær norðan lands. Fráfærulömbum hætti við að flækjast um sanda og auðnir á sumrin, og urðu svo oft úti. Fannst okkur átakanlegt að sjá, hvemig þessir vesaling- ar höfðu borizt af, — sums staðar undir stórum steinum, sem lengst höfðu staðið upp úr hjaminu, — sum á eyðisandi, þar sem stormar og byljir höfðu slegið þeim síðast niður. Næsta dag fómm við í Þúfuver. Var það stuttur áfangi. Þar em ágætir hagar, þeir beztu á allri leiðinni. I verinu er dálítil hæð, strýtumynduð, en grasi gróin, kölluð Biskupsþúfa. Munu biskupamir hafa haft þar náttstað á vísistasíuferðum sínum, er þeir fóru milli byggða, og þúfa þessi svo verið við þá kennd. Þess má geta, að við Þórður fórum oft seint að sofa, þar sem við lágum í nátt- stað, því að margt bar á góma. Þórður var fróður og greindur vel, en menntunar- lítill eins og gerðist með okkur karlana frá fyrri tímum. Þótti mér hann skemmti- legur ferðafélagi. Úr Þúfuveri var haldið með fram Þjórsá, og var næsti náttstaður í Hvannagiljum. Það var langur áfangi. Er þar allstór gras- fláki, sem liggur með fram Þjórsá og sæmilegur hagi. Næsta dag var farið fram að Tungná. Er mjög ógreiður vegur þar með fram Þjórsá, og varla fært skepnum. Verður þá að fara nokkuð austur á við, fyrir enda á svokölluðum Búðarhálsi. Er þá komið að Köldukvísl, sem rennur þarna úr norð- austri, alla leið norðan úr Vonarskarði og rennur í Tungnaá nokkru fyrir ofan ferju- staðinn. Kvíslin er vatnsmikil, en er samt reið, ef ekki er vöxtur í henni. Tungná kemur úr suðri, og myndast þarna stór tunga, og er þar kallað Þóristungur. Nota nokkrir bæir í Ásahreppi tungurnar fyrir afréttarland. Við vorum næstu nótt skammt fyrir innan ferjustaðinn á Tungná. Að morgni fluttum við svo féð fram yfir ána, en rák- um hestana, og var sund landa á milli. — Það á víst langt í land að Tungná verði brúuð, en eftir því, sem gjört hefir verið á síðustu áratugum, gæti þetta þó átt sér stað. Fyrst til að nota afréttinn, sem er stór og góður, en er nú lítið notaður; ef til vill yrði þarna rudd braut fyrir bíla á milli byggða. Uppástunga kom nýlega um það í blöðunum að láta atvinnuleysingja frá sjónum fara að vinna þama. Næsti náttstaður var við Áfangagil, þar var lélegur hagi. Þetta var síðasti áfang- inn, og nálguðust nú leiðarlok. Nú var líka olían þrotin og ekkert hægt að hita. En þá bjó ég út hlóð, braut tóman kassa í eld- inn og bjó til bezta kaffi upp á gamla móðinn. Svo var haldið suður í Galtalækjarhaga. Þar skildum við féð eftir, og því var sann- arlega mál á hvíldinni, og ekki hætt við að það rásaði langt. Það var alltaf hreyf- ingarlaust á nóttunni, og kroppaði oft á hnjánum og liggjandi, og vaggaði út á hlið- ar, þegar það gekk. Einkum vildu eldri hrútar verða sárfættir, og urðum við að gjöra þeim skó, því að það kom fyrir að það sást blæða úr klaufunum á þeim, Þama var nú samt allt komið, sem lagt var af stað með, og rúmlega það. — Við vorum með rúmlega 90 fjár. — Þegar við kom- Framh. á bls. 10.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.