Vikan


Vikan - 11.07.1940, Qupperneq 10

Vikan - 11.07.1940, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 28, 1940- fi Matseðillinn. Svissnesk hvítölssúpa. Irskt lambamauk (Irish Stew). Súpan. Kaupið 2 potta af hvítöli, setjið yfir eldinn og haldið við suðupunkt. Sjóðið sér í litlu vatni (4 kíló af hvitum toppasykri eða kandís, þar til sykurinn er soðinn það niður, að hann að- eins hnígur. Kælið síðan lítið eitt og hrærið sam- an við ölið, sem aðeins má sjóða. Kryddið með kanel, sítrónuberki og jafnvel steyttu múskati (salt og pipar er á borðum). Virðist yður súpan of þunn, þá hrærið út 3 matskeiðar af hveiti í Vz—1 bolla af kaldri mjólk, síið þetta niður í pottinn og látið malla í 10 minútur. Bæta má súpu þessa með tveimur hrærðum eg-gjum eða glasi af sherry. Lambamaukið. Hæg suða í 2 kl.st. Smáskorið dilkakjöt l\í kg. 8 jarðepli, 4 rófur, 4 laukar og einn líter af vatni. Setjið upp pottinn og raðið ofantöldum matvælum þannig, að kjötið verði á milli jarðarávaxtanna og þeir á milli kjötsins. Jarðarávextimir séu allir skornir í sneiðar. Setjið síðan upp á eld með köldu vatni (1 líter), sem um er talað að ofan. Lokið nú vel yfir og látið malla, þar til jarðarávextimir em nálega graut- soðnir og meiri hlutinn af hinum þunna vatns- vökva er horfinn. Enga sósu þarf með þessum rétti, þar sem jarð- arávextimir hafa skilið eftir sterkju þá, sem vanalega útheimtist á steiktum mat með sérstök- um sósum. Bezt er að búa þennan rétt til í bakaraofni í þar til gerðum eldföstum leirílátum. Síðan er hann tekinn úr ofninum, settur á disk og heitum, grænum baunum bætt ofan á, til bragðbætis. Húsráð. Bömum er illa við laxeroliu. Meðal, sem er jafn- gott, má fá með því að pækla rúsínur í sítrónu- safa í einn til tvo sólarhringa, og gefa bömunum eina matskeið af því fyrir morgunverð. Sviðablettir undan straujámi hverfa, ef þeir em nuddaðir undir eins með grófu salti. Þó er þetta ekki einhlítt við silki og önnur þunn efni. Ef feiti hefir helzt á borð eða gólfið í eldhús- inu, er gott að strá vikurdufti yfir blettinn, og láta það liggja nokkra klukkutíma. Ef bletturinn er svo þveginn úr heitu sódavatni, hverfur hann algerlega. Gluggatjöld úr cretonni (bómullarefni) haldast lengur hrein og verða áferðarfallegri, qf þeim er dýft í mjög veika upplausn af línsterkju. Þegar silfurtau verður svart, er gott að setja það um stund í soð af kartöflum. Verður það þá sem nýtt. Með hráum kartöflum má ná ávaxta- og sým- blettum af áhöldum úr stáli. Veik formalínupplausn er góð til heimilisnotk- unar við alls konar sótthreinsun. Blandið einni matskeið af formalin í hvem pela af vatni, hristið vel saman og geymið á flösku. Þessi blanda er óeitmð, lyktarlaus og bragðlaus, og setur enga bletti. Sér í lagi er hún gagnleg í búri og eldhúsi, þar sem ekki er hægt að nota karbolvatn lyktar- innar vegna. Flonel hleypur ekki, ef það er þvegið úr volgu vatni og borax. Saltvatn er betra en sódi til þess að hreinsa pönnur og potta, sem hafa bmnnið að innan. Látið ílátið standa með saltvatni í nokkrar klukku- stundir; þá má hæglega nudda brenndu skán- ina úr. Meinlætamenn. Hinn frægi sænski landkönnuður Sven Hedin segir frá því, að „Lamaarnir“ í Tíbet (munkar eða prestar) dvelji mikinn hluta æfi sinnar í algerðu myrkri. Þeir fara heiman að frá sér til einhvers klausturs og segjast þar vilja ganga inn í myrkrið. Þeir þurfa ekki að segja til nafns síns. Þeim er fylgt í klefa, sem síðan er múrað- ur aftur og þar eru þeir til æfiloka, í myrkrinu. Loft og mat fá þeir gegnum langar og mjóar rennur. Matnum er skotið inn á skóflu, sem er fest á langa stöng. Ef maturinn er ekki hreyfður einhvern daginn, vita menn, að „laminn“ er veikur. Sé ekki maturinn hreyfður í tvo daga, þá er klefinn opnaður og hinn dauði borinn út og brenndur. Öskunni er blandað saman við leir og geymd í tumi. Og þar með hefir bæzt við einn helgur maður í Tíbet. Dæmi eru til þess, að menn hafa búið við þessi skilyrði í 69 ár. FERÐ YFIR SPRENGISAND. Framh. af bls. 7. um að Galtalæk var áliðið dags, höfðum við þá verið 11 daga í óbyggðum og vor- um glaðir yfir ferðalokunum. Geymi ég margar ánægjulegar endurminningar um f jöllin og ferðir yfir þau. — En þetta varð í síðasta sinn, er ég leit augum þessar slóðir. * Nú skiptist liðið, skyldi Jón verða eftir á Galtalæk, og passa þar féð í 2 daga, áður það yrði rekið suður að Odda. Kindur mín- ar, sem voru 5 hrútar, átti að skilja eftir á tilteknum stað í Holtunum, og ætlaði ég að sækja þá þangað. Er við höfðum þáð góðgerðir á Galtalæk, héldum við Þórður áfram heimleiðis, er það 7 klukkustunda hörð reið. Kláramir gjörðust nú heimfúsir og létu ekki fyrir brjósti brenna, þó að hart væri farið. — Þegar við komum fram á þjóðveginn, var komið svartamyrkur. Skiptust nú leiðir, fór annar austur, en hinn vestur. Báðir áttu drjúga bæjarleið heim af veginum. Ég treysti vel hestum mínum að rata, þó að leiðin lægi yfir holt og mýrar, og komst ég heilu og höldnu heim. En hestar Þórðar vom víst ekki eins skynsamir, því að hann hitti ekki bæinn, og lá úti um nóttina. Heimkoma mín var ánægjuleg, heyskap- urinn hafði gengið vel, enda nú komin sláttulok. Var ég þá búinn að vera í ferða- laginu í 18 daga. 1 síðasta blaði misprentaðist I grein þessari séra Magnús Gislason fyrir séra Magnús Grímsson. Dauður — en þó lifandi! Mark Twain var einn af þeim ekki fáu frægu mönnum, sem orðið hafa fyrir því að lesa sína eigin dánarfregn í blöðunum. Orðsending hans til blaðsins þótti fyndin. Þar sagði hann meðal annars, að fregn þessi væri „mjög orðum aukin“. Enn ver fór þó fyrir enskum hermanni í heims- styrjöldinni 1914—18: Hann hafði særzt nokkrum sinnum og var að lokum tekinn til fanga af Þjóðverjum. Heima í Englandi var tilkynnt, að hann væri dáinn. Þegar hann að lokum komst heim, varð hann að borga fyrir dánarauglýsingu og minn- ingarathöfn.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.