Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 43, 1940 Skráð af Gi8s Guðmundssyni: Bruninn á Reynistað 1758. Arið 1758 bjó frú Þóra Bjarnadóttir að Reynistað í Skagafirði, hinu forna klaustri og höfðingjasetri. Þóra var ekkja Halldórs biskups Brynjólfssonar á Hólum, sem andazt hafði erlendis árið 1752. Á Reynistað með Þóru var margt manna eða um 40 í heimili. Þar á meðal var uppeldis- dóttir hennar, Guðrún, dóttir Þorkels prests á Fagranesi, ung stúlka og efnileg. Þótti hún einhver hinn bezti kvenkostur þar um slóðir. Hennar bað Þorvaldur Sör- ensen, skólasveinn frá Hólum, og var hún honum heitin. Skyldi brúðkaup þeirra fara fram að Reynistað vorið 1758, en þá hafði Þorvaldur lokið prófi og var nývígður sem kapellán til sér Halldórs Hallssonar á Breiðabólsstað. Þóra biskupsekkja var í góðum efnum og hafði stórt bú á Reyni- stað. Hún var rausnarkona mikil og vildi ekkert til þess spara að brúðkaup fóstur- dóttur sinnar gætí farið fram með sem mestri sæmd og skörungsskap. Var nú haf- ist handa um alla aðdrætti til veizlunnar og ekkert skorið við neglur sér. Brúðkaup- ið skyldi fara fram á þriðjudegi og hafði fjölda fólks verið boðið. Á mánudaginn næstan fyrir veizluna var sem vænta mátti í mörgu að snúast á Reynistað, við að und- irbúa allt fyrir morgundaginn. Varð hver og einn að láta hendur standa fram úr ermum og höfðu allir nóg að gera, þótt margt væri í heimili. Eldur hafði verið borinn í smiðju þenn- an dag, til að smíða eitthvað sem með þurfti. Smiðjan stóð nokkuð frá öðrum bæjarhúsum, en næst henni var skemma ein, sem í voru geymdir ýmsir hlutir, með- al annars tjörukaggar og fleira eldfimt. Vindur var hægur um kvöldið, en lá þó þannig, að reykinn frá smiðjunni lagði í átt til skemmunnar. Ekkert skeði þó mark- vert og lauk fólk störfum sínum eins og venjulega, án þess að gengið væri til skemmunnar. Fóru síðan flestir að hátta, þreyttir eftir erfiðan og erilsaman dag. — Konur tvær vöktu við kjötsoðningu um nóttina. Vissu þær ekki fyrri til, en að eld- húsið fylltist af reyk miklum. Fóru þær þá að svipast um og sáu heldur óskemmti- lega sjón. Stóð skemma sú, sem fyrr var nefnd, í björtu báli og teygðu eldtung- urnar sig langt í loft upp, því hvassviðri var skollið á. Hafði eldurinn læst sig í bæjarhúsin, sem öll voru samfelld, og voru þau mjög tekin að loga. Konurnar þutu nú til og vöktu fólk í bænum. Tókst held- ur seint að ná til allra, því bæjarhúsin voru stór, en flestir þreyttir og nýsofnaðir. Greip mikill ótti um sig meðal fólksins, sem vonlegt var, og þutu margir út á nær- klæðunum einum. Sumir gripu með sér rúmföt sín og einhvern klæðnað og hlupu með það út á tún. Þeir einu sem fóru sér rólega að öllu, voru Páll, sonur Halldórs biskups og félagi hans, Þóroddur að nafni. Þeir fleygðu dóti sínu út um glugga og björguðu því öllu, en engir aðrir náðu neinu, svo að teljandi væri. Þegar fólk var út komið, var farið að kanna, hvort nokkurn mann vantaði, og kom þá í ljós, að ungbarn, sem Þóra bisk- upsekkja hafði nýlega tekið í fóstur, var eftir inni í eldinum. Lá það í rúmi hennar og hafði gleymzt í ósköpunum, þegar fólk var að ryðjast út úr bænum. Vinnukona nokkur, Guðrún að nafni, heyrði að barnið var eftir inni, snaraði sér inn í eldinn og þaut til herbergis biskupsekkju. Fann hún þar barnið, vafði utan um það rúmfötum og hljóp út úr brennandi bænum með strangann í höndunum. Bar hún allt sam- an suður í kirkjugarð og lagði að fótum Þóru. Húsfreyja rakti sundur strangann og fann barnið óskaddað með öllu. Varð hún því fegnari en frá megi skýra, enda þótti henni mjög vænt um barnið. Launaði hún Guðrúnu höfðinglega fyrir hetjuskap sinn og bað henni allra góðra bæna. Meðan á brunanum stóð, gekk Þorvald- ur kapellán, hinn væntanlegi brúðgumi, um gólf á hlaðinu fyrir framan bæjarhúsin og var órór mjög. Bauðst hann til að gefa hverjum þeim manni 30 ríkisdali, sem bjargað gæti kistu einni, sem stóð uppi á portslofti. Brynjólfur sonur Halldórs bisk- ups kvaðst vilja freista þeirrar farar og hljóp inn í bæinn, sem nú var mjög brunn- inn. Náði hann taki á kistunni og ætlaði að þrífa hana fyrir framan sig, en í því seig niður loftið sem hann stóð á og þilið féll fram á hlaðið. En svo var snarræði Brynjólfs mikið, að hann hljóp út af loft- inu um leið og það féll, og kom standandi niður. Hafði hann ekkert sakað og þótti þetta rösklega gert, þó að ekki næðist kist- an. I henni voru feiknin öll af silfurborð- búnaði og öðrum dýrum hlutum, sem ýms- ir heldri menn höfðu lánað til veizlunnar. Funduzt í rústunum 12 silfurskeiðar, en allur annar málmur hafði runnið saman af hitanum. Ekkert var hægt að gera til að afstýra brunanum ogr brann allur staðurinn til ösku, nema kirkjan. Hún stóð ein: sér, nokkuð í burtu og bjargaðist því frá eyði- leggingu. Varð fólkið að hafast við í henni fyrst um sinn. Bárust því brátt ýmsar vist- ir víðsvegar að, bæði föt og matur. Urðu margir til að gefa Þóru húsfreyju rausn- arlegar gjafir, enda var hún mjög vel. kynnt og þótti valkvendi. Elkki vildi heim- ilisfólk hennar fyrir nokkra muni frá henni fara, og hélt hún þvi öllu eftir sem áður. Af giftingunni er það að segja, að hún fór fram, eins og ekkert hefði í skorizt, þó á öðrum bæ væri, en minna varð úr veizlunni en til hafði verið stofnað„ (Til hægri). Illa fór það .... Amman: „Heyrðu, góða! Næst þegar þú sniður buxur á hann Óla litla, þá ættirðu ekki að hafa rúmtepp- ið mitt undir.“ (Til vinstri). I'arfur hljóðnemi! Hún getur nú heyrt allt, sem fram fer hjá ná- grönnunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.