Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 43, 1940 Heimilið ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. Kjötréttur: Bixematur. Tveir djúpir diskar af niðurskornu, soðnu eða steiktu kjöti, tveir djúpir diskar af niðurskorn- um, soðnum kartöflum, 4—5 laukar, 200 gr. smjör, pipar og salt eftir bragði. Leifar af steiktu kjöti eða soðnu eru skornar niður í litla, ferkantaða bita, og soðnar, kaldar kartöflur skomar niður á sama hátt. Laukurinn afhýddar og brytjaðar fínt. Smjörið er látið á pönnu, og þegar það er orðið fallega brúnt, er laukurinn látinn út í og brúnaður þangað til hann verður Ijósbrúnn. Þá er kjötinu og kartöfl- unum bætt út í og salti og pipar stráð yfir. Síðan hrært í þessu á pönnunni þar til kjötið og kar- töflumar eru orðnar vel heitar og Ijósbrúnar. Gætið þess að bera þetta á borð vel heitt. Fiskréttur: Rauðsprettufilé. 3 kg. rauðsprettur, 2 egg eða hveitijafningur, 2 til 3 teskeiðar salt, 300 gr. steyttar tvíbökur og flot til að steikja úr. Rauðspretturnar em hreinsaðar, svarta roðið tekið af og það hvíta skafið vandlega. Uggarnir klipptir af. Fiskurinn er flattur í fjóra hluta, salti stráð á og látið bíða í fimmtán mínútur. Þá em bitamir skolaðir í köldu vatni og þurrk- aðir í hreinum klút, velt upp úr eggjum eða hveitijafningi og síðan upp úr steyttum tvíbök- um. Steiktir á pönnu eða í potti með feiti í, sem á að vera svo heit, að blá gufa rjúki upp af henni. Bitamir eru steiktir þangað til þeir verða ljósbrúnir. Borið á borð með ýmsum ljósum sós- um svo sem karrýsósu, ætisveppasósu o. fl. og hrærðu smjöri. Ef þér ætlið að fara að gifta yður væri það þá ekki heillaráð, að fara til tilvonandi tengda- móður yðar og fá hjá henni uppskrift að öllum þeim matartegundum, sem mannsefninu yðar þykja beztar. Það gæti ef til vill forðað yður frá að fá þessi alkunnu orð í eyra: „Þetta er ekki eins gott og það sem mamma bjó til heima.“ Aðferð til að hreinsa barnaleikföng: Blandið saman vatni og hvítri línsterkju þannig að úr verði þykkur grautur. Nuddið leikföngin með þessu og látið það síðan þorna á. Burstið þau svo með stífum bursta á eftir. Hreinlœti. Aukið hreinlæti er krafa tímans. Vinnuveit- andinn krefst hreinlætis af starfsfólki sínu, maðurinn krefst þess af konunni sinni og börnin eru ekki orðin stálpuð, þegar þau fara að taka eftir þvi, ef móðir þeirra er eitthvað hirðulausari með útlit sitt en venjulega. Hreinlæti kostar óneitanlega dálitla fyrirhöfn, en þegar þér hafið ástundað það um hrið, þá verður það að kærum vana, sem þér ógjarnan viljið láta af. Baðið er nú eins og fyrr fyrsta boðorð hrein- lætisins. En baðið má mikið bæta með því að nota einhver af hinum mörgu baðsaltstegundum, sem til eru á markaðinum; þau eru styrkjandi og vinna gegn óeðlilegum svita. Já, það er jafnvel til baðsalt, sem sagt'er að hafi megrandi áhrif. Ef þér viljið sjálfar búa til handa yður baðsalt, þá er hér uppskrift að því. Biðjið kaupmann yðar að útvega yður gróft sævarsalt, en það verður að vera hreinsað, því annars er hætt við að i því séu oddhvassar kóralflísar eða þang- agnir. Saman við eitt kíló af þessu salti skuluð þér blanda 25 grömmum af furunálaolíu og lítlu glasi af grænum ávaxtalit. Látið þetta í skál og setjið skálina á miðstöðvarofn, svo að saltið geti þornað við hægan hita. Ef þér verðið leiðar á furunálalyktinni, þá getið þér notað lavendel- olíu og lillabláan ávaxtalit eða rósaoliu og rauð- an lit. Liturinn verður svo daufur, að þér þurfið ekki að óttast, að hann hríni á yður. Þetta bað er ákaflega hressandi. Að lokum skuluð þér svo fá uppskrift að ágætu meðali gegn svita: Blandið 20 gr. af alumíníum- kloríd og 2 gr. af borax saman við 100 gr. af eimuðu vatni. Undur jurtaríkisins. George H. Chisholm, forstöðumaður garðyrkju- stöðvar i New York, sést hér á myndinni með eitt af undruð jurtaríkisins, sem hann hefir „skapað“ sjálfur, með því að frjóvga kartöflu- plöntu með tómatplöntu. Þessi nýja jurt er kölluð „Topato". Ávöxturinn kvað ekki ekki vera fitandi. Úr blöðum Eggerts frá Vogsósum. Kona, sem var í meira lagi málgefin, kom til læknis. Lá henni svo margt og mikið á hjarta, að læknirinn fékk engu orði komið að. Loks skipaði læknirinn henni að lofa sér að sjá tung- una. Konan hlýddi og orðaflaumurinn stöðvaðist. „Haldið nú tungunni svona, þangað til ég hefi lokið máli mínu,“ sagði læknirinn þurrlega. * Aukinni þekkingu fylgir aukin þjáning. Því minna, sem maður veit, því minna þjáist maður. * Tunga konunnar er sverð hennar. Þess vegna gætir hún þess, að hún ryðgi ekki. íþróttir eru mjög iðkaðar í Englandi, og þar eru allir jafnir. Knattspyrna og kricket er svo mikið stundað þar, að það eru almennt taldar enskar iþróttagreinar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.