Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 12
12 því að ef þeir voru á annað borð komnir út úr sýningardeildinni, og inn í hvíldarsalinn, g'átu þeir ekki komist aftur inn i sýningardeildina. Ef þeir höfðu gleymt einhvelju, sem þeir höfðu œtlað að kaupa, þá urðu þeir aftur að taka sér stöðu aft- ast í röð þeirra, sem biðu fyrir utan. Menn af öllum stéttum tóku þátt"í þessu kapp- hlaupi eftir ódýrum vörum. Glæsilegir einkabílar fluttu pelsklædda farþega sína að hópnum, sem beið, og þar stóðu þeir við hlið tötralega klæddra fátæklinga úr East End. Klukkan þrjú um daginn var röðin fjórðungur úr mílu, klukkan tíu um kvöldið mjökuðust fimm- tán hundrúð manns hægt og hægt að dyrunum, og þegar klukkan sló tvö var enn álitlegur hóp- ur eftir. Klukkan var hálf tvö um nóttina, þegar Elsie leit yfir fólksstrauminn úr einum af efri gluggum verzlunarinnar. Gatan bak við húsið var full af vörubílum, sem komu með nýjar birgðir frá hin- um stóru vöruskemmum, sem King Kerry átti í hinum enda borgarinnar. Stór hópur manna var önnum kafinn við að taka af bílunum og annar eins hópur að taka upp vörurnar, aðgreina þær og fara með þær upp á fimmtu hæð. King Kerry stóð við hliðina á henni og reykti vindil. „Þetta gengur prýðilega,“ sagði hann, „við höf- um varla tapað meiru en þúsund pundum, og kannske ekki svo miklu. Samkvæmt útreikning- um mínum munum við tapa nálægt þúsund pund- um á dag, en munurinn á heildsölu- og smásölu- verði á vörum eins og þessum er svo mikill, að það er ekki víst, að við töpum neinu, þegar þetta fyrirkomulag er komið í fullan gang.“ En það voru aðrir, sem fylgdust með þessu af engu minni áhuga. Leete og Zeberlieff sátu í myrkrinu inni í bíl Zeberlieffs og horfðu á mannfjöldann. „Hvað lengi á þessi skrípaleikur að standa ? “ sagði Leete glottandi. Hermann svaraði ekki. Hann var áhyggjufull- ur og veiklulegur útlits. Andlitið var hrukkótt og hann skotraði augunum þungbúinn til bygging- arinnar, sem versti óvinur hans hafðist við í, og sem nú iðaði af lífi og fjöri. Já, einmitt, þetta var ástæðan til að hann hafði valið sér einkaritara úr hópi fjöldans! Af því að hún hafði verið svo nauðalík konunni, sem Hermann hafði óbeinlínis ráðið af dögum. Það VIKAN, nr. 43, 1940 hafði verið átakanlega sorglegt — ekki fyrir hann, heldur fyrir konuna. Á hann hafði það ekki haft önnur áhrif en þau, að honum varð ljóst, að með því hafði djúpið, sem staðfest var milli hans og Kings Kerry, stækkað, þvi að þessi gráhærði maður — sem ekki hafði verið gráhærður í þá daga — hafði á sinn hátt elskað þetta barn. Og jafnvel Hermann varð að játa, að sú ást væri göfug og óeigingjöm. „Þessu getur hann aldrei haldið lengi áfram!“ Það var Leete, sem talaði, og Zeberlieff hrökk upp úr þessum sáru endurminningum. „Getur ekki!“ sagði hann heiftarlega. „Hann bæði getur það og vill það — þú þekkir hann ekki. Hann er bannsettur yankee — þú hefir sjálf- sagt aldrei átt í höggi við slíkan mann! Getur ekki! Láttu þér ekki koma til hugar, að hann gefist upp. Hefir það haft nokkur áhrif á Gould- ings?“ „Áhrif!“ Leete hló kuldalegum gremjuhlátri. „Við höf- um líklega selt fyrir 10 pund í dag og hin dag- legu útgjöld verzlunarinnar eru á milli fjörutíu og fimmtíu pund. Ég ætla að sækja um umboð til að fá þetta stöðvað; það er ólöglegt." Barnabálkur. Dularfulli kassinn. ----- Vippa-saga eftir Halvor Asklov. - Nú var Vippi í essinu sínu. Loks- ins hafði hann fundið mann, sem skildi það fullkomlega, að hann var enginn vélavera eða brúða, heldur drengur með holdi og blóði. Þessi maður var Kalli kokkur. Vippi litli var í klefanum hans Kalla og þar gat hann látið eins og hann lysti og enginn um borð hafði hugmynd um, að hann var þar. En hvers vegna mátti enginn vita af Vippa? Kalli gaf honum eftirfar- andi skýringu á því: „Hinir mega alls ekki vita, að þú ert héma, því að þá láta þeir svo mikið með þig og gera þig óþekkan, og það getur endað með því að þú þolir ekki gæzku þeirra og um- hyg'gjusemi." „Getur maður dáið af því að fólk sé gott við mann?“ spurði Vippi litli steinhissa. „Já, það getur komið fyrir,“ full- yrti Kalli. „1 siðustu ferð hafði ég með lítinn spengrís. Hann var ljóm- andi fallegur og kallaður Óli. En ég hafði ekki nokkum frið með hann fyrir skipshöfninni. Þeir vom alltaf að gefa honum seint og snemma, og Óli varð svo feitur, að hann gat ekki einu sinni klórað sér. Það var ekki hægt að segja að hann gengi, hann valt eins og bolti og einn daginn gat hann ekki orðið hreyft sig.“ „Og hvemig enduðu þessi ósköp?“ spurði Vippi. „Hörmulega! Mjög hörmulega! Hann sprakk með háum hvelli eins og ofblásin gúmmiblaðra, og það var allt vegna þess, að strákamir voru of góðir við hann. Nei, þeir mega ekki vita, að þú sért hérna, því að þá getur farið eins fyrir þér, og þú kærir þig vænti ég ekki um það?“ „Nei, nei!“ sagði Vippi. „Ef ég yrði nú svo feitur, að ég springi með há- um hvelli!“ Og hann gerði sig ánægð- an með að vera hjá Kalla, því að hann var ekki allt af að fitla við hann, og talaði við hann eins og hvem annan mann.---------— Á meðan kokkurinn var í eldhús- inu, rannsakaði Vippi klefann hátt og lágt. Hrifnastur var hann af fallegum gljáandi kassa, með einu stóru og mörgum litlum hjólum á. Með mikl- um erfiðismunum tókst honum að snúa stóra hjólinu og þá komu allt í einu í ljós stórir prentstafir. Staf- imir komu og hurfu því lengur sem hann sneri, en Vippi vissi ekki hvað stafimir þýddu, því að hann kunni ekki að lesa. Það er víst eins konar lestrarvél, hugsaði Vippi og fór að fikta við hin hjólin. Efst á kassanum var stór takki og með erfiðismunum tókst honum að ná upp i hann, og þegar hann togaði í takkann, hrökk hann niður og small í um leið. Bara að ég hafi nú ekki skemmt eitthvað, hugsaði Vippi. „Þorparinn þinn, ég hleypi af í gegnum hausinn á þér, því að þú verðskuldar ekki annað en dauðann!“ sagði einhver, og svo kvað við skot. Vippi æpti upp yfir sig og skreið á bak við kassann. Hann hélt, að Kalli kokkur væri kominn til að refsa honum fyrir að fikta við kassann. En nú var hrópað á hjálp og svo æptu margir hver í kapp við annan. Eftir langa mæðu dirfðist Vippi að gægjast fram undan kassanum. Það var enginn í klefanum, en samt var æpt og öskrað, stunið og veinað. Allt í einu uppgötvaði hann, að öll lætin komu úr kassanum. Hvernig í dauðanum gat svona margt fólk komizt inn í þennan litla kassa? Og af hverju hafði Kalli lok- að það inni? Loksins kom kokkurinn aftur. „Flýttu þér, flýttu þér!“ æpti Vippi. „Þeir eru að myrða hvem ann- an í kassanum.“ Kalli kokkur hló svo að hann varð að halda um magann. „Þekkirðu ekki einu sinni útvarp?“ spurði hann. „Þetta er allt í gamni. Þetta er gert til að skemmta fólki.“ „Það er lagleg skemmtun,“ sagði Vippi, „það væri annað, ef það væri eitthvað hlægilegt.“ „Það er það lika stundum. En bíddu, mér datt snjallræði í hug. Þú vilt gjaman hitta pabba þinn og hann getur útvarpið fundið. Þegar við komum í landí fömm við strax upp á útvarpsstöð og biðjum þulinn að auglýsa eftir skáldinu honum föður þínum.“ „Ég vil ekki fara þangað til að láta skjóta mig,“ sagði Vippi, „og það er heldur ekki víst, að pabbi kæri sig um, að það sé auglýst eftir honum.“ „Hvaða vitleysa! Það er voða fínt að láta auglýsa eftir sér. Eg held, að margir strjúki að heiman bara til að láta auglýsa eftir sér í útvarpinu.“ „Já, en þá á að auglýsa eftir mér en ekki pabba, því að það var ég, sem strauk.“ „Þegiðu nú og láttu mig sjá um þetta,“ sagði Kalli. „Þú, sem ekki einu sinni veizt hvað útvarp er“ — og þar með var ákveðið að auglýsa eftir skáldinu. En Vippi vildi fá að vita meira, og því spurði hann: „Hvað er eiginlega útvarp?“ „Hvað það er,“ sagði Kalli, en þeg- ar hann ætlaði að fara að útskýra það, vafðist honum tunga um tönn. „Jú, það er þannig, að maður stendur og talar svo að það heyrist út um allan heim.“ „Sá verður að kalla hátt,“ sagði Vippi. Kalli hristi höfuðið vandræðalega. „Úr því að þú getur ekkert skilið þá hlýturðu að vera heimskur, og þá þýðir ekkert að skýra það fyrir þér.“ Og á þennan hátt losnaði hann við að koma með frekari skýringar handa Vippa, sem gjaman vildi kynn- ast leyndardómum útvarpsins. „Og hvernig enduðu þessi ósköp?“ spurði Vippi. „Hörmulega!" sagði Kalli kokkur. „Hann sprakk eins og ofhlaðin gúmmíblaðra.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.