Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 43, 1940 7 ..LOGINN HELGU i leikhúsinu. Gott leikrit og góður leikur. Leikfélag Reykjavíkur hefir nú hafið starfsemi sína eftir sumarhvíldina. Fyrsta leikritið, sem það tekur fyrir að þessu sinni, er „Loginn helgi“ eftir enska rithöfundinn Somerset Maugham. Hann er einn af frægustu núlifandi skáld- um Breta, og virðist jafnvígur á smásögur, leikrit og stórar skáldsögur. Hann er fæddur árið 1874, stundaði nám í Englandi og á háskólanum í Heidelberg í Þýzkalandi, og fluttist síðan til Austurlanda, að afloknu læknisfræðinámi í London, og var þar í mörg ár. 1 heimsstyrjöldinni 1914—-18. var hann í njósnar- deild brezka hersins og hefir síðan dvalið langdvölum í Frakklandi. „Loginn helgi“ er talinn meðal beztu leikrita Maughams, enda er það alveg sérstaklega vel samið og byggt og um þetta segir hann sjálfur m. a„ að hann hafi „gert tilraun til nákvæmari vinnu á samtölunum, en venja mín hefir verið.“ Það má segja, að leikfélagið hafi færst mikið í fang, er leikrit þetta var tekið hér til sýningar. Sumum finnst jafnvel að ekki sé von að íslenzkir leikendur ráði við slík viðfangsefni, vegna þeirra örðugu aðstæðna, sem starf þeirra er háð. En þótt menn viðurkenni þetta venjulega, vantar þó sjaldnast að miklar kröf- ur séu gerðar til þeirra, meiri en nokkur sanngirni mælir með. Því ánægjulegra er það, þegar þeir lyfta slíku átaki, eins og þessari sýningu, með sérstökum sóma. Leikritið er svo hnit- miðað og vandleikið, að það þolir enga misbresti í sýningunni. Og þeir voru heldur ekki, að minnsta kosti alls ekki svo að nokkur ástæða sé til að gera veður út af. Það er blátt áfram dásamlegt, þegar á allt er litið, hve marga góða leikara vér Reykvíkingar eigum á að skipa. Efni leiksins er, að því leyti, sem það verður rakið hér, í stuttu máli það, að Maurice Tabret hefir slasazt svo í flugslysi, að hann er örkumlamaður, og hefir verið það í fimm ár. Hann á unga og fagra konu og höfðu þau ekki notizt nema eitt ár, er slysið bar að höndum, en unnust heitt. Bróðir hans er á heim- ilinu, þegar leikurinn gerist, og er það Maurice kært, að hann hefir af fyrir konunni. Þau fella ást hvort til annars, en halda Stella Tabret (Alda Möller) og Maurice Tabret (Indriði Waage). Á heimili Tabret fjölskyldunnar: Licanda majór (Valur Gíslason), Stella Tabret (Alda Möller), frú Tabret (Arndís Björndóttir), Dr. Harvester (Bryn- jólfur Jóhanness.), Colin Tabret (Gestur Pálss.), ungfrú Wayland (ÞóraBorg). Colin Tabret (Gestur Pálsson) Stella Tabret (Alda Möller. Prú Tabret (Arndís Björnsdóttir) og og ungfrú Wayland, hjúkrunar- kona, (Þóra Borg). að engir viti það. Fyrsti þáttur hefst á því, að læknirinn er að tefla við sjúklinginn, sem er rúmfastur, móðir hans situr við sauma, en hjúkrunarkonan les í bók og verkar strax, eins og hún á að gera, eins og steingervingur. Sjúklingnum virðist ekki líða ver en vant er. En um nóttina deyr hann og kemur það sem reiðarslag yfir fjölskylduna, er verður að skelfingu, þegar hjúkrunarkonan heldur því blákalt fram og leiðir rök að, að hann hafi verið myrtur. Og hver gerði það? Um það fjalla tveir síðari þættirnir, sem eru mjög spennandi og örlagaríkir. Indriði Waage hefir haft leikstjórn á hendi og farist hún prýðilega, eins og áður var á drepið. Hann leikur og sjúklinginn svo vel, að varla hefði nokkrum öðrum íslenzkum leikara, sem nú lifir, tekist það betur. Brynjólfur Jóhannesson leikur lækn- inn. Hann hefir oft haft stærri og vandasamari hlutverk, en áréttar hér það, sem mörgum hefir fundizt, að hann sé fjöl- hæfastur þeirra, sem nú sjást á íslenzku leiksviði. Móðurina leik- ur Arndís Björnsdóttir með þeirri festu og smekkvísi, sem alltaf einkennir leik hennar. Konu sjúklingsins leikur Alda Möller og finnst oss, að hún hafi unnið stóran sigur í þessu hlutverki. Hin hlutverkin eru: Licanda majór (Valur Gíslason), Colin Tabret (Gestur Pálsson), ungfrú Wayland hjúkrunarkona (Þóra Borg) og Aiice þjónustustúlka (Guðrún Guðmundsdóttir). Þessi hlutverk eru og öll vel af höndum leyst. Heill sé Leikfélagi Reykjavíkur, ef það heldur áfram á þess- ari braut.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.