Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 43, 1940 nrii, a jg Framhaldssaga eftir Hubbard strauk skcggið hugsandi. „Auðvitað," sagði hann, „ef stúlkan vill það.“ „Henni er það áreiðanlega þvert um geð,“ sagði Hermann hreinskilnislega. „Hún álítur þig vera fifl.“ Hubbard varð öskurauður í framan. „En hún er ung og þú hefir ekki haft neitt tækifæri til að hafa áhrif á hana.“ „Hvenær á —sagði Hubbard nokkuð þótta- lega. „Heyrðu mig!“ sagði hinn skipandi röddu. „Ég ætla að biðja þig um, að grípa ekki fram í fyrir mér. Samkvæmt erfðaskrá föður míns, faila fimm milljónir dollara í hlut þess manns, sem kvænist henni. Þetta vita engir nema hún sjálf, ég og lögfræðingurinn. Það er um helmingur af pening- um þeim, sem hún á að fá eftir föður minn. Ég vil, að þú kvænist henni og gangir inn á að borga mér á brúðkaupsdaginn sjö hundruð og fimmtíu þúsund pund. „Það er naumast!" sagði Hubbard. „Pærðu ekki einn fjórða úr milljón?" Hermann hleypti brúnum. „Ég er heldur ekki neinn betlari, Zeberlieff!“ sagði Hubbard „fagri“, og hafði runnið í skap. „Enginn betlari,“ samþykkti Hermann. „Þú ert stórt nafn í samkvæmislífinu — vertu bara ekki að gripa fram í fyrir mér,“ sagði hann, er Hub- bard ætlaði að standa upp af stólnum. „Ég tala hreinskilnislega, af því að það er nauðsynlegt, eins og á stendur. Við skulum ekki vera í nein- um feluleik. Þú ert ekki vel á vegi staddur. Ég hefi komið þér inn í félagið, af því að ég bjóst við að geta haft gagn af þér, fyrr eða síðar. Þú ert þekktur víðs vegar sem misheppnaður pen- ingaveiðari, og fari nú illa fyrir þér enn einu sinni, endar það með því, að þú kvænist konunni, sem leigir þér, til þess að þú getir borgað skuldir þínar á auðveldan hátt.“ Martin Hubbard skipti ört litum meðan Her- mann lét dæluna ganga á þennan óskammfeilna hátt. Því að það þungbærasta af öllu var það, að allt, sem Hermann hafði sagt, var satt, jafnvel út í yztu æsar. Þetta um konuna, sem hann leigði hjá, var líka rétt. Hún var millistéttarkona og hafði upp á síðkastið ekki dregið neina dul á, hvað hún vildi. En þótt hann væri bálreiður, svo reiður sem aðeins fríðir og hégómlegir menn geta orðið, þegar þeir eru auðmýktir eftirminnilega, þá var hann samt svo skynsamur að viðurkenna með sjálfum sér, að hálf milljón punda væri meiri auðæfi en hann hafði jafnvel dreymt um. „Þú ert ljóti Gyðingurinn!" sagði hann hlæjandi og Zeberlieff hló líka. „Sannleikurinn er sá, að það er ekki dropi af Gyðingablóði í æðum mínum,“ sagði hann. „Ég hefi oft óskað þess, að það væri. Ég geng út frá því sem gefnu, að þú sért til í þetta.“ „En ef hún vill mig ekki?“ „Ég skal sjá um það,“ sagði Hermann. Hann þagnaði allt í einu. King Kerry gekk í áttina til þeirra, rétt á undan stúlkunni, sem hann var með. Zeberlieff gat ekki enn séð framan í hana, því að King Kerry skyggði á hana. „En ef—,“ sagði Martin Hubbard, því.að honum óx þetta í augum, en Hermann hlustaði ekki á hann. Hermann vildi fyrir alla muni sjá andlit stúlkunnar, sem sagt var, að Kerry hefði valið úr fjöldanum, til þess að hjálpa honum við að margfalda milljónirnar. EDQAR WALLACE Það, sem skeð hefir liingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. A bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig „L". Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin i London. En hann á sina and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af því að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af þvi að faðir þeirra setti það skilyrði i erfðaskránni, að þau byggju saman í fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber- lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða hana af dögum. Það tekst þó ekki. véra brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess að láta setja sig í fangelsi. Elsie hefir keypt „Evening Herald" fyrir King. Zeberlieff vill gifta systur sína Hubbard „fagra“, til þess að klófesta þannig auðæfi hennar. Þau voru næstum komin að borðinu þeirra, þegar Hermann Zeberlieff sá í fyrsta skipti andlit Elsie Marion. Hann þaut upp af stólnum eins og byssubrennd- ur. Hann var náfölur í andliti, svitinn spratt á enni hans og hann reiddi titrandi hnefann gegn Elsie, sem var steini lostin af undrun. „Þér — þér!“ hvæsti hann og féll í yfirlið á gólfið. 17. KAPlTULI. Ösin í Oxford Street. „Til almennings: Hér með tilkynnist, að ég hefi keypt verzlun- ina Tack & Brighten. Ég hefi í hyggju að reka hana eftir nýjustu tízku undir nafninu „Kerry Magasin". Ég hefi fjórfaldað vörubirgðirnar og stækkað verzlunina og meðal annars bætt við sérstakri kvennadeild og barnadeild. „Kerry Magasin" hefir á boðstólum allt handa öllum. Verzluninni hefir verið gerbreytt; nýr, glæsi- legur og vistlegur tesalur og hvíldarsalur á ann- ari hæð og lyftur við alla innganga. Til þess að f jölga viðskiptavinum verzlunarinn- ar, seljast allar vörur fyrir hálfvirði, nákvæm- lega helminginn af því, sem þér borgið fyrir sömu vörur i öðrum búðum i Oxford Street. En þetta er ekki það eina! Afgreiðsla viðskiptavinanna er í þrennu lagi. Búðin er opin dag og nótt — þó ekki á sunnu- dögum. Allar vörur verða merktar því verði, sem þær eru seldar í öðrum verzlunum og eftirfarandi afsláttur verður síðan gefinn: Viðskiptavinir, sem koma á milli klukkan 10 og 20 fá vörumar fyrir hálfvirði. Frá klukkan 20 til 23 gefum við 55% afslátt, frá klukkan 23 til 1 60% og frá klukkan 1 til klukkan 8 65%. Frá 11 kiukkan 8 til klukkan 10 er búðinni lokað svo að hægt sé að þvo hana og loftræsa. Dæmi: Vara merkt 10 shillings: Frá klukkan 10 til klukkan 20 er verðið hjá okkur 5 shillings. Frá klukkan 20 til 23 er verðið hjá okkur 4 sh. 6d. Frá klukkan 23 til 1 er verðið hjá okkur 4 shillings. Frá klukkan 1 til klukkan 8 er verðið hjá okk- ur 3 sh. 6d. Fólkið, sem afgreiðir yður hefir betri laun og styttri vinnutíma en í nokkurri annarri verzlun i London. Allt er merkt með greinilegum tölum. Veljið vörur yðar í sýnishornadeildinni — og þær verða afhentar yður í hvíldarsalnum. Þetta verður aðeins auglýst þrisvar. Upp frá því verður verzlunin svo þekkt, að hún mælir með sér sjálf. Virðingarfyllst King Kerry.“ „P. S. — Á næstu tólf mánuðum gef ég við- skiptavinum minum 300,000 pund. Hverjum er frjálst að taka sinn hluta. Það er engin hætta á, að birgðir mínar þrjóti. Ég hefi samning við heildverzlanir þær, sem ég skipti við fyrir af- hendingu á vörum að upphæð £600,000 á því hálfa ári, sem lýkur þanh 23. desember og að upp- hæð £800,000 fyrir næsta hálfa ár.“ Auglýsingin var birt á miðvikudegi og var heil síða í öllum dagblöðum Lundúnaborgar. Mánu- daginn næsta á undan kom fyrsta tilkynningin um þetta á auglýsingaspjöldum, sem dreift var um alla heimsborgina. Hún var stuttorð og gagn- orð: Kerry Magasin Oxford Street W 989—997. Heiðraða frú — Allar þær vörur, sem til sýnis eru í vefnaðar- vöru- og kvennadeildinni í Oxford Street eru til sölu fyrir hálfvirði eða minna frá og með næsta mánudegi. Nánara í miðvikudagsblöðunum. King Kerry. Það var ekki hægt að þverfóta fyrir þessurn auglýsingaspjöldum. Þau lýstu með stórum stöf- um langar leiðir á öllum neðanjarðarjárnbraut- um. Þau voru hengd upp á járnbrautarstöðvum og á auða múi-veggi. Utdráttur úr tilkynningunni var prentaður aftan á sporvagnsmiða, og strák- ar i þúsundatali dreifðu út fregnmiðum með henni. Hún flaug fyrir á renniborða Ijósaauglýs- inganna og Ijómaði á öllum tjöldum kvikmynda- húsanna, leikhúsunum og fjölleikahúsum stór- borgarinnar. Enginn af íbúum heimsborgarinnar gat komizt hjá því að sjá þessa auglýsingu aftur og aftur, svo að segja við hvert fótmál. King Kerry þekkti mátt auglýsinganna og hvað það hafði mikla þýðingu áð endurtaka hlutinn nógu oft. Tveim dög-um seinna kom auglýsingin í blöð- unum og klukkan ellefu fyrir hádegi var saman- kominn sá stærsti hópur, sem nokkurn tíma hafði sézt fyrir framan búðardyr í London. Fólkið byrjaði að safnast saman klukkan sjö urn morg- uninn. Klukkan níu varð lögreglan að skerast í leikinn til að raða niður hópnum. Ferföld manna- röð teygði sig frá Kerry Magasin allt til New Oxford Street eða um fjórðung enskrar mílu á lengd. Enginn efaðist um, að gæði varanna væru þau sömu og lofað hafði verið. Enginn spurði um ástæðuna fyrir þessari undarlegu útsölu, en skoð- anir voru mjög skiptar um það, hve lengi hún mundi standa. Dymar voru opnaðar klukkan ellefu og fyrir- komulag Kerrys reyndist prýðilega. Undir eins og viðskiptavinimir höfðu lokið kaupum sínum, fóru þeir út um nýju dyrnar á bakhlið hússins. Þeir komust að raun um, að framvegis yrðu þeir að ákveða fyrirfram hvað þeir ætluðu að kaupa,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.