Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 14
14 „Við eigum samleið..ct Ástarsaga ur sveit frá sumrinu 1940. etta var einn af hinum tiltölulega fáu fögru sólskinsdögum í júní. Á slíkum dögum er venjulega nóg að starfa í sveitinni. En sjaldgæf mun þó sú sveita- stúlka, sem ekki treystir sér til að fara á dansleik, þrátt fyrir erfiðan dag og miklar miðsumarannir. Lára á Hóli var sannarlega engin und- antekning frá þessari reglu; a. m. k. var ekki hægt að sjá að hún kviði fyrir kveld- inu, þar sem hún hljóp við fót heim túnið á Hóli, með hrífuna sína í hendinni, til þess . að sinna kveldverkunum. Lára var einkadóttir hjónanna á Hóli, nýlega komin sunnan úr Reykjavík, þar sem hún hafði stundað nám um veturinn. Hún var glaðlynd stúlka, sönn ímynd hinn- ar hraustu og glöðu sveitaæsku, sem góðu heilli er enn nokkuð f jölmenn á Iandi voru, þrátt fyrir spillandi áhrif frá kaupstöðun- um og sívaxandi vandamál kennara og annarra æskuleiðtoga. Lára var lagleg stúlka, með ljóst hár og blá, glettnisleg augu, og piltarnir virt- ust kunna vel að meta hið óþvingaða fas hennar og fallegu framkomu, sem aldrei fór út fyrir eðlileg takmörk heilbrigðrar æsku. En stallsystrum hennar í Reykja- víkurborg fannst hún ekki nógu fljót að semja sig að háttum þeirra. Þær gáfu þess vegna þann úrskurð, að hún gæti verið „ansi sæt“, en væri bara „dálítið sveitó“. Þetta skyggði ekkert á gleði Láru, og hún naut æskunnar á eðlilegan hátt þenn- an vetur. En eftir að hernámið kom til sögunnar, blöskraði henni svo atferli stall- systra sinna, að hún varð þeirri stund feg- in, þegar hún komst af stað heim til sín; heim, þangað sem hún naut sín alltaf bezt. 1 kveld átti að vera dansleikur að Holti, samkomustað sveitarinnar. Lára hlakkaði sannarlega til að „skvetta sér upp“ eftir erfiði undanfarinna daga. Hún ætlaði líka að gera merkilega uppgötvun í kveld, m. ö. o. komast að raun um, hve tryggir Reykjavíkurpiltarnir væru í ástamálum. Hún hafði kynnzt Kennaraskólapilti í vet- ur. Þau voru oft saman á dansæfingum kennaraefna og öðrum dansleikjum, fóru stöku sinnum í Bíó og tvisvar í leikhús. Gunnar Hjartarson, svo hét pilturinn, réð- ist síðan í kaupvinnu að Brekku, næsta bæ við Hól. Það var f jölmennt heimili og var Gunnari þar vel fagnað, m. a. vegna þess að hann spilaði mætavel á harmoniku, og var hann óspar á að „taka lagið“ eftir vinnu á laugardagskveldum. Auk þess var Gunnar laglegur piltur og allra skemmti- legasti náungi. Ekki spillti það heldur fyrir 'HllÍcLu S. -H-Q-Í^CLcLóttuh. að eftir komu hans að Brekku Var Lára þar tíðari gestur en áður, og mátti oft heyra þaðan, út í kveldkyrrðina, fjöruga hlátra, söng og harmonikuleik. En svo kom óvænt atvik fyrir. Þau Gunnar og Lára urðu ósátt út af einhverju smáatviki, og í heila viku, sem Láru fannst vera mánuður, höfðu þau hvorki sést né talast við. Á dansleiknum í kveld átti Gunnar að spila með harmonikuleikara sveitarinnar. Og í kveld ætlaði Lára að láta til skarar skríða, — „annað hvort eða --------“ Lára hugsaði ekki hugsun sína til enda. Áætlunarbíll frá Steindóri renndi í hlaðið, nam staðar og út úr honum steig ungur piltur, hár vexti og gjörfulegur, í ljósgráum sumarfötum með menntaskóla- húfu á höfði. Lára setti frá sér mjólkur- föturnar. Bláu augun hennar leiftruðu af gleði og fallegi Amorsmunnurinn myndaði indælt bros. Hún hljóp út að bílnum, sem brátt hélt áfram til næsta áfangastaðar. „Ó, Doddi! Hvað þú ert yndislegur að koma n ú n a !“ Að Holti streymdi múgur og margmenni. Þeir, sem næstir voru, komu gangandi, aðrir á reiðhjólum og hestum. Það væri synd að segja að unga fólkið sæti af sér „ball“ á svona indælu kveldi. Spilararnir, Gunnar og Jón, þöndu harmonikurnar, og nú þegar var orðið þéttskipað á gólf- inu. Gunnar horfði stöðugt fram í dyrnar. „Lára ekki komin enn. Það.er óvenjulegt,“ hugsaði hann, og honum var órótt innan- brjósts. Hann gat alls ekki gizkað á hverju þetta sætti. „Þú ert víst ekki með óskipt- an huga við okkar fögru músik, vinurinn,“ sagði Jón glettnislega og horfði á félaga sinn, sem var bæði fölur og fár. Gunnar ætlaði að svara einhverju, þó að hann væri ekki í skapi til að spauga, en þá sá hann nokkuð, sem fékk svo á hann, að hann kom ekki upp nokkru orði. Lára kom inn í salinn, og hún var ekki ein. Með henni var ókunnugur, ljóshærður piltur, sem hélt á menntaskólahúfu í hendinni. Lára var eitt sólskinsbros, kinkaði kolli á báða bóga, en leit ekki þangað, sem Gunnar sat. Það skipti engum togum, að eftir augnablik var hún komin úr kápunni og farin að dansa við þann ljóshærða. „Drottinn minn dýri!“ hugsaði Gunnar. „Hvernig á ég að fara VIKAN, nr. 43, 1940 að því að ná tali af henni?“ Þarna svifu þau fram hjá, og aldrei hafði Gunnari fundizt Lára jafn falleg. „Svona fallega hefir hún aldrei brosað til mín,“ hugsaði aumingja Gunnar, og ástavon- brigðin urðu sífellt ægilegri í augum hans. „Um bláan sæinn söngvar óma, og sumarið er komið, ástin mín!“ Þetta var einmitt lagið, sem Gunnar spil- aði svo oft í vetur, þegar þau voru tvö ein og lifðu sig inn í sólbjört hamingju- lönd framtíðardraumanna. „Nei, hann skal ekki taka hana frá mér,“ hugsaði Gunnar og stappaði taktinn óþarflega fast með fætinum. „Maður gæti haldið að þessi væri sá hamingjusami,“ sagði Jón harmoniku- leikari glettnislega, þegar þau Lára og sá ókunni svifu fram hjá, en þegar hann sá örvæntingarsvipinn á andliti félaga síns, gat hann ekki fengið af sér að stríða hon- um meira. Nóttin leið, og Gunnar hafði aldrei lifað aðra eins nótt. Hann var oft búinn að óska harmonikunni, sem honum annars þótti vænt um, og þessari dansandi hringiðu veg allrar veraldar. Bara að hann mætti vera einn með Láru ofurlitla stund. Þá gæti hann gengið úr skugga um, hvort hún væri reið við hann. En gæfan var honum ekki hliðholl, og þessi ókunni maður var varkfæri í hendi hennar til þess að kvelja. hann heila nótt. Þegar hann átti að hvíla sig, brást það ekki að Lára var að dansa við þann ljóshærða, og Gunnari fannst ekki árennilegt að vaða fram á gólfið og sækja hana í faðm hans. Ekki svo að skilja að hann vildi ekki til alls vinna, jafnvel að vaða gegn um eldsloga Heljar, ef þess gerðist þörf, til að fá að dansa við Lárur en óttinn við að valda hneyksli hélt hon- um í skefjum. Loksins kom „síðasti dans“. Gunnar beið ekki boðanna að ganga frá hljóðfær- inu og fara út úr salnum. Jú, þarna stóð Lára, og sá ljóshærði var að búa sig til heimferðar, skammt frá henni. Gunnar gekk til hennar og staðnæmdist fyrir framan hana og það vottaði fyrir skjálfta í rödd hans, þegar hann sagði: „Getum við ekki orðið samferða heim, eins og vant er, Lára?“ „Jú, því ekki það?“ sagði Lára, en þá kom sá ókunni. „Má ég kynna ykkur?“ sagði Lára broshýr og yndisleg. „Gunnar Hjartarson — Halldór, bróðir minn.“ Þeir tókust í hendur. — „Bróðir hennar! Dæmalaus auli gat ég verið. Hún var þó búin að segja mér að hún ætti bróður í Reykjavík,“ hugsaði Gunnar, og það var sem þungum steini væri létt frá hjarta hans. „Ég ætlaði bara að láta þig vita, systir mín, að við Þórður verðum samferða heim,“ sagði Halldór, hneigði sig brosandi í kveðjuskyni og fór út. Þau fóru út skömmu á eftir honum, og leiddust heim á leið, út í bjarta og heiða júnínóttina. „Og vorið eftir okkur bíður. Við eigum samleið, vina mín!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.