Vikan


Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 9

Vikan - 24.10.1940, Blaðsíða 9
Faðirinn: Ég þakka yður hjartanlega. Þér hafið lagt yður í mikla áhættu við björgun dóttur minnar. — Ungi maðurinn: Nei, alls ekki, það var engin áhætta, ég sem er giftur. — Af h'verju stendur þú þarna og kastar grjóti í veslings drenginn? — Ég þori ekki nær honum. Hann er með kíghósta. Frúin (við nýju þjónustustúlkuna): Ég ætla bara að segja yður það, að ég vil enga unnusta hingað. Stúlkan: Nei, auðvitað ekki, það getur ekki gengið, af þvi að þér eruð gift. Málafærslumaðurinn: Hvar kyssti hann yður? Stúlkan: Á munninn. Málafærslumaðurinn: Þér misskiljið mig. Hvar voruð þér, þegar hann kyssti yður? Stúlkan: 1 faðmi hans. Kuhnmijríefti Forstjórinn: Getið þér gizkað á, hvað skeður, ef ég sé yður reykjandi á skrifstofunni einu sinni enn? Nemandinn: Já .... þá er ég að reykja. 1. stúdent: Hvemig var sögufyrirlesturinn í dag? — 2. stúdent: Eins og venjulega .... mjög þurr, þó að prófessorinn væri það ekki .... hann hlýtur að hafa tæmt fyrir þennan mánuð úr bókinni sinni. . ; . • i■'•','•' a?, víh , • ■ '--í v> *.■'. • >■«.-. Þú hefir óvenju stóra hönd. Já, ellefu þumlunga. Þú varst heppinn, að þeir voi •— Unnusti minn segir, að hann ætli að giftast fallegustu stúlkunni í bænum. — Vertu alveg óhrædd, Elsa mín. Ég vil ekki sjá hann. ekki tólf. — Af hverju? — Þá hefði það verið fet og ekki átt vel við á handleggnum. Hann: Ég þyrfti að spyrja yður um nokkuð, ungfrú Blom, en ég á bara svo erfitt með það. Hún: En mundi það ekki bæta úr skák, ef ég segði strax já? Hann: Jú, sannarlega, ungfrú Blom .... gætuð þér lánað mér 50 krónur?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.