Vikan


Vikan - 04.09.1941, Qupperneq 2

Vikan - 04.09.1941, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 36, 1941 Póstunnn [~^ Pappírinn í Vikunni. Eins og lesendur blaðsins sjá er annar pappír í þvi en venjulega. Oss þykir þetta leitt, en orsökin er sú, að pappír, sem var búinn að bíða skips i tvo mánuði vestan hafs, fór þaðan með skipi, sem ekki er komið hingað enn, 24 dögnm eftir að það lagði af stað frá Ameríku. Betri pappír verð- ur í blaðinu strax og mögulegt er að fá hann, en það ætti að geta orðið í næsta mánuði. Sendandi eftirfarandi bréfs hefir gleymt að setja nafn sitt eða ein- kennismerki undir það, en á póst- stimplinum er Borgames: Kæra Vika! Viltu gera svo vel og segja mér, hvemig hægt er að ná af sér frekn- um? Svar: Freknur má deyfa með því að þvo þær upp úr Brintoverilte, sem fæst í lyfjabúðum. Það er líka gott að þvo þær upp úr agúrkusafa eða sítrónu- safa. Kæra vika! Getur þú gefið mér nokkurt ráð við dökkum baugum undir augunum? T. T. Svar: Gætið þess að hafa nægan svefn, að minnsta kosti 8 stundir á sólar- hring, helzt 10. Hreyfið yður úti í hreinu lofti minnst eina klukkustund á dag og gætið þess, að meltingin sé í lagi. Ef þetta dugar ekki, þá skuluð þér leita ráða hjá lækni. • Nýja framhaldssagan. Það mælist vel fyrir, að önnur framhaldssagan í blaðinu er nú ástar- saga. Hún er frekar stutt og ættu þeir, sem ekki hafa byrjað á henni enn að lesa forsöguna og fylgjast svo með. Það sér enginn eftir því. Sagan er ákaflega skemmtileg. Sigurvegari Boston-Maraþonhlaupsins. Kaþólskur maður heiðraður. William Thomas Walsh rithöf- undur og kennari hefir í ár fengið heiðurspening Notre Dame háskól- ans í Bandaríkjunum. Þetta er ein tignarmesta viðurkenning, sem leik- maður getur fengið í Bandarikjunum. Walsh hefir birt bækur um sögulega viðburði á Spáni. Systir Wendells Willkie. Frú Charlotte Pihl, systir Wend- ells Willkié, sést á myndinni, þegar hún var að koma til New York eftir þriggja ára dvöl í Þýzkalandi. Maður frú Pihl, Paul E. Pihl, var fulltrúi í Berlín fyrir flota Bandaríkjanna. Leslie Pawson frá Pawtucket í Bandaríkjunum kemur að marki eftir 45. árlega Maraþonhlaupið, sem íþróttafélag í Boston heldur. Til hægri er maðurinn, sem á að krýna Pawson lárviðarsveignum. Pawson vann hlaupið 1933, 1938 og 1941 og var tvær og hálfa klukkustund (26 miina og 385 yarda vegarlengd). Vitið þér það? 1. Hvað er Hvítárbrúin (hjá Ferjukoti) löng? 2. Hvar er fjallið Etna? 3. Hvað eru margar nótur á venjulegu píanói? 4. Hvaða frægur amerískur skáldsagnahöfundur hét ensku borgamafni? 5. Hvað þýðir orðið ,,eif“ í verzlunarmáli ? 6. Hvar og hvenær er Charlie Chaplin fæddur? 7. Hvaða tímabil er talið landnámsöld á Islandi? 8. Hvað er ,,Silhouette“ ? 9. Hvað heitir sá hluti Par- ísar, sem er frægur fyrir fjöllistahús og kaffihús ? 10. Hvaða dýr geta fengið æði? Svör á bls. 14. Erla og unnustinn. Erla: Oddur minn, hún Stína litla frænka er i heimsókn hjá mér. Ég vona, að þér þyki ekki verra, þótt litla skinnið sé að leika sér um húsið, þegar þú kemur í kvöld. Oddur: Þú veizt, að ég hefi gaman af bömum. Sérstaklega af henni, því að henni geðjast að mér. Oddur: Ég ætla að klippa út nokkra bréfkarla handa henni. Ég kann að leika við böm. Oddur: Ég man, hvemig ég var Oddur: Eru þeir ekki fínir? vanur að klippa svona karla út, Þjónn: Ó, guð komi til. þegar ég var agnar-lítill. 1. lögregluþjónn: Já, við vitum það. Eftir dálitla stund býst ég við að þér séuð Napoleon. 2. lögregluþjónn: Verið þér nú góður. Við skulum ekki taka bréfkarlana frá yður. Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarm.: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.