Vikan - 04.09.1941, Síða 4
4
VIKAN, nr. 36, 1941
öll von horfin. Þrjátíu og níu dögum eftir að þeir lentu, tók Bertram þessa mynd af Klausmann,
félaga sínum, í klettagjótunni þeirra. Litlu seinna slokknaði bálið og flugmennirnir, sem voru
örmagna, lögðust til hvíldar.
ætluðu að fljúga á henni heim, þegar búið
væri að bjarga þeim. Að lokum var allur
undirbúningur á enda og „báturinn" til-
búinn.
Þann dag skeðu tveir merkilegir at-
burðir. Klausmann fann öngul og tókst
eftir mikið erfiði að veiða einn fisk. Það
var fyrsta næringin, sem flugmennimir
fengu í tíu daga. Hinn merkisatburðurinn
var sá, að seinni hluta dagsins kom grenj-
andi rigning í tíu mínútur. Flugmennimir
náðu 12 lítrum af rigningarvatni í rennur
frá vélinni. Á 13. degi frá því að þeir
nauðlentu, lögðu þeir aftur vongóðir af
Þeir ætluðu að sigla meðfram strönd-
inni, þangað til þeir fyndu merki um
mannabústaði. Báturinn var svo lítill, að
þeir urðu að sitja með krosslagða fætur.
Strax og þeir komu út úr flóanum fundu
þeir, að erfitt var að stýra bátnum. Þeir
sigldu 10 km. út frá ströndinni til að rek-
ast ekki á klettana.
Nú var kominn stormur. Sjógangurinn
var svo mikill, að þeir gátu ekki notað ár-
amar og stýrið. Bátinn rak í einn sólar-
hring, án þess að þeir gætu aðhafst
nokkuð.
Flugmennirnir hugsuðu ekki um neitt,
nema hvemig þeir gætu náð til lands, en
það var ógemingur. Seinni hluta dagsins
sáu þeir reykjarsúlu út við sjóndeildar-
hringinn. Þeir biðu með öndina í hálsinum.
Skip náigaðist. Þeir hlógu og grétu í einu.
Klausmann veifaði skyrtu, og þegar skip-
ið var um það bil 700 m. frá þeim, skaut
Bertram fjómm neyðarskotum með flug-
eldabyssu. En skipið sigldi framhjá. Eng-
inn hafði séð þá. Klausmann lagði höfuðið
á handlegg sér og grét.
Nú urðu þeir að fara til strandarinnar.
Þeir réru í fjóra sólarhringa. Þeir voru
orðnir stirðir af að sitja svona í bátnum
og sólin og þorstinn var alveg að gera út
af við þá. Bögum saman sátu þeir og réru
hindurvakníng. Klausmann vakti Bertram og btnti honum á op gjárinnar. Þar stóð negri með
fisk, sem flugmennimir síðan átu hráan. Brátt komu fleiri negrar og þeir voru með bréf frá trú-
boðanum. Á myndinni er Bertram að lesa bréfið.
þegjandi. Á fimmta degi náðu þeir landi.
Þeir stauluðust upp ströndina, kysstu jörð-
ina og sofnuðu.
I fyrsta sinn 1 fimm daga gátu þeir rétt
úr sér. Vatnið var búið og þeir voru al-
settir blöðmm og sáram, en vonin lifði
enn.
Um sama leyti var allri leit að þeim
hætt. Menn voru orðnir vonlausir um, að
þeir myndu finnast.
En Bertram og Klausmann voru lifandi
enn, þótt mjög væri af þeim dregið. 1 20
daga höfðu þeir aðeins borðað einn fisk.
Þeim sortnaði fyrir augum, þegar þeir
stóðu upp og byrjuðu nú að borða lauf af
tré eínu. Þeir skriðu upp á hæð til að átta
sig. Fyrir framan þá var vatnsból! Seinna
fréttu þeir, að það væri eina vatnsbólið á
ströndinni. Þetta var einstök heppni. Þeir
lágu tímum saman í vatninu.
Einn af svertingjunum syður stökkdýrssúpu
handa flugmönnunum.
Daginn eftir fóm þeir að leita að byggð.
Þeir leituðu árangurslaust í þrjá sólar-
hringa. Þeir urðu að hverfa aftur til báts-
ins. Þeir skriðu í glóandi sandinum — þeir
vom ungir og vildu ekki deyja strax!
Enn lifði vonin! Eftir þrjá daga fundu
þeir bátinn, sem þá var orðinn lekur. Þeir
gátu gert við hann. 28. daginn eftir að þeir
lentu fundu þeir nokkur ber.
Nú reyndu þeir að sigla, en stórsjóar
neyddu þá til að snúa við. Þá virtist úti
um allt. Þeir gátu ekki gengið og þeir gátu
ekki róið. Þeir móktu mestan hluta dags-
ins. Flugvél flaug hjá í fjarska, en það
hafði engin áhrif á þá.
Næturkuldinn fékk þá til að leita sér
skjóls. Þeir fundu stóra gjótu. Hér ætluðu
þeir að bíða dauða síns. Þeir reyttu gras
til að liggja á og tíndu saman sprek til að
kveikja bál. Þegar bálið slokknaði ætluðu
þeir að leggjast niður og deyja. Bertram
skrifaði nokur orð í dagbók sína og tók
seinustu myndina af félaga sínum. Þetta
var 39. dagurinn, frá því að þeir nauð-
lentu. Eldurinn dó út, þeir lásu „Faðir voru
í sameiningu og lögðust til hvíldar.
Viku eftir að hætt var að leita að flug-