Vikan


Vikan - 04.09.1941, Side 9

Vikan - 04.09.1941, Side 9
VIKAN, nr. 36, 1941 9 Irar kusu Geraldine. Geraldine Fitzgerald (í miðið) var valin af félagi Ira í Suður-Kalifomíu sem bezta írska leikkona ársins. Á myndinni sést hún vera að taka við likneski af hinni heilögu Birg- ittu. William Gargan (til vinstri) var valinn bezti írski leikarinn. Frakkar heiðra frú Roosevelt. Albina Bois-Rouvray er tveggja ára gömul. Á myndinni sé3t hún vera að afhenda konu Franklins D. Roosevelt hatt, þegar frjálsir Frakkar í New York voru að heiðra frúna með hátíðlegri athöfn. Til vinstri er móðir Albinu litlu. „Rick“ fer aftur að vinna. E. V. Rickenbacker kapteinn er á spítala að ná sér eftir flugslys, sem hann lenti í. Átta manns fórust. Á myndinni er hann að ræða við T. E. Myers um 500 mílna kapp- akstur, sem halda á bráðlega. Frétta- myndir Ævilangt fangelsi. Drengur þessi er 12 ára og heitir Robert Messex. Hann hefir verið dæmdur i ævi- langt fangelsi og hefir verið sendur til Waynesboro fangelsis- ins í Bandaríkjunum fyrir að skjóta föður sinn. Drengurinn reiddist svona, þegar faðir hans flengdi hann. Fjölskyldan stækkar. Þegar lestarvagninn var opnaður í New York sáu menn, að úlfaldahjónin Mary og Bailey höfðu aukið kyn sitt á leiðinni frá Florida, þar sem þau höfðu dvalið um veturinn. 1 tvo daga hafði nýi fjölskyldu-meðlimurinn legið og var að verða hungurmorða og móðir hans skipti sér ekkert af honum. Eftir að hafa verið ginnt til þess fékkst Mary til að fæða hann. Hjálparmaður við sjálfsala. — George Batson sést hér á leið til Amarillo í Texas, þar sem hann ætlar að horfa á frumsýningu á leikriti eftir sjálfan sig. Hann var áður hjálparmaður við sjálf- sala á veitingahúsi í New York, en er nú orðinn leikritaskáld. Áð- ur vann hann sér inn 15 dollara á viku, en nú er þegar farið að sýna eitt af leikritum hans og leikstjórinn búinn að kaupa ann- að háu verði. Stal flugvélateikningum. Joseph de Benque greifi er 64 ára. Hann var njósnari fyrir Itali og Frakka í síöustu heimsstyrjöld. Nú segir lögreglan í New York, að hann hafi játað að hafa stolið 1500 uppdráttum af flugvélahlutum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.