Vikan - 04.09.1941, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 36, 1941
„Já,“ sagði ég hugsandi. „Slíkt er ekki hægt að
vera í efa um.“
„Jú, fyrirgefið þér, vinur minn — manni getur
líka skjátlast þar. Athugið þér miklar leikkonur;
verða þær ekki gagnteknar, þegar þær eiga að
leika sorgarhlutverk og finnst manni það þá ekki
eðlilegt rétt eins og það væri veruleiki ? Nei, hve
innilega, sem ég trúði þessu, þá varð ég að fá
sannanir fyrir því, áður en ég varð ánægður.
Glæpamenn geta oft verið miklir leikarar. Nei,
fullvissa mín byggist á þvi, að frú Renauld féll í
raun og veru í yfirlið. Ég lyfti upp augnalokum
hennar og þreifaði á slagæðinni. Hún hafði í raun
og veru fallið i yfirlið. Það sannfærði mig líka
um að sorg hennar var ekki uppgerð. Þar að auki
var það algjör óþarfi fyrir frú Renauld að láta
í ljósi takmarkalausa sorg. Það hafði þegar liðið
einu sinni yfir hana, þegar hún heyrði fregnina
um lát manns síns, og þess vegna var alveg óþarfi
fyrir hana að gera það aftur, þegar hún sá líkið.
Nei, frú Renauld myrti ekki manninn sinn. En
hvers vegna skrökvaði hún? Hún sagði ósatt um
úrið, hún sagði ósatt um grímuklæddu mennina
— og enn eitt sagði hún ósatt. Segið mér, Hast-
ings, hvemig útskýrið þér það, að hurðin var í
hálfa gátt?"
„Ja-a,“ sagði ég ofurlítið vandræðalegur. „Það
hefir verið yfirsjón. Þeir hafa gleymt að loka á
eftir sér.“
Poirot hristi höfuðið og andvarpaði.
„Þannig skýrir Giraud það. En ég geri mig
ekki ánægðan með það. Það hefir einhverja sér-
staka þýðingu, sem ég hefi enn ekki fundið, hver
er.“
„Mér dettur nokkuð í hug,“ sagði ég.
„Til hamingju! Hvað er það?“
„Við erum sammála um að saga frú Renauld
hafi verið uppspuni. Gæti þá ekki verið, að Ren-
auld hafi farið út til að hitta einhvem — ef til
vill morðingjana -—■ og hafi skilið hurðina eftir
opna, þangað til hann kæmi aftur. En hann kom
e k k i aftur — og morguninn eftir fannst hann
myrtur."
„Þetta væri ágæt hugmynd, ef ekki væru tvær
staðreyndir, sem þér hafið alveg gengið framhjá,
Hastings. 1 fyrsta lagi: Hver batt þá frú Renauld
og setti munnkeflið upp í hana? Hvers vegna
ættu morðingjamir að snúa við og fara inn í
húsið til þess? Og í öðru lagi: Það er útilokað
að maður hafi farið út á náttfötum og frakka
til að hitta menn. Það geta verið til þær ástæð-
ur, að maður sé aðeins klæddur í náttföt og yfir-
frakka — en hitt getur ekki komið til rnála!"
„Nei, það er satt," sagði ég skömmustulega.
„Nei, við verðum að leita annars staðar að
svarinu við því, hvers vegna hurðin var opin. Ég
er næstum viss um, að þeir fóm ekki út um dym-
ar. Þeir skriðu út um gluggann."
„Hvað segið þér?“
„Jú, einmitt."
„En það vom engin spor í beðinu fyrir neðan."
„Nei, en það hefðu átt að vera spor.. Hlustið
þér nú á, Hastings: Auguste garðyrkjumaður
sagði okkur sjálfur, að hann hefði verið að gróð-
ursetja í báðum beðunum seinni hluta dagsins
áður. 1 öðm beðinu var fullt af sporum eftir stóru
stígvélin hans — en í hinu e n g i n ! Skiljið þér
nú? Einhver hefir stigið í beðið, einhver, sem
hefir sléttað beðið á eftir með hrífu til að hylja
sporin sín.“
„Hvar náðu þeir í hrífu?“
„Á sama stað og þeir tóku skófluna og garð-
vettlingana," sagði Poirot óþolinmóður.
„Hvers vegna haldið þér, að þeir hafi farið þá
leið út? Það er þó sennilegra, að þeir hafi farið
þar inn og gengið út um dymar."
„Það getur auðvitað verið. Og þó hefi ég á til-
finningunni, að þeir hafi farið út um gluggann."
„Ég held, að yður skjátlist."
„Ef til vill, vinur minn.“
Ég hugsaði málið og velti fyrir mér öllum nýju
möguleikunum, sem Poirot hafði sýnt mér fram
á. Ég mundi eftir, hvað hann hafði verið dular-
fullur út af beðinu og armbandsúrinu. Þá hafði
mér fundizt þetta ómerkilegt, en nú sá ég, hvemig
hann hafði á einfaldan hátt leyst ur töluverðu,
sem málinu viðvék. 1 huga mínum bað ég hann
afsökunar. Hann kinkaði kolli til mín, eins og
hann læsi hugsanir mínar og sagði:
„Aðferð, skiljið þér! Aðferð! Það þarf að raða
staðreyndunum niður. Raða hugmyndunum nið-
ur. Og ef ein staðreynd á ekki heima við hug-
myndirnar, þá má ekki varpa henni frá sér,
heldur rannsaka hana betur. Þótt þér getið ekki
séð þýðingu hennar strax, þá hefir hún samt sína
þýðingu.“
„Samt sem áður," sagði ég hægt, „þó að við
vitum töluvert meira um málið sjálft, þá erum
við engu nær um, hver myrti Renauld."
„Nei,“ sagði Poirot glaðlega. „Við eram eigin-
lega enn lengra frá því.“
Hanrx virtist svo ánægður yfir þessu, að ég
starði undrandi á hann. Hann leit á mig og
brosti.
„Jú, það er betra svona. Áður vora til ákveðn-
ar skoðanir um, hvernig hann var drepinn og
hver gerði það. Nú er sú kenning ekki til lengur.
Við þreifum fyrir okkur i myrkri. Hundruð at-
riða tefja fyrir okkur og ónáða okkur. Það er
gott. Það er ágætt! Úr ruglingnum verður bráð-
lega röð og regla. En ef allt er í röð og reglu
frá byrjun, ef glæpur virðist liggja í augum uppi,
þá er eins gott að gá að sér! Þá er það tilbún-
ingur! Þá er það gert þannig, til þess að okkur
sýnist það vera þannig. Miklir glæpamenn ganga
óbrotið að störfum — en það era fáir miklir
glæpamenn til. Ogg þegar þeir reyna að hylja
ummerkin, þá sést þeim alltaf yfir. Ó, vinur
minn — ég vildi, að þér ættuð einhvern tíma
eftir að rekast á mikinn glæpamann — einhvem,
sem fremur glæp og — gerir svo ekki meira.
Jafnvel ég, Hercule Poirot, gæti átt erfitt með
að ná slíkum manni."
En ég var hættur að fylgjast með ræðu hans.
Allt í einu hafði runnið upp fyrir mér ljós.
„Poirot! Frú Renauld! Nú skil ég það. Hún
hylmir yfir með einhverjum."
Poirot var svo rólegur, þegar ég sagði þetta,
að ég sá strax, að honum hafði dottið það sama
í hug.
„Já,“ sagði hann hugsandi. „Hún hylmir yfir
með einhverjum -— eða vemdar einhvem. — Ann-
að hvort."
Ég skildi ekki vel muninn á þessu tvennu, en
ég hélt áfram að velta hugmynd minni fyrir
mér í dýpstu alvöra. Poirot lét ekkert uppi en
endurtók í sifellu:
„Það getur verið — já, það getur verið. En ég
veit ekkert ennþá! Það er eitthvað, sem býr
undir þessu öllu. Sannið þér til. Eitthvað, sem
býr mjög djúpt undir þessu.“
Nú vorum við komnir inn í gistihúsið, og hann
gaf mér bendingu um að þegja.
XIII. KAPlTULI.
Stúlkan með skclfdu augun.
Við borðuðum morgunverðinn með góðri mat-
arlyst. Ég skildi vel, að Poirot vildi ekki tala um
málið á stað eins og þessum, þar sem allir gátu
hlustað á samræðumar. Stundarkom sátum við
þögulir, en síðan sagði' Poirot dálítið ertnislega.
„Já, það var satt! Ógætnin yðar! Segið þér
mér allt um hana.“
Ég fann, að ég roðnaði.
„Ó, þér eigið við þetta í morgun?" Ég reyndi
að vera kæraleysislegur.
En ég gat ekki staðizt Poirot. Eftir augna-
blik var ég búinn að segja honum alla söguna.
„Jæja, þetta er mjög skáldleg saga. Hvað heitir
hún, þessi yndislega unga stúlka?"
Ég varð að játa, að ég vissi það ekki.
„Enn skáldlegra! Fyrst hittist þið í lestinni frá,
París og nú hér. Það er oft sagt, að ferðalög
endi með trúlofunum.."
„Látið þér ekki svona, Poirot."
„I gær var það ungfrú Daubreuil og í dag er
það ungfrú öskubuska. Þér hafið sannarlega
hjartalag eins og Tyrki, Hastings! Þér ættuð að
hafa kvennabúr."
„Já, þér getið svei mér gert grín að mér. Ung-
frú Daubreuil er mjög falleg stúlka, og ég dáistv
mjög mikið að henni — það viðurkenni ég. Það
er ekkert sérstakt við hina, og ég býst ekki við
að sjá hana oftar. Það var gaman að spjalla,
við hana á ferðalagi, en hún er ekki sú tegund
kvenna, sem ég gæti nokkum tíma orðið ást-
fanginn af.“
„Hvers vegna ekki?"
Grafin lifandi í þrjá sólarhringa. Irene Marriott sefur vært á sjúkrahúsi í London, eftir allar
hörmungamar, sem hún gekk í gegnum, þegar þýzk sprengja lenti á heimili hennar í London.
Litla stúlkan er aðeins tíu mánaða gömul. Bæði faðir hennar og móðir létu lífið, en föður henn-
ar hafði, tekizt að vemda hana með líkama sínum og síðan bjargaði raðningssveit henni. Höfuð
hennar er reifað og annar handleggurinn er brotinn.