Vikan


Vikan - 04.09.1941, Side 7

Vikan - 04.09.1941, Side 7
"VIKAN, nr. 36, 1941 7 VIPPA-SÖQUR * Oheppinn drengur. ----- BARNASAGA. -- Nú var Vippi staddur í kaupstaðn- um Hraunnesi. Hann hafði lent í að bjarga til lands smábát, sem litlir drengir höfðu verið að leika sér með niðri í fjöru. En Vippi bjargaði fleiru en bátnum. Drengirnir höfðu sett kött út í bátinn. En svo kom Jóka gamla á Bala, eigandi kattarins, og þá flýðu strákarnir í mesta ofboði, en Vippi fór heim með Jóku. Jóka átti heima í litlum og ein- kennilegum skúr á fjörubakkanum. Þar bjó hún ein með kisu sinni og þótti þeim, sem ekki þekkti gömlu konuna vei, hún vera undarleg í öllum háttum sínum. En þeim, sem náin kjrnni höfðu af henni, fannst hún vera góð og skemmtileg kona. Kofinn hennar var byggður úr eintómum kassafjölum og þakinn ut- an með sundurflettum benzínbrúsum. ,,Svo að þú segist heita Vippi, dengsi minn,“ sagði Jóka, þegar þau komu að skúmum hennar. „Og hefir verið á ferðalagi að skemmta þér hér og þar í sumar. Og misstir af Hraunfossi, af því að þú varst að horfa á strákana. Mér er nú sannast að segja hlýtt til blessaðra barn- anna, en ég þoli alls ekki, að þau hrekki saklaus dýrin. Það er ljótt að fara illa með munaðarleysingjana." „Ég er alveg sammála þér í því,“ sagði Vippi um leið og hann gekk inn úr dyrunum á skúrnum hennar. „Nú ætla ég að gefa þér kaffi og pönnukökur, Vippi minn,“ sagði Jóka, „og á meðan geturðu, ef þú villt, skoðað myndirnar mínar. Og svo getum við Hka talað saman." „Ætlarðu ekki að láta drengina fá bátinn sinn aftur?" spurði Vippi, því að honum fannst, að það hlyti að vera sárt fyrir þá að tapa hon- um alveg. „Það getur vel verið, þó að þeir eigi það í rauninni ekki skilið fyrir að hrekkja hana kisu mína. Mér hefði þótt slæmt að missa hana. Hún er svo ágætur veiðiköttur. Það sést ekki lifandi rotta í skúmum, síðan kisa kom“. Jóka bar nú fram kaffið og pönnukökurnar og Vippa þótti þær svo góðar, að hann át þangað til hon- um var orðið illt í maganum. Þá stóð hann upp og dæsti og sagði: „Nú get ég ekki borðað meira, Jóka min, hve feginn sem ég vildi.“ „Jæja, góði! Þá var ég að hugsa um að senda þig með bátinn til drengjanna. Ég kann ekki við að halda honum hér lengur.“ Jóka gamla fór með Vippa út úr skúrnum og benti honum á lítið, grænmálað hús með rauðu þaki. „Þama á einn drengjanna heima. Hann heitir Páll og er Pétursson. Fáðu honum bátinn og segðu, að ég sé búin að fyrirgefa þeim þetta uppátæki, en þeir megi aldrei gera þetta oftar." „Ég skal gera það,“ sagði Vippi og hélt af stað. „Þú kemur aftur og verður hjá mér í nótt,“ kallaði Jóka á eftir hon- um. „Já, já!“ svaraði Vippi. En það átti ekki úr að aka fyrir Páli litla Péturssyni þennan dag. Fyrst var það kisa og báturinn og svo annað enn verra, sem nú skal greina: Þegar drengirnir vöru búnir að jafna sig eftir hræðsluna, er þeir flúðu úr f jörunni, sá einn þeirra mörg fúlegg á öskuhaug. Þeir hirtu þau öll og fóru nú að svipast um eftir heppilegu skotmarki. Allt í einu mundi einn þeirra eftir gömlu geymsluhúsi, þar sem áður hafði verið verzlun og sláturhús og enn var þar á veggnum gamalt skilti og á því mynd af kýrhaus. Drengirnir flýttu sér þangað. „Hittum kýrhausinn! Hittum kýr- hausinn!'1 hrópuðu þeir hver i kapp við annan og fóru að henda fúleggj- unum i skiltið. En enginn þeirra hitti í fyrstu atrennu. „Ég skal hitta kýrhausinn!" hróp- aði Páll í miklum æsingi og henti stærsta egginu. En nú fór illa fyrir honum. Alveg í sömu andrá gengu tvær fínustu frúmar í þorpinu fyi'ir hornið á geymsluhúsinu. Þær heyrðu, hvað Páll hrópaði og skotið geigaði svo, að eggið lenti beint á enni annarar frúarinnar og sprakk þar og inni- haldið spýttist yfir andlit hennar og föt og hin konan fór meira að segja ekki varhluta af slettunum úr því. Þetta var óviljaverk hjá Páli, en konurnar urðu auðvitað ákaflega reiðar og héldu, að hann hefði gert þetta viljandi. Sú, sem eggið lenti ekki á, var svo frá á fæti, að hún náði Páli, þótt hann reyndi að flýja. Og það var ekkert falleg útreið, sem hann fékk hjá þeim. Að endingu fóru þær með hann heim til hans og heimt- uðu, að foreldrarnir flengdu hann. Svo héldu þær heim til sín og lyktuðu allar af fúleggjum. Þegar foreldrar Páls komust að því, að hann hefði gert þetta óvart, létu þau sér nægja að tala nokkur alvarleg orð við hann og svo var hann látinn hátta, þótt um miðjan dag væri. Enda hafði hann ekka af gráti vegna þessara hörmunga, sem hann hafði lent í um daginn. En svo kom Vippi inn að rúmi til hans með bátinn og það var huggun harmi gegn. pad et aíveg: áteída/z legí/ Tóbak var almennt síðan á 17. öld og mikið notað, bæði tuggið og reykt og tekið í nefið. Oft voru menn í vandræðum fyrir tóbaksleysi, og var þá drýgt með ýmsu, t. d. sortulyngslaufi. Tóbakskarlar tuggðu tjörukaðal og sótsnæri í vandræðum, og fólk tók mulinn fúa, sorfin skipshjól og all- an óþverra í nefið. Til er saga um karl og kerlingu; karlinn tók upp í sig, en kerling- in reykti. Þegar karl var búinn að tyggja mesta kraftinn úr tuggunum, tók kerling þær og þurrkaði og reykti þær svo í stuttri járnpípu. Svo tóku þau öskuna ur pípunni í nefið; varð varla lengra komizt í nýtn- inni. Sumum, sem reyktu, þótti ekkert bragð að því, að reykja annað en munn- tóbak og helzt úr örstuttum járnpípum, sem þá fengust í verzlunum. Margir prest- ar reyktu úr löngum pípum, en tóbakið var létt og mest ,,blámaður“; hann flyzt nú ekki lengur. (J J.: íslenzkir þjóðhættir). # I Indlandi á hver Brahmaf jölskylda heil- agan Salagrama-stein, sem er litill hnull- ungur, er mikið er af í ám Nepal. Veizla, sem maharajahen af Orchha hélt, sýnir bezt, hve mikla virðingu þeir bera fyrir þessum steinum. Það var höfð stór skrúð- ganga, sem meðal annars tóku þátt í 100.- 000 gestir, 1200 úlfaldar og 4000 hestar. * Fyrir nokkrum árum var maður ,,tatov- eraður“ einkennilega í London. Á öll Iiða- mót hans voru ,,ta.toveraðir“ hengilásar með skrúfum. * Skógarloft er heilsusamlegt vegna þess, að lauf trjánna er eins og sía, sem dregur í sig allt ryk og sýkla, sem myndu annars eitra loftið. 1 Indlandi hefir því verið slegið föstu, að skógurinn hafi mjög holl áhrif á landið í kring. Það hefir komið í Ijós, að mörg þorp, sem eru umkringd af skóg- arþykknum, hafa sloppið við kólerufar- aldra, sem geisað hafa. í Englandi eru til lög, sem skipa svo fyrir, að fólk, sem einu sinni hefir verið hegnt fyrir að misþyrma dýri, má hvorki eiga dýr eða gæta þeirra fyrir aðra. Sem dæmi um það, hvað Englendingum þykir vænt um hunda, má nefna það, að hunda- þjófar fá sömu hegningu og innbrots- þjófar. # Allt fratn að síðustu aldamótum voru ekkjur í ríkinu Massachussetts, sem ekki gátu séð fyrir sér sjálfar, leigðar út af sveitinni eða bæjarfélaginu sem þjónustu- stúlkur til eins árs í einu. Vesalings kon- urnar fengu ekki nema rúma 1 krónu fyrir utan mat, húsnæði og ofurlítið af gömlum fötum. Ástæðan til að svona var farið með aumingja konurnar, var sú, að sveitirrrar eða bæjarfélögin höfðu ekki efni á að veita sveitastyrk eða stofna öreigaheimili. * Áður fyrr var mikið notað af „sápu- jurtum“ við þvotta. Merkilegust af jurtum þessum mun vera tré eitt, sem vex í hita- belti Ameríku. Það er sagt, að ávöxtur trésins hreinsi 60 sinnum meira léreft en jafnþungt stykki af sápu. Kínverjar eyða milljónum króna í að borga fyrir allskonar ,,vernd“ ekki ein- ungis gegn fjárþvingurum þessa heims, heldur og arnars heims. Þeir trúa því, að í ágústmánuði ár hvert fái biljónir anda á himni og í helju eins mánaðar frí og komi þá til jarðarinnar og ef menn ekki stöð- ugt brenni reykelsi, kertum og gullpappír góðu öndunum til dýrðar, þá verndi góðu andamir ekki heimili þeirra fyrir illu önd- unum. # Á postulínsborðbúnaði, sem farið er að „detta upp úr“ er oft mikið af sýklum. Ástralía er samt einasta landið, þar sem bannað er með lögum að hafa skörðóttan borðbúnað á veitingahúsum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.